Efnahagsstefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur alltaf legið fyrir.

 

Hún er mjög einföld, hún er handrukkun fyrir fjármagnið, fjármagn braskara og auðmanna.

Stóra spurningin er, af hverju bauð Lilja Mósesdóttir sig fram fyrir flokk sem fylgdi þessari stefnu í bráðabirgðastjórninni sem tók við eftir fall Hrunstjórnarinnar í ársbyrjun 2009.

Það lá alltaf skýrt fyrir að Steingrímur Joð Sigfússon ætlaði að fórna þjóð sinni fyrir völd og áhrif.  Hann sagði það skýrt að stefnu AGS yrði fylgt.

 

Það lá líka skýrt fyrir að Lilja Mósesdóttir áttaði sig á hörmungunum sem Óbermin myndu valda á íslensku samfélagi.  Þessi orð má lesa hjá Lilju í grein sem hún skrifaði í Smuguna fyrir vorkosningarnar 2009.

 

"Markmið hagstjórnarinnar á að vera að auka efnahagslega velferð og leiðirnar að því markmiði eru aðgerðir sem tryggja fulla atvinnu, hagvöxt og stöðugleika til lengri tíma. Efnahagsstefna AGS og íslenskra stjórnvalda mun ekki tryggja þessi markmið. "

 

Skýrar er ekki hægt að orða hlutina, og fyrir þessari fullyrðingu færir Lilja rök, sem raunveruleikinn hefur sannað að  séu rétt.  Efnahagslífið er frosið og eina aðgerð stjórnvalda er að koma þjóðinni í Evrópusambandið sem skuldaþrælar breta og AGS.

Það eina sem á eftir að gerast, ef landsmenn vakna ekki af Þyrnirósarsvefni sínum, er opinber viðurkenning á að við séum orðin formlegir skuldaþrælar þegar við játum að við getum ekki greitt braskaralán AGS.

 

Og það vita allir hvað það þýðir.  Síðustu daga hafa mannleysur í Grikklandi og á Írlandi, grátbeðið þjóðir sínar um að leifa þeim að selja almannaeigur á hrakvirði svo hægt sé að borga inná AGS reikninginn.

Eftir nokkra daga munu þessar sömu mannleysur mæta grenjandi í sjónvarp viðkomandi landa og beðið um þjóðarsátt um einkavæðingu almannaþjónustu því ríkið geti ekki lengur rekið hana.  Skattfé fer í sukkskuldir fjármagns.

Ekki hvarflar að þessum mannleysum að halda uppi vörnum fyrir þjóðir sínar.  Enda væru þær þá ekki mannleysur.

 

Hér á Íslandi gráta mannleysurnar Steingrímur Joð Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir út fjárkúgun breta, í gegnum táraflóðið má greina aumingja sem hafa brugðist lífskoðunum sínum, kjósendum sínum, afkomendum sínum.  Samborgurum sínum.

Lilja og Atli eru ekki mannleysur þó það hafi tekið þau nokkurn tíma að átta sig á því.

Þau eru gengin til liðs við þjóð sína.

 

Verið velkomin.

Við segjum Nei við ICEsave.  Nei við AGS.  Nei við skjaldborg auðmanna.  Nei við velferðarkerfi braskara.

Við segjum Já við manndóm og Já við því að vera sjálfstæður maður sem tilheyrir sjálfstæðri þjóð.

 

Við segjum Já við börnin okkar.  Við breytum rétt.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Ætla ekki að styðja stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er allt í frosti ekki útaf AGS heldur útaf VG. Þeir eru að halda atvinnulífinu í gíslingu. Banna helguvík, bakka, verne hodling, einkastjúkrahús og ECA verkefnið... svo einhver dæmi eru tekin.

Í staðinn eru við með mesta atvinnuleysi frá upphafi... þökkk sé VG og Lilju..  enda er Lilja harður andsæðingur álvera svo eitthvað sé nefnt.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.3.2011 kl. 17:31

2 identicon

Það er hægt að koma þessu fyrir í fjórum orðum:

"Rottur flýja sökkvandi skip"!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 18:21

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Þruma mín.

Ég nenni svo sem ekki að taka þessa umræðu við þig enn einu sinni.  Við skulum líka bara kenna Lilju og skorti á álverum um sömu kreppu og er það sem óráðum AGS er fylgt, og hefur verið fylgt.

Skrítið að AGS skuli yfir höfuð hafa beðið fórnarlömb sín afsökunar á sínum tíma, þau hefðu bara getað bent á hana Lilju.

Óskar, sammála þér um sökkvandi skipið, en ekki dóm þinn um einn af örfáum þingmönnum sem skilur hvað er að gerast, og af hverju.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.3.2011 kl. 19:37

4 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Það er löngu orðið þreytt hvað stuðningsmenn stjórnarinnar eru blindir á hversu fjandsamlegir AGS eru ! hvar sem er þar sem þeir hafa komið við sögu í "björgun" landa blasa við rjúkandi rústir einar ! OPNIÐ augun, allavegna þú þruma, sleggja eða hvað sem þú skrifar undir.. Ætti ekki frekar að vera hamar og sigð í nafni þínu ?

Charles Geir Marinó Stout, 21.3.2011 kl. 23:49

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

AGS hafa gert mistök....   en Ísland er ekki eitt af þeim.

Sleggjan og Hvellurinn, 23.3.2011 kl. 10:42

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Og já, tunglið er úr osti, hvaða máli skiptir hvað sýnin segja, þarf ekki að vera nein samsvörun þar á milli.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.3.2011 kl. 11:16

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Að mínu mati þá voru mistök að halda vöxtum svona háum þegar við vorum með gjaldeyrishöft... AGS hafði eitthvað um það að segja til að byrja með. En svo var það peningastefnunefnd sem sá um vaxtapíninguna... minnir mig að það var fimm manna nefnd.. m.a Gylfi Söega innanborð prófissor í hagfræði HÍ.

En að öðru leytir þá sé ég ekki hvað AGS hefur gert neikvætt...

Þeir lánuðu okkur á hagsæðum vöxtum miðað við hvað var annað í boði. 

Getur þú bent mér á eitthvað neikvætt sem er AGS að kenna?? Víst þú kemur með þetta tungl úr osti dæmi. (ekki koma með eitthvað heimskulegt einsog niðurskurður vegna þess að það þarf að grípa til aðgerða til að brúa fjárlagahalla)

Sleggjan og Hvellurinn, 23.3.2011 kl. 17:10

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Sleggja mín, peningar eru hreyfiafl viðskipta.   Margar sögur eru til um blómgun viðskipta þegar nýjar silfur eða gullnámur fundust.    Og þeir sem áttu ekki góðmála, þeir framleiddu vörur til að skipta á og fá gull eða silfur i staðinn.

Þetta er hin einfalda lógík á bak við peningaprentun á krepputímum, að láta ekki vannýtta framleiðsluþætti vinda upp á sig í spíral niður á við.  Þetta er leiðin sem hindraði algjört hrun á Vesturlöndum eftir bankahrunið mikla.  Þetta er engin töfraleið en enginn veit hvar algjört hrun endar.  Ég hef svo sem marg sagt þér þetta áður og þú ert alltaf jafnákveðinn í að telja þig vita meira en færustu efnahagssérfræðingar heims.

Peningaprentun er sú leið sem við áttum að fara.  Ekki um aldur og ævi en á meðan nýtt jafnvægi var að myndast.  Vissulega var hún farin, en aðeins að hluta, og látin standa alltof stutt yfir.  Peningaprentun er ekkert annað en yfirlýsing um að kaupmáttur þjóðarbúsins hafi minnkað, hún lækkar laun (því gengið fellur vegna minni kaupmáttar) og tekjur fyrirtækja því þau fá minni verðmæti fyrir vörur sínar.  En hún nýtur alla framleiðsluþætti.

Ríkisútgjöld ná jafnvægi í gegnum peningaprentunina, ef laun haldast óbreytt, ríkið er þá að borga minna fyrir sína framleiðsluþætti.  Þörfin á niðurskurði fer síðan eftir því hvort ríkið sé með eftir kreppu óþarflegan stóran hluta af þjóðarkökunni.  En þú ákveður ekki niðurskurðinn eftir aðstæðum sem ríkja á meðan þjóðin er að ná sér eftir tekjuskerðingu fjármálahrunsins.

Tekjuáfall þjóðarbúsins var um það bil 20-25% og launin lækkuðu um það, og líklegast meira til.  Það er því önnur skýring á að endar ná ekki saman, og það er hin leiðin sem ríki Vesturlanda fara, og það er lækkun vaxta, sem var ekki framkvæmd hér.  Það eru vaxtagreiðslurnar sem valda ójafnvæginu í ríkisfjármálum, ekki sú þjónusta sem ríkið veitir.

Ef vextirnir hefðu farið í núllið eins og hjá Bretum eða Bandaríkjamönnum, þá værum við í góðum málum í dag, hagkerfið væri á uppleið og ef við héldum launum stöðugum, þá komnar forsendur fyrir nýju hagvaxtarskeiði.

Þriðja atriðið við Óráð AGS er síðan skuldasöfnunin, bæði lán hans, og síðan ICEsave skuldabréfið.  Það er lykilatriði að taka ekki gjaldeyrislán til að verja gengi gjaldmiðla, það rífst enginn um það nema þeir sem vilja ræða hvort tunglið sé úr osti.  Og skammtímalán uppá tæplega helming af þjóðarframleiðslu, í erlendum gjaldeyri, er hreint tilræði við efnahagslegt sjálstæði þjóða.  Það rífst enginn um það nema ostaáhugamenn.

Þú ert fastur í þeirri meinloku að við hefðu haft þörf á þessu láni, en svo var ekki.  Var alltaf augljóst, en staðfestist endanlega þegar lánið var notað sem vopn í ICEsave fjárkúguninni.  Þessi rúmlega ársfrestur sem varð á afgreiðslu þess, án þess að nokkur tæki eftir því, sannar það að hinn meinti gjaldeyriskortur stafaði af efnahagshryðjuverkum breta, og um leið og þeir afléttu þeim aðgerðum, þá sá viðskiptajöfnuður landsins um að greiða það sem þurfti að greiða.

Þetta hefur Seðlabankastjóri viðurkennt þegar hann sagði eftir Nei-ið 6. mars að við gætum staðð í skilum með lánin næstu 2 árin en síðan yrði það erfitt.  Þá lét hann eins og að ríki gæti ekki endurfjármagnað sig eins og einstaklingar og fyrirtæki.

Ríki geta það, og jafnvel einhliða ef því er að skipta.  Það er sannað, og í þeirri sönnun er fólgin sú staðreynd að eðlileg samskipti við fjármálamarkaði eru komin innan við 3 árum eftir hina einhliða endurfjármögnun.

Ég veit ekki hvað er að þér Sleggja mín, þú ert ungur maður, átt lífið framundan.  Það er ótrúlegt að þú skulir styðja þá meinloku sem var næstum því búin að koma greiðslubyrði ríkissjóðs í yfir 60% af árlegum tekjum.  Þú getur ekki borið fyrir þig heimsku, og ekki heldur vanþekkingu, því þú hefur sýnt að þú kannt að afla þér upplýsinga.

Það ferli sem þú styður og ætlar tilvonandi "(eða núverandi) börnum þínum hefur aðeins einn endi. Það er staðreynd, það eru engin önnur endalok en þau sem við erum að sjá núna á Írlandi og í Grikklandi, þar sem ráðamenn eru að grátbiðja almenning um að gefa sér heimild til að selja almannaeigur, og þar sem það dugar ekki til, þá munu þeir eftir nokkra mánuði grátbiðja almenning um að leifa sér að einkavæða almannaþjónustu, og menntun og heilsugæsla mun þá aðeins verða þeirra sem geta borgað fyrir hana.

Það var skýring Sleggja á því að velferðarkerfi var komið á, það var sú sátt sem batt enda á stéttastríðin.  Þau mun blossa upp um leið þar sem sú sátt verður rofin.  Og þú ert ung Sleggja, varla vilt þú eyða manndómsárum þínum í heimi þar sem ekki er vissa um hvort þú lifir morgundaginn af.  

Ekki bjóða mér upp á þá umræðu að AGS ráði ekki hér öllu.  Ég er ekki fífl, og ég kann sögu, og ég hef lesið mér til um stjórnun.  AGS stjórnar með skilyrðum, það er staðreynd, og endurfjármögnun lána þeirra er komin undir hlýðninni á tímabilinu þar sem þeir voru "ráðgjafandi".  Módelið þar sem hlýðnir heimamenn eru látnir líta út fyrir að taka ákvörðun um eitthvað er jafn gamalt og fyrsti landsstjórinn.  Þeir sem rífast um að 2+2 eru fjórir, eiga ekki að biðja fólk um að ræða við sig eins og vitiborið fólk.  Starfsaðferðir og taktík AGS er þekkt, ég nenni ekki að rífast um það.

Þú hefur spurt áður, og til að sleppa þér við að spyrja aftur, þá er það rétt, starfsmenn AGS kunna hagfræði, og þeir eru ekki hálfvitar, þó þeir beiti Óráðum.

Óráðin eru bara ekki óráð fyrir þá hagsmuni sem sjóðurinn er að gæta.  Hagsmuni fjármagns og alþjóðlegra auðfyrirtækja.  Þeir eru bara ekki hér til að hjálpa okkur við að endurreisa efnahaginn, ef það gerist þá er það aðeins að lengi má gott gera úr vondum ráðum.

Karþagó hin forna dafnaði eftir annað Púnverska stríðið, þó voru stríðsskaðabætur Rómverja himinháar og ýmis skilyrði sem þeir settu hinum sigraða andstæðing mjög hindrandi fyrir verslun og viðskipti.  En með dugnaði og elju tókst þeim að yfirvinna hindranirnar.  

Það er samt ekki það sama að leiðin til að láta borgir dafna er að ræna þær tekjum og reyna að meina þeim að bjarga sér.  Þetta gerðist þrátt fyrir hið slæma.

Eins er það með Óráð AGS, það hefði verið hægt að lifa með þeim, en ekki skuldagildruna.  Of miklar skuldir leiða aðeins til eins, gjaldþrots.

Og þú Sleggja, ert eitt af fórnarlömbunum, því þú tilheyrir almenningi sem verður látinn blæða, ekki yfirstéttinni sem flýtur ofan á.

En málsstaður yfirstéttarinnar er þinn málstaður.  Og það er sorglegt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.3.2011 kl. 00:07

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Góðar upplýsingar. Ég er ekki að sjá hvað AGS er að gera svona slæmt á Íslandi... ertu að meina að AGS er að hindra seðlaprentun á Íslandi?

Það er enginn hagvöxtur vegna þess að VG er að banna alla atvinnuuppbyggingu.. það kemur AGS ekkert við.

Ég sé ekki að við hefðum verið eitthvað betur stödd ef við hefðum ekki leitað til AGS og frændþjóðum okkar.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.3.2011 kl. 10:47

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Eins og þú ert ágætur Þruma, þá veit ég ekki stundum hvort þú fylgist með.

Já, ég er að segja það, þeir settu skorður á hve lengi henni yrði haldið áfram.  Niðurskurður sem leiðir til uppsagna er dæmi um neikvæða aðgerð, sem gerir ekkert annað en að fóðra spíralinn niður á við.  Og umsnúningurinn er of snöggur.

En þeir leyfðu hana samt að mestu leiti fyrsta árið eftir Hrun, og að hluta árið 2010.  Mega alveg eiga það sem þeir eiga.  Síðan er útgreiðsla séreignarsparnaðar peningaprentun.

Og þessi peningaprentun er skýring þess að hér náðist jafnvægi, og forsendur viðsnúningar.

En neikvæðu aðgerðirnar eru öflugri en þær jákvæðu.

Vaxtahækkunin var tilræði við efnahaginn, ákaflega heimskuleg aðgerð, og hefur kostað þjóðfélagið meira en sjálft hrunið það er ef horft er til útgjalda ríkisins.

Skattahækkanir til að reyna að ná í örfáar krónur eru svo dæmi um hreina heimsku.  Þær drógu úr veltu í þjóðfélagi sem þjáðist af afleiðingu veltuminnkunar sem varð við hrun bankanna.  Krónurnar sem fengust, gátu alveg fengist úr Seðlabankanum., það hefði enginn tekið eftir því.

Alvarlegast  var hins vegar tilræðið við unga fólkið, að neita því um leiðréttingu á Hrunskuldunum.  Það er ekkert leyndarmál að AGS tól það ekki í mál því almenn skuldaleiðrétting er beint tilræði við stefnu sjóðsins sem leyfir aðeins afskriftir á því sem menn sannarlega geta ekki greitt.  En á meðan lífsmark er í skuldaranum þá skal hann borga.  Harmur Afríku í hnotskurn og ástæða þess að þetta fólk á á hættu að enda fyrir dómsstólum fyrir glæpi gegn mannkyninu.  Það eru ekki bara Gaddafi sem á undir högg að sækja, það verður sótt að annarri mannvonsku í kjölfarið, það eru uppgjörs tímar í heiminum.

Skuldaleiðrétting hefði skapað sátt, sem út af fyrir sig er öflugasta efnahagsaðgerðin, og hún hefi komi peningum í umferð, sbr það sem ég sagði við þig hér að ofan.

Þetta er svona stuttlegt yfir afglöpin, en það sem þú hefur ekki ennþá áttað þig á, er sjálfur glæpurinn, en það er að skuldsetja þjóðina í erlendri mynt vegna krónubraskara.  Lán AGS er ekki notað í einhverja uppbyggingu eins og var í gamla daga þegar Sognið var byggt, það safnar vöxtum sem eru teknir úr hagkerfinu, og ef því er skipt fyrir krónur, þá er þjóðin búin að vera.    Og það snertir þig Hvellur, og menn hafa sprungið af minna tilefni.  

Að það sé verið að gera þjóði þína gjaldþrota vegna krónubraskara.

Loks þetta með að VG hafi hindrað atvinnuuppbyggingu.  Hvaða atvinnuuppbyggingu hafa þeir hindrað??? Ertu að vísa í að það sé farið eftir lögum um umhverfisvernd???  Þá er því að svara að VG setti ekki þessi lög, og ef er ekki farið eftir þeim, þá geta andstæðingar framkvæmdanna kært.  Stjórnvöld þurfa að lúta lögum, séu þau ósátt, þá breyta þau lögunum fyrst.

En þetta hefur ekki tafið eitt eða neitt.

Sannleikurinn er að orkufyrirtæki okkar ráða ekki við nýframkvæmdir af þeirri stærðargráðu sem um er rætt.  Þau hafa síðustu 2 ár verið að glíma við að endurfjármagna lánasúpu sína með misjöfnum árangri.  Á meðan taka menn ekki nýlán, og þó þeir væru svo veruleikafirrtir, líkt og vælulið stóriðjunnar er, þá myndu þeir ekki fá þessi lán.

Deilan um orkuverð er núna á leið í gerðadóm hjá HS Orku og Grundartangamanna, og það kemur VG ekkert við.  Þetta er bara dæmi um vitleysuna og ég ætla ekki að eyða fleiri orðum á það, hef skrifað um þessi stóriðjutrúarbrögð áður.  Þú getur lesið gagnrýni mína á þessa trú í pistli mínum um AGS í hnotskurn þar sem ég ræði á hvað forsendum hagvöxtur byggist.

Ég byggi þessa greiningu mína á föktum, ekki ostakenningunni.  

Þú mátt ræða um þá í þeim pistli, ég held mig frá ostunum hér.

Bið að heilsa suður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.3.2011 kl. 11:57

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

niðurskurður sem leiðir til uppsagna er talið nauðsýnleg aðgerð. hvað viltu gera í staðinn. hækka skatta?

útgreiðsla séreignarsparnað er ekki peningaprentun í hefðbundum skilningi en ég skil hvað þú meinar. það er verið að taka sparifé framtíðar og nota það í dag. m.a útaf vg hefur komið í veg fyrir erlendar fjárfestingar og haldið atvinnulífinu í gíslingu

vaxtahækkunin var léleg ákvörðun... útaf gjaldeyrishöftunum.

skattahækkanirnar koma frá vg og steingrími ekki ags

þessar afskriftir sem áttu ekki að kosta neitt.... kosta bara helling sbr nýleg frétt um að íbúðarlánasjóður þarf rúmlega 40 milljarða fra okkur skattborgurum til að fjarmagna 110% leiðina.

það er ekki mikið að fara að umhverfislögum þegar sjálfur umhverfisráðherra fær dóm á sig frá hæstarétti.

það er alvita mál að vg er á móti álverum... og svo get ég líka nefnt einkasjúkrahús og eca flugverkefnið. og fleiri verkefni.

þú kennir ags um afglöp sem VG standa fyrir t.d hækka skatta og "you aint seen nothing yet" skattastefna steingríms.

en það er að sjálfsögðu þægilegt að kenna vondu útlendingunum (ags) um allt sem misferst í þessu þjóðfélagi.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.3.2011 kl. 20:10

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ Sleggja mín, ég er svo syfjaður að ég aldrei þessu vant nenni ekki að skrifa langloku, ekki það að ég hef ágætlega gaman að því að spjalla við þig.  Jafnvel þó ég hafi í öðrum pistli hér í kvöld dundað mig við að færa rök fyrir að þú væri hlutdeildarglæpamaður.

Tæknilega er útgreiðslan peningaprentun, það voru ekki seðlar eða gull í sjóðum, þetta eru rafeindir, og þessar upphæðir vísa ekki á nein verðmæti í dag.  En þetta er ekki skuld við Seðlabankanna, og þarf ekki að fiffast eftir nokkra tugi ára eins og peningaprentunin.

Þú mátt klína öllu sem þú vilt á VG, það er unnið eftir skýrum samningi þar sem allt er niðurjöfrað, allar aðgerðir ríkisins eru háðar samþykki AGS, og þar fyrir utan eru þeir fúlir ef ekki er hlustað á þá.

Og eins og ég reyndi að segja þér, þá er þetta vinnuferli þekkt og til skjalfest af þeim sem hafa unnið fyrir eða með sjóðnum.

"Alvitað" eru ekki rök, ég benti þér á nokkrar staðreyndir, hefði alveg getað pistlað mjög langan um þau.  Dómurinn kemur málinu ekkert við, tafði ekki eitt eða neitt, það er fjárþörfin sem tefur, það vantar cash inn í fyrirtækin.  Og álverin skapa minna, en upp er gefið, í uppbyggingunni, veit það því ég á heima fyrir austan, og allur verktakaiðnaðurinn er gjaldþrota, fyrir utan Ístak.

Það eru engar erlendar fjárfestingar á leiðinni.  Ef þú ert að vitna í Magma, þá á fyrirtækið ekki einu sinni cash fyrir stíflugrunni.

Og eitt að lokum, ég hef haldið uppi hagfræðilegri en ekki hvað síst siðferðislegri gagnrýni á AGS.  Þú móðgar mig því mjög með því að búseta stjórni rökhugsun minni og siðferðiskennd. 

Spáðu betur í það.  Smá hint, ég formaði fyrstu skammarræðu mína gagnvart AGS áður en ég varð 25 ára, og það var áratugum á undan íslenska hruninu.  Og efnisinnihaldið er ennþá það sama.

Heyrumst Þruma, ég var fljótari að skrifa þetta en efnislengdin gefur til kynna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.3.2011 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 488
  • Sl. sólarhring: 696
  • Sl. viku: 6219
  • Frá upphafi: 1399387

Annað

  • Innlit í dag: 414
  • Innlit sl. viku: 5269
  • Gestir í dag: 381
  • IP-tölur í dag: 376

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband