21.3.2011 | 10:46
ER 1. apríl???
Á fólk að trúa því að til sé fólk í VinstriGrænum sem vill ekki fórna þjóð sinni á blóðaltari viðurstyggilegs fjármagns sem eyrir ekki samfélagi okkar í neinu???
Á fólk að trúa því að eftir stanslausar níðárásir auðleppa innan VG hafi þetta fólk gefist upp???
Á fólk að trúa því að til sé fólk með samvisku innan VG???
Svona mætti lengi halda áfram að spyrja???
Svarið kemur klukkan 11.30.
Kveðja að austan.
Segja sig úr þingflokki VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 7
- Sl. sólarhring: 69
- Sl. viku: 2647
- Frá upphafi: 1412705
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2311
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll já þetta var ég að vona því að blaðra endalaust og framkvæma ekki var þeim til vansa!
Sigurður Haraldsson, 21.3.2011 kl. 11:19
Blessaður Sigurður.
Það er langt síðan að mér var bent á að það væri ekki augljóst fyrir ærlegu deildina að yfirgefa pleisið. Þau hefðu þó þau áhrif að hindra verstu afglöpin en það hefði legið fyrir allan tímann að íhaldið væri reiðubúið í stjórn með Samfylkingunni ef VG gæfist upp.
Enda eini raunverulegi ágreiningurinn, tafirnar í stóriðjunni, og þá er ágreiningur milli Samfó og íhalds annars vegar og VG hins vegar.
En ICEsave, samstarfið við AGS, og ESB umsóknin, hefur Sjálfstæðisflokkurinn í raun haft sömu stefnu og ríkisstjórnin. Skattavælið er dæmigert stjórnarandstöðu væl, gert til að slá prik. Það hvarflaði ekki að sjálfstæðismönnum, á meðan þeir voru í stjórn, að leggja til skattlagningu séreignar, þeir töluðu reyndar gegn þeirri hugmynd.
Skýring, ekki af því að pabbi segir það, heldur AGS.
Núverandi ríkisstjórn, er ríkisstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og Íslendingar eru ekki reiðubúnir í uppgjör við þá stjórnmálaflokka sem vilja þá helreið. Þess vegna hafa Lilja og Atli svo lítið geta gert.
Þess vegna verður fróðlegt að sjá hvað nýju vígstöðu þau hafa fundið. Vonandi er hún upphafið af endir ógnarstjórnar AGS. Og upphaf uppgjörs við alræðisvald auðmanna yfir fjölmiðlum, háskólanum, stjórnmálamönnunum.
Að þjóðin segi Nei við auðræði, en já við lýðræði.
Og hefji uppbyggingu hins Nýja Íslands.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.3.2011 kl. 11:47
Þetta er mitt fólk sem ég mun kjósa í næstu kosningum. Íslenskir vinstrimenn láta aldrei framar hafa sig að fífli með því að kjósa Lýsingar- og Baugsflokk laumukapítalista á vegum stórfyrirtækja! Hugsjónamenn í stað hræsnara! Hetjur í stað svikara! Lilju í stað Steingríms!
Kalli Jóns (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 11:52
Þú ætlar greinilega að kjósa með þjóðinni Kalli.
Lýst vel á það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.3.2011 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.