18.3.2011 | 20:49
Skömm þjóðarinnar er mikil.
Við áttum að vera búin að reka bretavini frá völdum.
Við vissum að ærulaust fólk hugsar aðeins um húsbændur sína, þá Jón Ásgeir fjölmiðlamannafæðir, og Björgúlf, Hannes, Pálma, og alla hina.
Og við fengum að vita um skömm okkar, nokkrum dögum fyrir Hrun. Við fengum að vita hvernig samfélag okkar fór illa með okkar minnstu bræður, börnin sem áttu ekki í önnur hús að venda, en okkar.
Þar var þeim misþyrmt, þar voru þau kúguð, og þar var þeim nauðgað.
Það er ekki hægt að bæta fyrir það sem gerðist. En það er hægt að viðurkenna sekt okkar. Og bæta fyrir brotið.
En fyrst þurfum við að losna við ómennin sem stjórna landinu í dag, þau hugsa bara um breta, og auðmenn.
Ekki um fólk, eða um bætur til þeirra barna sem við brugðumst.
Ríkisstjórnin hefur brugðist í öllu sem skiptir máli, í mennsku og mannúð. Hennar eina takmark er að bjarga fjárhag auðmanna og fjárbraskara.
En ef við látum hana svíkja í Breiðuvík, þá erum við endanlega búin að glata öllu, allri mennsku og mannúð.
Viljum við það???
Það er ekki nóg að segja Nei við ICEsave.
Við þurfum líka fólk til að stjórna endurreisn landsins.
Látum ekki ómennin traðka allt í svaðið.
Við segjum Nei við ICEsave. Og við náum sátt við börnin sem við brugðumst.
Við erum fólk.
Kveðja að austan.
Nefndarmenn fá meira en þolendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 147
- Sl. sólarhring: 950
- Sl. viku: 5878
- Frá upphafi: 1399046
Annað
- Innlit í dag: 126
- Innlit sl. viku: 4981
- Gestir í dag: 123
- IP-tölur í dag: 123
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ómar minn, rosalega ertu duglegur og fylginn þér, það kann ég vel að meta. Okkur kann að greina á um sitthvað, en hvaða máli skiptir það þegar upp er staðið?
Ég er Man. Utd. maður eins og þú, en það þýðir engan veginn að ekki geti ég glaðst yfir góðum árangri annarra liða. Víðsýni er kostur, en ekki löstur.
Virðing fyrir skoðunum baráttumanna er jafn mikils virði og baráttan sjálf.
Nú skil ég þitt innlegg að hluta hjá mér í dag.
Þér er farið að líða eins og hrópandanum í eyðimörkinni.
Eins og manninum sem átti fáa viðmælendur, en upplifði sjálfan sig á eintali á við brimið í fjöruborði heimsins, frekar en að þagna og leggja niður skottið.
Svo er ekki í þínu tilfelli.
Margir hlusta á þig - með athygli.
Ég er einn þeirra.
Kveðja til þín og þinna!
Stattu þig strákur!
Björn Birgisson, 18.3.2011 kl. 22:14
Sæll Ómar. Ég skil boðskap þinn sem slíkan að við eigum að bæta þann skaða, sem samfélag okkar hefur ollið þegnum okkar, skaða sem okkur ber sannarlega skylda til að bæta samborgurum. Þessu er ég algerlega sammála.
Hér með er þessum skrifum,þá samþykki ég að samfélagið setji allar þær krónur til barna og unglinga,barna og unglinga,einnig einstaklinga, sem hafa orðið undir í baráttu meðal jafningja í Íslensku samfélag. Allra þeirra, sem eru enn að berjast fyrir tilverurétti sínum, alla þá fjármuni sem Bretar og Niðurlendingar vilja krefja okkar þjóð um.
Þeim fjármunum mun vera betur varið til aðhlynningar brotinna einstaklinga, heldur en gírugra kúgara á hendur Íslenskrar þjóðar.
Við skulum ekki gleyma hugulshætti Breta og Hollendinga og ESB og samvinnu þeirra um að hnésetja okkur 300.000. í þágu 500.000.000 einstaklinga sem búa undir þeirra eigin kúgun ESB. Þetta er hugulsháttur um að geta ekki horft í eigin barm og getuleysi, þegar vá bar að dyrum.
Við eigum ekki heldur að gleyma því hvernig á málum hefur verið haldið í þessu ICESAVE máli að hálfu okkar valinna fulltrúa. Lýðræðislega kjörna. Ha, ha.
Kannski eigum við bara ekkert betra skilið.
Kannski eru við ekki með betra fólk til að kjósa til valda. (Ég hallast að því )
Aðra eins vitleysu hef ég aldrei upplifað, þó kominn á sextugsaldur. Hvernig á að réttlæta þessa upp á komu. Er það hægt nema setja heimskustimpil á samfélagið.
Ég spyr. Rúmlega 50% vilja samþykkja að greiða skuldir sem þeim ekki ber ekki skylda til.
Það liggur beinast við að ég sendi Gíroseðla á alla íslendinga og bið þá að borga amk. helming upphæðarinnar og þá geti fólk andað léttara og ég mun láta eftirstöðvarnar falla niður. Ég held að það gæti gengið miðað við hvernig almenningur hefur tekið á þessu máli við spyrjendur um JÁ eða NEI um ábyrgð þess.
Eggert Guðmundsson, 18.3.2011 kl. 22:30
Þegar ég sagði "hugulsháttur" á ég reyndar við heygulshátt. Ég vona að það hafi ekki vakið misskilning.
Eggert Guðmundsson, 18.3.2011 kl. 22:41
Blessaður Björn.
Bloggið mitt er frekar einfalt, það snýst eða réttara sagt snérist um þrjá megin pósta.
Hreyfiaflið var hryðjuverkaárás breta sem gerði mig það reiðan, að ég varð að tjá mig. Síðan hefur ICEsaver verið rauður þráður í orðsins fyllstu merkingu, ég sé rautt þegar það kemur til tals, og hef aldrei borið á móti því.
Örlög þjóðar okkar er annað megin þema, og þá Óráð AGS sem útgangspunktur, og þá í andstöðu við þau. Þar er þráður sem ég gerði upp hug minn áratugum áður, þegar ég var rúmlega tvítugur, og var að móta mína þjóðmálaskoðun, ef svo má að orði komast. Í gagnrýni minni á AGS hef ég alltaf verið sjálfum mér samkvæmur.
Þriðja hreyfiaflið, sem var áberandi fyrsta árið eða svo, var ótti minn við framtíðina, mér fannst Hrunið opinbera öfl sem tilheyrðu goðsögnum, um uppgjör og ógnarátök. Og þar sem ég var nýorðinn pabbi, þá fannst ég að ég yrði að reyna. Í því ljósi verður að skoða blogg mín um sannleiksnefnd, jákvæða hugsun sem skapar Nýtt Ísland, og svo framvegis. Minnir að ég hafi talað um Byltingu byltinganna, eitthvað sem við, hinn nafnlausi maður, þurfum að hugsa um, að taka afstöðu, og segja Nei við tortímingaröflin.
En stríðið við ófétin varð ofan á, hitt svona fjaraði út.
Allan tímann þá hef ég samt átt það til að vera einlægur, þá á ég við, að ég hef skrifað frá hjartanu, ekki baráttunni. Þú veist það mæta vel að ég er ekki alltaf sanngjarn þegar ég er í stríði, og ég er eiginlega alltaf að stríða, og þá stríði ég líka mjög mikið. Oft reyndar mikil alvara á bak við, en samt, útgangspunkturinn er stríð, og stríðni, og verður að takast sem slíkt.
Ég á ekki marga pistla sem ég get sagt að ég hafi algjörlega meint það sem segi, í þá því samhengi sem ég set hugsun mína í. Og þegar það gerist, þá hefur það oft tekið á, það er það er erfiðara að vera sannur en stríðinn, líklegast vegna þess að mér hættir svo til að sjá hlutina frá svo mörgum sjónarhornum, að ég á jafnauðvelt að vera með, eins og á móti.
En það eru mál þar sem það á ekki við, þar sem eitthvað skiptir máli, og ég gantast ekki með.
Kannski fór ég yfir þau mörk í þessum pistli, það var ekki sanngjarnt að setja í það samhengi sem ég gerði. Ég er ósáttur við að kreppan dragi úr sanngjörnu uppgjöri, og ég hef tjáð þá skoðun mína áður. Meira að segja í pistli sem ég er ánægður með, trúði að ég legði eitt lítið snjókorn í þann bolta sem þyrfti að renna af stað til að eitthvað réttlæti yrði hlutskipti Breiðavíkurdrengjanna að lokum.
Þessi pistill minn núna tjáir eiginlega vonbrigði yfir getuleysi mínu að hafa einhver jákvæð áhrif á umhverfi mitt og samfélag. Ég vildi að umræðan væri í öðrum farvegi en hún er. Og að stundum gæti einstaklingurinn haft jákvæð áhrif.
Ég vildi að það væri sátt við þá sem við brugðumst á sínum tíma. Ef það væri þá væri eitthvað, eitthvað sem hefði tekist vel til eftir hrun. En það er ekki, en það er ekki flokkspólitískt, stjórnmálamenn okkar vilja vel, en þeir hafa ekki kraft til að hefja sig upp úr dægurþrasinu og sameinast um það sem máli skiptir.
Heiðarlegt uppgjör við börnin sem samfélagið brást á sínum tíma, gæti verið upphaf einhvers betra, einhvers jákvæðs skrefs sem skilaði sér síðan í öðru.
En það er ekki þannig, þessi færsla mín er dæmi um það. Hún er svona öfug nálgun, sett fram sem liður í gagnrýni á stjórnvöld sem ég vill að víki, og þá á ástæðum sem ég hef alltaf skilgreint sem lykilatriði ef einhver framtíð á að verða hér á landi. Þú þekkir það Björn, ég vil losna við stórauðvaldið og fá hinn venjulega mann aftur í öndvegi. Losna við AGS, og ulla framan í alla sem kúga og ræna.
En mér hefði þótt vænna um að þetta væri í lagi, að við hefðum samvisku til að gera rétt í þessu máli. Og ég ætla að það hafi verið reynt, en kerfið er eins og það er, smásálarlegt og sjálfhverft. Og ég skal viðurkenna að Jógríma á engan þátt í niðurstöðunni, þó ég setji fram gagnrýni á hana. Ég er bara mannlegur, hegg þegar ég sé höggstað.
Og hef samviskubit yfir því, og skrifa þetta innslag svona sem yfirbót.
Stundum finnur maður fyrir smæð sinni Björn, því miður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.3.2011 kl. 23:38
Blessaður Eggert.
Ég skal játa að ég skil þetta ekki heldur, en viðurkenni að sumir sjá hlutina með öðrum augum en ég. Í mínum huga er þetta samt grundvallarmál sem ég gef ekki afslátt á. Og þá er ég að tala um ICEsave kúgun breta, jafnvel þó þeir hefðu öll lög heimsins sér að baki, þá væri ég samt á móti eftir atburðina 6. okt (að mig minnir, en ég er gleyminn á dagsetningar) 2008. Þá varð ég reiður, er reiður, og verð reiður þar til þeir hafa beðist afsökunar á aumingjaskap sínum.
Það er margt sem má bæta í þessu samfélagi, sem eðlilegt er, lífið er jú ekki fullkomið. Og Hrunið kom illa við marga. Ég hef alltaf litið á það sem hamfarir, líkt og eldgos eða risa jarðskjálfta. Hef viljað að við gerðum það upp á þann hátt að við stæðum saman, og gerðum öllum kleyft að lifa með reisn, óháð skuldum, atvinnumissi eða annari óáran.
Líklegast óraunhæfar væntingar, viðurkenni það.
En sumt verður að gera, eitt af því er að horfast í augun á sjálfum sér, játa að manni ber skyldu til að bæta fyrir brot fortíðar. Þau voru örugglega ekki framin af illvilja, tíðarandinn og samfélagið var bara svona. Og ekkert nema gott um það að segja, margt fór örugglega betur en verr, mörg börn fengu skjól frá óbærilegum aðstæðum, og fengu umönnun og gott atlæti.
En önnur ekki. Og við eigum að horfast í augun á þeim, biðjast afsökunar, og reyna að bæta úr. Gera rétt, vera mennsk, hjálpa þó seint sé.
Ég veit ekki um kostnaðinn en ég veit að hann er viðráðanlegur, og ekkert getur réttlætt að hann sé ekki reiddur að hendi. Þetta voru börn, og við brugðumst þeim. Ég er ekki að leita að sökudólgum, ég vil manndóm, og réttláta lausn.
Lausn sem aðilar málsins eru sáttir við.
Sú sátt er eini útgangspunktur málsins.
Mér finnst hún ekki vera til staðar í dag. Og því þarf að breyta.
Ekki þeirra vegna, heldur okkar vegna.
Það er kjarni málsins.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.3.2011 kl. 00:01
Sæll Ómar.
Þú ert stór maður. Ég hef lesið þinar hugleiðingar og þú átt marga fylgismenn. Það eru allt of fáir sem skrifa til þjóðarinnar um hlutina eins og þeir eru. Ég er einn af þeim. Ég reyni af öllum mætti að koma skoðunum mínum á framfæri með þátttöku í umræðunni á þessum miðli ásamt að ræða og ryfja upp öll þau gildi sem ég var alinn upp á og ég áframsendi til minna barna, og núna barnabarna.
Þú ert í baráttu við óréttlæti og það tapar ávalt. Samviska manns er sterkasta vopn hans í samfélaginu.
Haltu áfram
Eggert Guðmundsson, 19.3.2011 kl. 00:02
Geri orð Eggerts Guðmundssonar að mínum, ef það er honum að meinalausu. Ótrúlegur ertu, Ómar Geirsson, sannur baráttumaður. Án baráttumanna ættum við ekkert þjóðfélag. Baráttumenn til vinstri eða hægri eiga jafnan sess í mínum huga. Án baráttunnar er ekkert. Ládeyða. Engin þjóðarskúta siglir, ef enginn vindurinn er í seglin. Þakka þér kröftug skrif.
Björn Birgisson, 19.3.2011 kl. 01:36
Baráttumenn fyrir réttlæti og sanngirni eru allt of fáir á Íslandi í dag, því miður...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.3.2011 kl. 03:14
Einmitt, Jóna mín Kolbrún. Af þeirri ástæðu fögnum við Ómars skrifum.
Helga Kristjánsdóttir, 19.3.2011 kl. 03:36
Breiðuvík var afleiðing stjórnsýslufyrirlitningar á fjölskyldum sem voru fórnalömb stéttar mismunar í kreppu aðstæðum í líkingu við það sem við upplifum núna. Það er fullt af börnum sem þjáist fyrir foreldra sína. Andlegt ofbeldi er líka til skammar. Við erum heldur ekki búin að sjá fyrir endann á vaxandi þrengingum. Icesave er ekkert annað en réttlæting á því að níðast á þeim sem minna mega sín.
Júlíus Björnsson, 19.3.2011 kl. 04:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.