Raunveruleikinn afhjúpar enn eina rangfærslur ICEsavestjórnarinnar.

 

Þjóðsöguna um hagvöxt.

Þegar ICEsave samningurinn var kynntur í lok síðasta árs, þá talað forsætisráðherra og fjármálaráðherra um að kreppunni væri lokið, hagvöxtur væri hafinn.

Greining Íslandsbanka segir að "ekki séu þó enn skýr teikn á lofti um að vöxtur sé hafinn að nýju í hagkerfinu." 

 

Við skulum athuga að efnahagsáætlun AGS leyfði eftirspurnaraðgerðir fyrstu tvö árin eftir kreppu svo ég vitni í Þorvald Gylfason hagfræðiprófessor.  Þessi 2 ár eru liðin, núna á að ná jafnvægi í fjárlögum hins opinbera, nú á að fara að greiða niður skuldir.

Eftirspurnaraðgerðunum tókst að hamla það gegn kreppunni að samdrátturinn var ekki nema 3,5% á síðasta ári.  

En í dag sitjum við uppi með þau atriði efnahagsáætlunarinnar sem sannarlega dýpka kreppur, samdráttur, niðurskurður, aukið atvinnuleysi.  Og til viðbótar skýr kreppumerki í alþjóðahagkerfinu.

 

Samt eigum við að samþykkja ICEsave því krónan styrkist.  Styrkist vegna hagvaxtarins sem er framundan.  Sá hagvöxtur er vegna aukningu í einkaneyslu segir spádeild Seðlabankans. Útlitið er það gott að bankinn hefur nýlega bætt í spá sína, að væntur hagvöxtur þessa árs fari úr 2,2% í 2,8%.

Vegna aukningar á einkaneyslu.  

Og hvernig tryggir ríkisstjórnin þessa aukningu.  Jú, hún hækkar skatta og svo mun olíuverðshækkun auka drifkraft einkaneyslunnar.  Ekki má heldur gleyma uppsögnum hjá hinu opinbera, Seðlabankinn telur að atvinnulaust fólk eyði meira en fólk með vinnu, hefur sjálfsagt eitthvað með frítímann að gera.

 

Öfugmæli, ekki þegar kemur að því að sannfæra þjóðina um að ICEsave samningurinn feli í sér litla sem enga áhættu.  Fari jafnvel niður fyrir 32 milljarða vegna hagstæðs útlits, bæði innanlands og utan.

En þessar öfugmælavísur hafa áður verið kveðnar, og þá af meira krafti þegar átti að sannfæra þjóðina um að væntur hagvöxtur áranna 2010-2016 átti að greiða 507 milljarða ICEsave samning Svavars Gestssonar.  Þetta sagði til dæmis í skýrslu Hagfræðistofnun Háskólans:

 

"Hagvöxtur frá 2010-16: VLF eykst um 23% á tímabilinu, sem jafngildir 3,6% árlegum meðalvexti. Eftir það er gert ráð fyrir 3% vexti á ári. ".

Já, svona var spáin en raunveruleikinn  fyrir síðasta ár var samdráttur uppá 3,5%.  Og engin teikn um að vöxtur sé hafinn á ný segja Íslandsbankamenn.  Hafa þó reynt sitt besta til að tala hagvöxtinn upp fyrir ICEsave stjórnina.  En núna treysta þeir sér ekki til að ljúga.

Það er enginn hagvöxtur framundan, aðeins hrikaleg óvissa og versnandi ytri sem innri skilyrði.

Samt er þjóðinni sagt að allt sé í himnalagi og ekkert mál að samþykkja ICEsave.  

 

Mikil er ábyrgð þeirra sem ljúga svona.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Ekki skýr merki um hagvöxt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 2649
  • Frá upphafi: 1412707

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 2313
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband