Loksins kominn flötur að sátt í ICEsave deilunni.,

 

Sátt sem er bæði lögleg og verður ekki felld fyrir dómi eins og núverandi ICEsave samningur, og skapar frið um málið meðal þjóðarinnar.  

Sátt þar sem báðir aðilar gefa eftir, þeir sem vilja semja við breta til að halda friðinn, og þeir sem vilja ekki láta glæpamenn (fjárkúgun er glæpur og þeir sem standa fyrir henni þar að leiðandi glæpamenn) fá krónu nema að undangengnum dómi.

Forsendur sáttarinnar eru upplýsingar sem komu fram í kvöldfréttum sjónarvarps núna í kvöld.  Þar stóð stórum stöfum, "FELLUR Á RÍKISSJÓÐ", fyrir neðan, "32 milljarðar í stað 47 milljarða".

Og  hver nennir að rífast endalaust um 32 milljarða????  Mér er bara spurn.

Sérstaklega má skoða þá upphæð í því ljósi að hún gerir mörg hundruð milljarða króna AGS lánið nánast óþarfa því upphæð AGS lánsins og upphæð Svavars samningsins var grunsamlega lík.

Sáum því lán hjá AGS upp á 32 milljarða og málið er dautt.   Steindautt.

 

Vissulega er ákveðinn hængur á, eins og er á öllum góðum lausnum, sumt er of gott til að vera satt.  

Og hængurinn í þessu máli eru þau mistök samninganefndar Íslands að skrifa upp á ríkisábyrgð á 640 milljörðum, auk ýmissa tilslakana gegn íslenskum lögum í sambandi við útdeilingu úr þortabúum þar sem seinni krafa breta var gerð jafnrétthá þeirri íslensku.

Svo er ríkisábyrgð ólögleg samkvæmt EES samningnum og því ljóst að ef þjóðin samþykkir þessi mistök þá mun Evrópudómurinn dæma hann ólöglegan og fella hann úr gildi.  Og málið því ennþá hangandi yfir þjóðinni og alltaf sú hætta að Svavar yrði sendur út á ný til að semja.

Einnig er ljóst að bretar vildu ekki eingreiðslu upp á þessar 47 milljarða sem ríkissjónvarp okkar segir að samninganefndin hafi ætlað að skrifa upp á.   Og það sé skýring þess að skrifað hafi verið upp á þessa 640 milljarða.  Það var sem sagt ekki óvart, heldur vegna einhverrar vantrúar breta.

 

Og þar með kemur snilldin við tillögu mína.

Með því að afhenda bretum 32 milljarða þá er ljóst að ekki er um ólöglega ríkisábyrgð að ræða, eins mun slíkur gjörningur upp á fasta upphæð líklegast sleppa i gegnum íslenska dómskerfið.

Eftir stendur þessi vantrú breta.

Og hana er auðvelt að sigra.

 

Ef nógu margir sem trúa á að ICEsave bagginn verði ekki nema 32 milljarðar samkvæmt ICEsave 3, skrifa upp á sjálfsskuldarábyrgð fyrir öllum sem fellur til umfram þessa 32 milljarða, þá ættu bretar að samþykkja.  Líkurnar á að upphæðin verði hærri, eru hvort sem er næstum engar.  Í raun miklu meiri að hún verði lægri.

Þess vegna er það í raun engin áhætta fyrir sanntrúaða að skrifa upp á og sýna viljann sinn í verki.  Sanna það í eitt skipti fyrir öll hvernig alvöru fólk tekst á við mál og stendur við sína sannfæringu.  Það mætti hugsa sér samkomu í Þjóðmenningarhúsinu þar sem Steingrímur, Jóhanna, Bjarni  auk félaganna Villa og Gylfa, skrifa undir sjálfskuldarábyrgðina og afhenda breska sendiherranum.  

Síðan er það stuðningsmanna þeirra í flokkunum og meðal atvinnurekenda og í verkalýðshreyfingunni að fylgja vilja forystufólks síns eftir og skrifa upp á líka.  Dreifa þannig ábyrgðinni.  

Það mætti jafnvel hugsa sér söfnun í sjónvarpssal þar sem starfsmenn ICEsave fjölmiðlanna skrifa undir, með þá Svavar Halldórsson og Jóhann Hauksson í fararbroddi, og síðan yrði samfelld dagsskrá næstu klukkutímana og viljugir hringdu inn nafn og kennitölu.

 

Ef bretar taka ekki mark á þessu, þá er ljóst að þeir vilja ekki semja, þeir vilja deilu, deilunnar vegna.

Og geta þá átt  það sem úti frýs.  Eða látið dæma sig fjárkúgara fyrir dómi.

Um vilja hinna viljugu þarf ekki að efast.

Hinir óviljugu ættu að meta sáttina einnar messu virði.  Eins mætti hugsa sér það sem gulrót, að ef þrotabú Landsbankans reynist meira virði, og endanleg upphæð yrði minni en þessir 32 milljarðar, að þá myndi sú upphæð renna í ríkissjóð.

Eftir stendur þá eitt.

 

Af hverju leggja menn ekki þessa sátt til???

Vilja menn deila endalaust um ICEsave, eða alveg þar til þjóðin fellir samninganna, eða þá dómsstólar ef ICEsave yrði að lögum.

Er ekki tími til kominn að þeir sem segja áhættuna óverulega, að þeir axli ábyrgð á orðum sínum og leysi þessa deilu???

Eftir hverju er verið að bíða????

 

Hver vill vera fyrstur?

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Húsfyllir á opnum fundi um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Hm ................

Björn Birgisson, 2.3.2011 kl. 21:19

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Þetta er allt í lagi Björn, þú þarft ekki að skrifa upp á, enda efasemdarmaður undir niðri.

Hinir trúuðu eru nógu margir til að bretar taki glaðir við sjálfsskuldarábyrgðinni og upp hefst nýr blómatími í samskiptum þjóðanna.

Alveg þar til að við stefnum þeim fyrir hryðjuverk og fjárkúgun en það er önnur saga, og verður skrifuð seinna. 

Fyrst þarf að klára ICEsave bókina.

Svo má reynar bæta við að ég reikna með að þurfa semja um víðari tengingu við símann þegar hinir sanntrúuðu uppgötva snilldina og þyrpast inná þessa síðu  til að segja, ég er með, ég er með, við sögðum það allan tímann, ICEsave nær varla 32 milljörðum.

Heiðursæti fær nafni minn Kristjánsson, hann hefur lengi beðið eftir sáttartón frá okkur ICEsave andstæðingum.  Ég bíð bara eftir að hann mæti hér glottandi og segi við mig; "sagði ég ekki!!!".

Og ég mun una honum þess, um leið og hann skrifar uppá.'

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.3.2011 kl. 22:03

3 Smámynd: Björn Birgisson

Hm ..................

Björn Birgisson, 2.3.2011 kl. 22:15

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Jæja, ég tek því þannig að þú sért að spá.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.3.2011 kl. 22:23

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skemmtilegur ertu, Ómar, grínast með þetta gamblaralið.

Önnur lausn gæti verið í því fólgin, að samninganefndin, 44-menningarnir á Alþingi, að ógleymdum Svavari og Indriða og Hugni (Huginn heitir hann, BA-heimspeki-sérfræðingurinn sem Stgr valdi sem sína hægri hönd á seinni metrunum) og Vilhjálmi Egilssyni og Gylfa Arnbjörns og öllum í forystu ASÍ, SA, SI og Starfsgreinasambandsins, að ógleymdum prófessor Þórólfi Matthíassyni, sem sé, að allir þessir og aðrir sammála þeim (ca. 2+% þjóðarinnar) stofni til félags sem gefi út sjálfskuldarábyrgð fyrir öllu því, sem umfram verður 32 milljarða greiðslu vegna þessarar gerviskuldar. Þjóðin vill ekkert með þetta hafa.

Þetta er innlegg minn við annað blogg um málið:

Sammála, Vilborg. Treystum engu gambli. Af hverju lá þeim svona rosalega á? Af hverju gátu þeir ekki beðið sumarsins og úrslita dómsmála? Og af hverju höfnuðu Bretar 48 milljarða kr. eingreiðslu? Þeir höfðu kannski aðgang að þeirri brezku endurskoðunarskrifstofu, sem ein fekk aðgang að gögnum skilanefndarinnar, gögnum sem jafnvel eiðsvarnir fjárlaganefndarmenn okkar fengu EKKI aðgang að! Bretar veðja greinilega á, að þeir fái mun meira út úr þessu en skilanefndar- og samninganefndarmenn okkar láta í veðri vaka ...

Með góðri kveðju austur,

Jón Valur Jensson, 2.3.2011 kl. 22:32

6 Smámynd: Björn Birgisson

Er JVJ mættur? Góða nótt Ómar minn!

Björn Birgisson, 2.3.2011 kl. 22:41

7 Smámynd: Ragnar Einarsson

Gott að þú ert ekki á þingi.  32 milljarðar kvittum bara og málið dautt?

held samt það sé slæmt fyrir lýðræði í heiminum að þetta fari ekki fyrir dómstóla,,vill vita hvort einkafyrirtæki hafi lagalega kröfu á almenning?

Ekki mínar skuldir og neita að borga og samþykki ekki ríkistjórn sem ábyrgist þetta kjaftæði.

Ragnar Einarsson, 3.3.2011 kl. 00:12

8 Smámynd: Ragnar Einarsson

þetta er 100.000 beint úr allra Íslendinga vasa.

Ragnar Einarsson, 3.3.2011 kl. 00:16

9 Smámynd: Elle_

Hann var að hæðast, Ragnar.  ICESAVE-SINNARNIR (Ómar Geirsson er ekki einn af þeim) sem ólmir vilja borga nauðungina geta skrifað undir sjálfsskuldarábyrgð og farið að borga eins og þeir hafa verið að heimta af okkur.  Og haldið okkur hinum utan við það.

Elle_, 3.3.2011 kl. 01:27

10 Smámynd: Björn Birgisson

Hm .................

Björn Birgisson, 3.3.2011 kl. 01:31

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón Valur.

Þetta er eiginlega eina spurning sem ég svara ekki á þessu bloggi.  Sagði þó einu sinni þegar á mig var gengið, að mér hefði verið full alvara með einn pistil hjá mér, um Breiðavíkurdrengina, en út frá þeirri fullyrðingu er ekki hægt að álykta um aðra.

Spurningin ætti frekar að vera, er þeim alvara sem slá því fram að ICEsave "bagginn" sé kominn niður i 32 milljarða.

Miðað við undirtektirnar við þessa lausn, sem leysir ICEsave deiluna, í eitt skipti fyrir öll, þá virðast mjög fáir, mjög fáir trúa hinum hlutlausa ríkisfjölmiðli.  Allt þetta lið sem plagar netheima í þágu breskra hagsmuna, virðist nota þessa 32 milljarða sem agn fyrir hrekklausar sálir.  Og það er mjög ljótur leikur.

En einn efasemdarmaður mætti, og annar sem sá eftir þessum 32 milljörðum.

En enginn sem sagði, "ég stend við orð mín".

En þetta með þetta heiðursfólk sem þú leggur til að sjái um það sem hugsanlega ólíklega vildi til að yrði umfram 32 milljarðana, að um það má eitt segja, bretar tækju það ekki gilt.

Því miður, því þá væri málið líka steindautt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.3.2011 kl. 07:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 31
  • Sl. sólarhring: 666
  • Sl. viku: 5315
  • Frá upphafi: 1326861

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 4715
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband