Leikritið að sama tíma að ári í fullum gangi.

 

Allt endurtekur sig, líka skoðanakannanir.

Fyrir ári síðan birtu auðmiðlar skoðanakönnun nokkrum dögum eftir að Ólafur forseti hafði vísað ICESave 2 til þjóðarinnar.  Þeir voru kanna hvort hræðsluáróður virkaði.  

Og já, hann virkaði, og um leið þá virkjuðu þeir hina ólíku hópa ICESave andstöðunnar sem lögðu nótt við dag að koma réttum upplýsingum áleiðis.  Að lokum endaði leikurinn 98-2 fyrir þjóðina.

 

Það eina sem hefur breyst núna er nýr liðsmaður fjárkúgunar breta sem kom með nýtt eldsneyti í hræðsluáróðurinn, "hina hræðilegu réttaróvissu", það eru til dæmi í mankynssögunni að frjálsir dómar dæma ekki eftir lögum.  Hver þau eru veit samt enginn, en alveg satt, þeir gætu það alveg, alveg satt.

Og hættulegustu andstæðingar þjóðarinnar eru ekki lengur fjölmiðlar Jóns Ásgeirs, heldur fyrrum liðsmenn IcEsave andstöðunnar sem nota trúverðugleika sinn til að segja ábúðafullir, "dómsmál" gæti tapast.  Þetta segja þeir í ríkissjónvarpinu, þetta segja þeir hér í Netheimum, og vissulega hefur þeim tekist að rugla góðviljað fólk á þann hátt, að það trúi tröllasögum. 

Að dómsstólar dæmi ekki eftir lögum.

 

En dómsstólar dæma eftir lögum.  Þess vegna hafa bretar ekki gert eina einustu tilraun til að lögsækja Íslendinga, við hverja höfnun okkar, þá hafa þeir slegið af kröfum sínum en um leið beðið ESB um að hjálpa sér við kúgunina.  Vita eins og er að það liggja þræðir frá Brussel í fleiri flokka en Samfylkinguna.

Og ICEsave kúgun breta er eins ólögleg eins einhver fjárkúgun getur verið.  Aðeins fólk án jarðsambands við heilbrigða skynsemi segir að það sé óvissa um niðurstöðu dómsstóla.

Halda menn að á tímum hinnar ströngu bresku meiðyrðalöggjafar að 2 helstu viðskiptatímarit heims, þau Wall Street Jornal og Financial Times, myndu segja undanbragðalaust að krafa breta væri ólögleg, að hún væri kúgun.

Halda menn að það sé einhver tilviljun að bresk stjórnvöld bregðist ekki við, þegi.  Við skulum athuga að í heimi viðskiptanna les enginn Jóhann Hauksson eða hlustar á Sigrúnu Davíðsdóttur.  Bretar virðast ekki getað vísað í neina fjölmiðlamenn sem taka málstað þeirra, nema á Íslandi.

 

Og af hverju er þetta þannig???

Jú, það þarf meiriháttar fífl til að segja, að það sé óvissa i dómsmáli þar sem lögin eru skýr.  Og þegar einhver vitnar í lagaálit sérfræðinganefndarinnar því til stuðnings að mikil hætta sé á að dómsmál tapist, þá er hinn sami að ljúga. 

Orðrétt stendur þar um hættuna við að bretar ynnu mál um endurgreiðslu á allri ICEsave skuldinni, og þá vegna meintrar mismunar segir sérfræðinganefndin, "Telja verður að erfitt geti verið að ná fram dómi um ábyrgð íslenska ríkisins á innistæðum umfram þá fjárhæð".  Hinsvegar er það rétt að skiptar skoðanir eru í nefndinni um hvort hægt sé að krefja íslenska ríkið um lágmarkstrygginguna eins og kveðið er á um í tilskipun ESB.  Skýring þess er að í nefndinni eru lögfræðingar sem hafa haldið slíku fram, en aldrei rökstutt einu orði.  Enda er það aðeins sagt í álitinu, en engin lagarök fylgja þeirri skoðun.

Enda ekki hægt, sjálf framkvæmdarstjórnin hefur sagt afdráttarlaust að svo sé ekki, þá sé engin ríkisábyrgð á tryggingasjóðnum.  Og hvorir skyldu hafa rétt fyrir sér??? 

Íslenskir lögmenn sem rökstyðja ekki skoðun sína eða þeir sem sömdu reglurnar????????

 

Það er því ekki spurning, þegar staðreyndir málsins síast inní þjóðina, þá mun hafna þessari fjárkúgun eins og þeim fyrri.

Það eru engin dæmi til í heiminum að fólk standi ekki með framtíð barna sinna.  

 

Mikil er flokkstryggð margra, en þegar á reynir er tryggðin við börnin meiri.

Fólk samþykkir aldrei fjárkúgun sem bitnar á börnum þess.

 

ICEsave er tapað mál fyrir þríflokkinn.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Meirihluti segist styðja Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

altaf flottur Ómar þú ættir að vera á þ í n g, nei þá fengjum við aumingjarnir ekkert að lesa takk.

gisli (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 07:31

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður gísli, ég er á skilorði, á að vera úti að labba.  Svona var þetta líka í fyrra, það þurfti að hamast dag og nótt gegn röngum fréttaflutningi, og Búmm, alltí einu hlustaði enginn á bullarana.

Máttur Netsins er mikill, ekki bara við að losna við spilltar einræðisstjórnir, heldur líka til að eyðileggja hefðbundið vopn stjórnvalda, einokun umræðu í fjölmiðlum.

En mér finnst þetta vera að koma, og það óvenjufljótt.  Réttar upplýsingar streyma að úr öllum áttum, og sem fyrr þá munar um stuðningsmenn okkar erlendis.  Ég hef það meira að segja á tilfinningunni að sumir vitgrannir á Ruv séu að fá vitið.  Spurningar eru beittar, lýsa efa og Helgi Selja er gengin til liðs við þjóðina.  Jafnvel heiladauðinn á morgunútvarpi Rásar 2 er farinn að lifna við, merki um líf sjást á heilalínuritinu.

Ég held að eina spurningin í stöðunni sé hvernig þingmenn Sjálfstæðisflokksins finni leið til baka inn í flokkinn.  Hún verður spúkí skýringin, en eftir nokkrar vikur, jafnvel er styttra í það, þá muni einhver, mjög ábúðafullur, tilkynna að dómsstólar dæmi eftir lögum.  

Og eina sáttin sé ákvörðun sem byggist á lögum.

Þessi þjóðaratkvæðagreiðsla fer líka 98-2, ef hún verður ekki dregin til baka áður.

Atvinna þessa fólks er í húfi, og það reynir ekki að ná endurkjöri undir kjörorðinu, fólk er fífl, sérstaklega kjósendur mínir.

Ég er ekki að djóka gísli, svona ekki undir niðri.  

Þetta er allt að koma hjá okkur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.2.2011 kl. 09:07

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Smá viðbót.

Ég  sé  jafnvel Gunnar Birgisson fyrir í mér í þessu hlutverki, hann er með svo djúpan bassa.  

Kveðja aftur.

Ómar Geirsson, 25.2.2011 kl. 09:08

4 identicon

Alltaf flottur Ómar !,  og tek undir hvert þitt orð  !   það eru nátturlega alltaf einhverjir kettlingar blindir  og verða fá að vera það !!

ransý (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 10:13

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk ransý.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.2.2011 kl. 13:57

6 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Fyrir menn sem þora að viðurkenna mistök sín, er leiðin tilbaka og á rétta braut alls ekki erfið, þar að auki öðlast slíkir jafnan virðingu, traust og aðdáun, þannig að þetta er og verður ágætist "flokkun" á músum og mönnum hjá XD Ómar !

Varðandi þrýstinginn sem nú kemur frá ýmsum fjölmiðlum af fullum þunga eins og fyrir ári síðan, sýnir það bara hversu sterkt viss öfl óttast það að samningurinn fari fyrir dóm, það yrði nefnilega stórt skref í áttina að "taka niður um" þessa "White Collar Criminals" sem alltaf hafa getað treyst á  spillta, valdasjúka og vanhæfa pólítíkusa til þess að "bjarga" þeim úr snörunni, með almannafé og ekki síst velferð og atvinnuöryggi almennings, látum þá "iða" í óttanum, bendi annars á tvö af mínum nýjustu bloggum (25feb11) um svipað efni. HÉR og HÉR.

tek þessa með líka, ein Grýlan dauð, fleiri fylgja.

MBKV til þín mæti austfirðingur, við stöndum vaktina þó tímafrekt sé

KH

Kristján Hilmarsson, 25.2.2011 kl. 20:04

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristján.

Ég held að svona skrifum eigi eftir að fjölga því svo margir sjá í hvaða ógöngur Vesturlönd eru komin.  Ef þjóðfélögin taka á sig bóluskuldir bankanna, þá verða þau smán saman annars eða þriðja flokks samfélög.  

Og boltinn er aðeins byrjaður að rúlla.  Það tala allir um lönd eins og Svíþjóð og Þýskaland, hvað þau standi vel.  En bankakerfi þeirra er á brauðfótum, vegna starfsemi og lána til landa sem geta ekki borgað til baka.  Það er enginn eyland í þessari kreppu, og við sökkvum öll ef hlutirnir eru ekki hugsaðir upp á nýtt.

Ég held að flokksforysta Sjálfstæðisflokksins sé að leita að útgönguleið út úr þeirri klemmu sem hún er í.  Straumurinn er aftur til þjóðarinnar.  Og orrustan er ekki ennþá byrjuð.  Eftir smá tíma munu koma tengingar í bloggheiminum að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla sé líka leiðin til að mótmæla svikum í skuldamálum, leiðin til að mótmæla svelti bótaþega, leiðin til að mótmæla ægivaldi Jóns Ásgeirs og félaga á fjölmiðlunum og í raun þjóðfélaginu þar sem þeir ráða svo miklu á bak við tjöldin.

Fari þessar tengingar ekki sjálfar að stað, þá mun ég mæta á fák mínum og planta þeim inn í umræðuna.  Það er svo einfalt að beina reiði fólks að þessum svikasamningum að þeir eru alltaf dauðdæmdir, jafnvel þó eitthvað væri til í fullyrðingunum um ágæti þeirra.

Og ég held að þeir sem vilja taka við af Bjarna, átti sig á því, og hann sé að einangrast.  Ég held að atvinnurekendavaldið hafi fjarlægst svo uppruna sinn með auðmannadekri sínu, að skipun þess um stuðning við Steingrím, dugi ekki til.

Við vinnum þessa deilu.  Og það mjög stórt.

Það eina sem gæti bjargað þríflokknum er að hann tæki málið úr þjóðaratkvæði, og segðist ekki semja nema dómur lægi fyrir um gjaldskyldu íslensku þjóðarinnar.  Þeir væru í engu vandræðum með að snúa sér út úr fyrri stuðning.  Þeir eru nú þegar að segja að hvítt sé svart, og margir trúa þeim, ennþá.  Það hlýtur að vera miklu auðveldara að snúa til baka, segja að svart sé svart, ekki hvítt.

Bið að heilsa út til Norge.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 26.2.2011 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 279
  • Sl. sólarhring: 829
  • Sl. viku: 6010
  • Frá upphafi: 1399178

Annað

  • Innlit í dag: 237
  • Innlit sl. viku: 5092
  • Gestir í dag: 227
  • IP-tölur í dag: 224

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband