Árni toppar sig í heimskunni.

 

"ég bendi á ummæli lögfræðinganna fjögurra sem fóru yfir það mjög vandlega fyrir fjárlaganefnd."

Lögfræðingarnir sögðu að það væri "mjög ólíklegt" að dómur félli vegna mismunar, og færðu fyrir því ítarleg rök.  Forsendur ESA um ríkisábyrgð á Íslandi, er röng, neyðarlögin endurreistu Nýtt bankakerfi, með því að aðskilja íslenska hlutann frá þrotabúum bankanna.  Í þeirri gjörð fólst engin ríkisábyrgð, og til þess höfðu stjórnvöld fulla heimild samkvæmt 46 gr. EES samningsins, eins og margítrekað hefur verið bent á.

Hvað varðar áhættuna á því að tapa dómsmáli vegna lágmarkstryggingarinnar, þá voru um það skiptar skoðanir í nefndinni.  Stefán Már Stefánsson lagaprófessor sem hefur fært fyrir því rök engin ríkisábyrgð sé á Tryggingasjóð innlána, hvað það mjög ólíklegt að dómsmál myndi tapast.  

Aðrir nefndarmenn voru ekki eins vissir, en það vekur athygli að í nefndarálitinu fjórmenninganna þá er ekki minnst orði á röksemdir þeirra fyrir því.

 

Það er ekki flókið að leiða að því líkum, að þau rök voru ekki önnur en "ég held" eða kannski voru þau "ég tel".  Enda hvernig er hægt að rökstyðja slíkt gegn skýrum lagatexta, og gegn yfirlýsingu Framkvæmdarstjórnar Evrópu sem sagði að: "Ríkisábyrgðar er því ekki krafist, hvorki óbein eða beint,".

Og jafnvel að þeir sem segja, "ég tel" hafi rétt fyrir sér, en þeir sem settu lögin, viti ekki hvað stendur í þeim, þá yrði að sækja þann rétt fyrir íslenskum dómsstólum.  Og þeir dæma eftir lögum.

Ef svo ólíklega vildi til að þeir samþykktu að "Ekki" þýðir að eitthvað er, þá er ljóst að Ísland þarf að ábyrgjast tryggingasjóðinn vegna þessara 20.000 evra, en samkvæmt tilskipun ESB þá á hann kröfurétt í þrotabúið, og þar eru til peningar fyrir þessum 20.000 evrum.

Og íslensk lagahefð dæmir ekki vexti á kröfur í þrotabú.

 

Hvað er hægt að segja um ráðherra sem bullar svona, sem getur ekki einu sinni vitnað rétt í lagaálit sem varða stærsta mál þjóðarinnar í dag???  

Er næg skýring að hann heiti Árni Páll, og að hann sé svona bara.

En allt viti borið fólk veit, að virt viðskipablöð eins og Wall Street Journal og Financial Times, þau fullyrða ekki svona nema geta staðið við það.  Annað eru gróf meiðyrði gagnvart breskum stjórnvöldum.

Og bresk stjórnvöld hafa ekki reynt að verja sig í þessu máli.  Þau þegja.

 

Þau hafa ekki vitið hans Árna Páls Árnasonar.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Áhættan af dómsmáli meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við skulum ekki gleyma að í lögfræðingahópnum voru Stefán Geir Þórisson og Dóra Guðmundsdóttir. Bæði voru með fyrstu mönnum að hrópa hátt um skyldu Íslendinga að greiða Icesave-I. Engum vafa er undirorpið að þessi tvö eru launuð hjú Evrópuríkisins. Þau hafa aldreigi haft nein rök fyrir sinni afstöðu, ekki frekar en Þistillinn Steingrímur.

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 22:55

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við erum í vondum málum að hafa svona mann í forsvari fyrir okkur!

Sigurður Haraldsson, 25.2.2011 kl. 00:05

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, Loftur, enda feitletraði ég það, það er æpandi í annars ágætri greinargerð, að rökin fyrir að málið gæti fallið gegn okkur, að þau voru engin. 

Mig minnir reyndar að þegar greinar Stefáns og Lárusar komust i hámæli, að þá hafi blaðamaður leitað til Stefán um rök til að hnekkja þeim, enda sagði Jón Baldvin að engin tæki mark á þeim í útlöndum.  Og blaðamaðurinn vildi fá að vita af hverju, hvar þeir félagar klikkuðu í röksemdarfærslunni.

Og svar Stefáns var óborganlegt, "ég hafði ekki skoðað lögin" en hann taldi að þetta væri svona.  Og síðan ekki múkk, ekki einu sinni óbeint í sérfræðinganefndinni.

Enda fullyrðir FT ekki "unlegal" nema geta staðið við það.  Og FT las ekki greinar þeirra Stefáns og Lárusar, þeir eru sjálfir læsir á lög.

En Þistillinn er ekki vandinn Loftur, heldur sá stuðningur sem hann hlaut á ögurstundu.  Og hættulegastir eru fyrrum samherjar, sem fundu rökum Steingríms allt til foráttu, alveg þar til flokksforystan gaf út dagskipun sína um hvaða skoðun flokksmenn ættu að hafa.  Þá varð allt svo óvisst.

Og margt fólk sem ekki hefur kynnt sér málið, en hlustar á samherja, það tekur undir þessi óvissurök.  En venjulegur maður hlustar ekki á VG liða, þeir eru úti á túni, vinalausir og allslausir.

Og þeir sem ná til hins venjulega manns, þeir vinna stríðið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.2.2011 kl. 00:14

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Þetta er bjáni Sigurður, sem tapaði síðasta stríði, 98-2.  Það er íhaldið sem ég hef áhyggjur af.  Þess vegna læt ég svona illa þessa dagana, það verður að hjóla í alla ´"óvissusinna", hvar sem í þá næst. 

Og flengja þá eins og hverja aðra óþekktarorma.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.2.2011 kl. 00:17

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég vona að skattgreiðendur hafi vit á því að standa með sjálfum sér í þessu stríði milli almennings og fjármálavaldsins

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.2.2011 kl. 00:30

6 identicon

Tek undir orð Jakobínu.

Þetta snýst um það eitt að standa með sjálfum sér gegn óréttlæti.

Það mun sigra að lokum. Ég held að Íslendingar verði taldir hetjur þegar framm líða stundir ef þeir segja NEI !

Þýska þingið klappaði fyrir ákvörðun Íslendinga að hafna fyrri Icesave samningum í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ég hræðist ekki að segja NEI. Ég hræðist hinsvegar meðvirkni samlanda minna sem ætla að taka þetta á sig án þess að berjast fyrir réttindum sínum.

Munið það mikilvægasta í þessu öllu. Almenningur á Íslandi er saklaus af Icesave.

Már (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 02:49

7 Smámynd: Pétur Harðarson

Ég hef trú á Árna Páli! Hann á eftir að toppa heimsku sína svo um munar áður en langt um líður. Hann hefur svo mikið 'potential' þegar heimska er annars vegar og það er ekki beint auðvelt að standa út úr sem heimskasti ráðherrann í þessari dæmalausu ríkisstjórn. Áfram Árni Páll!!

Pétur Harðarson, 25.2.2011 kl. 03:55

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Hvað get ég sagt??  Engu við að bæta, tek undir með ykkur öllum.

Ítreka aðeins að bullukollar eins og Árni hefur ekkert vægi, þeir sem trúa honum eru hvort sem er glataðir í trúarbullið kennt við ESB.  

En Trójuhestar íhaldsins eru okkur skeinuhættulegir, þessir sem gleymdu á einni nóttu öllu sem þeir höfðu lært um gildi stöðugleika og nauðsyn laga og reglna.  Urðu alltí einu hræddir við réttarríkið, óttast dómsstóla meira en handrukkara.

Það fólk er búið að gleyma því mikilvægasta af öllu, það er saklaust af ICEsave.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.2.2011 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 175
  • Sl. sólarhring: 285
  • Sl. viku: 340
  • Frá upphafi: 1320183

Annað

  • Innlit í dag: 162
  • Innlit sl. viku: 304
  • Gestir í dag: 160
  • IP-tölur í dag: 159

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband