24.2.2011 | 20:12
Samviska þjóðarinnar ánægð með nefndina.
Jæja, það er gott og vel.
Dreg það ekki í efa að viljinn til góðra verka ræður för, hjá henni sem og öllum hinum sem kosnir voru.
En þessi nefnd mun ekki hafa neitt vægi, henni vantar það sem stjórnlagaþingskosning hefði gefið henni, löggildingu. Og það er leitt, því örugglega mun margt athyglisvert koma fram, og jafnvel komast í umræðuna.
En eftir stendur að það er andvana fædd hugmynd að ætla sér að semja nýja stjórnarskrá með því að byrja að vanvirða þá sem fyrir er. Ef vitið sem ræður för, er ekki meira, þá verður útkoman eftir því.
Enda hefur hrokinn í einstaka þingfulltrúum vakið mikla athygli, og hana miður góða. Jafnvel hefur sama röddin viljað á rúmri viku, leggja niður Hæstarétt því hann er skipaður sjálfstæðismönnum, og síðan kvatt til að forsetinn verði settur af.
Glæpurinn, að fara eftir stjórnskipan landsins, en ekki vilja Samfylkingarinnar.
Þess vegna er spurning af hverju skattgreiðendur eigi að halda uppi þessu liði næstu vikurnar. Er ekki eðlilegra að Samfylkingin geri það fyrst það á að semja stjórnarskrá fyrir hana. Á ekki Þorvaldur hvort sem er eintak tilbúið í tölvunni sinni??
Væri ekki bara hægt að afgreiða málið á næsta landsfundi Samfylkingarinnar, og senda hana til Brussel til undirritunar????
Það er allavega ekki ógáfulegri hugmynd en sú sem varð ofan á hjá ríkisstjórninni, við mikinn fögnuð ógildra stjórnlagaþingsmanna. Og þessi hugmynd er samt ekki mjög gáfuleg.
En svona er Ísland í dag. Þjóðin það er ég.
Og þessi ég er Samfylkingin með stuðningi Sjálfstæðisflokksins.
Kveðja að austan.
Ómar: sáttur við lendinguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 8
- Sl. sólarhring: 60
- Sl. viku: 2648
- Frá upphafi: 1412706
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 2312
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Löggilding þessarar nefndar eða einhverrar annarar hefur ekkert með vægi hennar að gera. Stjórnarskráin er opið plagg í dag og það er öllum frjálst að koma með sínar hugmyndir um breytingar. Á sínm tíma verður ný og breytt stjórnarskrá send frá alþingi til kjósenda og þar verður gildi hennar endanlega lögfest.
Þessi stjórnarskrárnefnd var bara vinnufólk sem kjósendur völdu til ákveðinna starfa og í rauninni kom hæstarétti það ekki við á nokkurn hátt.
Árni Gunnarsson, 24.2.2011 kl. 20:49
Jú, Árni, fyrir nefndina hefur hún það.
Þá væri nefndin ekki þessir allir, en núna hefur hún svipað vægi og Ástþór, nema í við minna en eitthvað er. Hann er ekki með dóm Hæstaréttar á bakinu. Og fékk fleiri atkvæði í forsetaframboði sínu en einstakir nefndarmenn.
Menn sem eru með nokkur hundruða atkvæði á bak við sig, tala ekki í nafni þjóðarinnar. Og þegar fólk gerir sér grein fyrir kostnaðinum, þá mun hún ekki eiga sér viðreisnar von.
Sem er ágætt fyrir þá sem vilja hugmyndina feiga, en ég hélt að til væri fólk sem vildi það ekki. Og það fólk skilur vægi þess að rétt sé staðið að málum.
Það er sorglegt að láta klúður eyðileggja annars ágæta hugmynd.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.2.2011 kl. 21:15
Það voru nú fjórir flokkar af fimm sem vildu fara þessa leið, ekki bara ríkisstjórnin.
Skúli (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 01:04
Ertu að meina það Skúli, hvað segurðu???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.2.2011 kl. 07:59
Enginn fær eða getur fengið umboð til að breyta stjórnarskránni í svona kosningu. Þessi kosning tuttuguog fimm fulltrúa hefur engin bein áhrif á stjórnsýslu okkar né stjórnarfar á nokkurn hátt. Það er alþingi og þjóðin sem fullgilda nýja stjórnarskrá og þetta vita- eða eiga allir að vita.
Mér kom til hugar að bjóða mig fram til þessa stjórnlagaþings en mest til að fá laun frá ríkinu.
Ég er nefnilega óbeint í þessari stjórnlaganefnd. Ég hef leyfi til að leggja fram tillögur mínar um breytingar og ég á aupvelt með - eins og við öll - að hafa samband við þingfulltrúa og alþingismenn með mínar ábendingar og tillögur.
Þess vegna er þessi dómur innantómur, hann er kjaftæði og aðeins til þess eins að friða þá sem eru andvígir því að aðrir en alþingi komi að stjórnarskrárbreytingu.
Árni Gunnarsson, 25.2.2011 kl. 11:18
Það er þín skoðun Árni, en leikreglurnar eru þær að hann þarf að virða. Jakobína bloggvinkona okkar skrifar góðan pistil um þann kjarna sem þarf að hafa í huga. Hef engu við hann að bæta.
En þú hefðir verið ágætur á stjórnlagaþinginu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.2.2011 kl. 13:59
Jamm, a.m.k. vill Höskuldur Þórhallsson framsóknarmaður fara þessa leið eins og kom fram í fréttum í gær. Birgir Ármannsson var sá eini í nefndinni sem vildi það ekki og í nefndinni sátu fulltrúar allra flokka á Alþingi.
Skúli (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 04:14
Ja, Skúli, rökin gegn óhæfunni eru þau sömu fyrir það. Og það sem margir stuðningsmenn stjórnlagaþings virðast ekki átta sig á, er að þessi vinnubrögð jarða hana endanlega. Og eftir stendur dýrasta nefnd Íslandssögunnar, nefnd sem enginn tekur mark á.
Því miður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.2.2011 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.