Bretar björguðu bönkum eftir þjóðerni.

 

Og aðeins útvöldum.

Kristaltærari getur brotið á mismunareglu Evrópusambandsins ekki verið.

Er einhver eftirlitsstofnun að höfða mál út af því????

Nei, og svarið er mjög einfalt, bresk stjórnvöld tækju ekki mark á slíkri málssókn.

Segðu eins og er að þau væru ekki búin að afsala fullveldi landsins til skriffinna Brusselvaldsins.

Og sjálfstæð ríki mættu gera þær ráðstafanir sem þær teldu nauðsynlegar til að bjarga fjármálakerfi sínu.

Þess vegna var ekki farið í mál við bretanna, þeir hefðu hlegið að henni.

 

Reyndar var ekki farið í mál við neitt þjóðríki vegna brota á þessari meintu mismunareglu.  

Nema það var farið í mál við næstminnstu þjóðina sem á aðild að evrópska efnahagssvæðinu.  

Þó hafði hún ríkustu ástæðuna til að bjarga bankakerfinu sínu frá algjöru hruni.

 

Hver er skýringin???

Jú, það komu skilaboð frá íslenskum stjórnmálamönnum að slík málssókn væri nauðsynleg svo hægt væri að hræða þjóðina til að greiða hina bresku fjárkúgun.  

Það vita það allir að þessi málssókn má ekki enda með áfellisdómi, því þá hrynur fjármálakerfi Evrópu.  Vegna þess að allar ráðstafanir til að bjarga því haustið 2008 og á árinu 2009, fólu í sér mismunun gagnvart þeim sem fengu hana ekki.

 

Það er engin alvara á bak við málssókn ESA, hún er sérpöntuð frá Austurvelli, til þess eins að hræða fólk til hlýðni.

Það þarf hrætt fólk til að koma þjóðinni í Evrópubandalagið.

 

Íslenskir stjórnmálamenn eru í ljótum leik.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Áfram tap hjá Royal Bank of Scotland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hræðslubandalag, stjórnarinnar, ASÍ, SA og SjálftökuFLokksins er greinilegt.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.2.2011 kl. 08:57

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, þetta er félegt lið, allt Hrunverjar, fyrir utan VG, en allir samstíga í að skapa forsendur fyrir annað Hrun.

En þjóðin fær sem hún vill.  

Því miður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.2.2011 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 488
  • Sl. sólarhring: 702
  • Sl. viku: 6219
  • Frá upphafi: 1399387

Annað

  • Innlit í dag: 414
  • Innlit sl. viku: 5269
  • Gestir í dag: 381
  • IP-tölur í dag: 376

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband