Ef EFTA dómsstóllinn dæmir ekki eftir lögum, þá töpum við málinu.

 

Álit ESA stenst enga lögfræði, enga.  

Forsendurnar sem þeir gáfu sér, voru strax marghraktar.  Og niðurstaðan um ríkisábyrgð á Tryggingasjóðum bókstaflega röng.  "NOT" þýðir "ekki", sama hvað menn reyna að halda öðru fram. 

Fullyrðingar um annað eru af ættbálki bulls og vitleysu, ástunduð af þeim sem hafa annarlega hagsmuna að gæta, eða hótanir eða nauðungu knýja þá til að fara rangt með.  Sjónvarpsþulan í Norður Kóreu elskar ekki Kim Il Sung þú hún fullyrði það oft á dag.  Gaddafi er ekki elskaður af þjóð sinni þó hann haldi slíku fram, og það voru skriðdrekar í Bagdad þó upplýsingaráðherra landsins hafi ekki kannast við þá, jafnvel þó þeir hafi sést í mynd þegar viðtalið var tekið við hann.  Hann hefði líka verið skotinn, hefði hann sagt annað.

 

Háðung ESA er síðan algjör því nokkrum dögum seinna eftir að stofnunin gefur út þetta pantaða álit sitt, þá upplýsir Michel Barniet, fulltrúi í framkvæmdastjórn ESB þetta í skriflegu svari við norsku fréttaveituna, ABC.  

 

 

1. Spurning.

Fela tilskipanir ESB um innistæðu-tryggingar það í sér, að aðildarríkjunum beri skylda til að bæta tjón sem kann að verða af gjaldþrotum banka og er umfram þær bætur sem innistæðu-trygginga-kerfi viðkomandi lands getur greitt vegna glataðra inneigna

? Svar við 1. spurningu: NEI. Tilskipunin (líklega 94/19/EB) tilgreinir greinilega, að bankarnir eiga að fjármagna innistæðu-trygginga-kerfin að stærstum hluta. Á næsta áratug munu bankarnir (í Evrópu-ríkinu) verða að fjármagna fyrirfram-sjóð (ex-ante) sem nemur 1,5% af tryggðum innistæðum. Ef sú upphæð verður ekki talin nægjanleg, er hægt að krefja þá um sem nemur 0,5% til viðbótar og yrði það fé greitt eftirá (ex-post), það er að segja eftir gjaldþrot. Enn fremur ef nauðsyn krefur, er gert ráð fyrir lántökum sem nema 0,5% hjá tryggingasjóðum annarra aðildar-ríkja. Þessi fjármögnun ætti að vera fullnægjandi til að mæta meðal-stóru banka-gjaldþroti. Ef þetta fjármagns reynist samt ekki nægilegt, er nauðsynlegt að trygginga-kerfin hafi neyðar-áætlanir um hvar viðbótar-fjármagn verði fengið. Einn möguleiki er til dæmis að trygginga-kerfin gefi út skuldabréf. Hér getur ríkið komið inn með fjármagn, en tilskipunin tekur ekki afstöðu til þess og ríkisábyrgð kemur ekki til sögunnar, nema um það hafi verið tekin ákvörðun og reglum Evrópu-ríkisins sé fylgt um ríkis-styrki. Ríkisábyrgðar er því ekki krafist, hvorki óbein eða beint, heldur er ákvörðun um slíkt í höndum einstakra aðildar-ríkja.

 

2. Spurning.

Ef bankahrun verður, hvaða áhættu mun þetta (ríkisábyrgð ?) skapa aðildarríkjunum, að mati fulltrúans (Michel Barniers í Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins) ?

Svar við 2. spurningu: Sú fjármögnunar-leið sem lýst er að framan, er til þess ætluð að ekki komi til þess að skattgreiðendum verði sendur reikningurinn og myndi losa ESB-ríkin undan slíkri byrði.

 

Ríkisábyrgðar er ekki krafist, hvorki óbeint eða beint, segir framkvæmdarstjórn ESB.  Ef fólk stjórnaði á Íslandi, þá væri ESA búin að sæta ábyrgð á rugli sínu.  Og það væri búið að stefna bretum og Hollendingum fyrir kúgun og yfirgang.

En í stað þess var enn og ný samið, og núna með stuðningi Sjálfstæðisflokksins, sem axlar þannig ábyrgðina á því tjóni sem 16 ára valdaseta olli þjóðinni og kjósendum hans.  Flokkurinn sem leyfði fámennri klíku auðmenna að ræna öllu hér innanlands, og valda saklausu fólki í öðru löndum stórtjóni, hann axlar ábyrgðina á þann hátt að styðja fjárkúgun og ofríki, gagnvart sínum eigin samlöndum.   Gagnvart sínum eigin kjósendum.

Og hann er svo aumur, að hann lýgur til um upphæð fjárkúgunarinnar, og hann hefur skipulagt áróðursherferð þar sem fólk er hrætt til hlýðni við kúgunina með þeim rökum, að annars "gæti" dómur fallið á okkur.  Og hann kostaði svo miklu meiri pening, alveg hræðilegan mikinn pening.

 

Hvað er til í þessum hræðsluáróðri????

Jú, Stefán Már Stefánsson bendir réttilega á að EFTA dómur gæti dæmt gegn lögum, en það sem slíkt hafi enga meiningu.  Því þeim dómi yrði að fylgja eftir fyrir íslenskum dómi.

Og íslenskir dómar dæma eftir lögum.

Þeir myndu dæma EFTA dóminn lögleysu, þeir þyrftu ekki annað en að vitna í Framkvæmdarstjórn ESB, afstaða hennar er til skrifleg, hún staðfestir, að "NOT" þýðir ekki.

 

Það er mikill misskilningur hjá áróðursvél Sjálfstæðisflokksins, að upplýsingaráðherra Íraks hafi fengið vinnu hjá ESB, og hann fari með dómsmál í sambandinu.

Í Evrópu er dæmt eftir lögum.  Það er útilokað að EFTA dómurinn dæmi gegn skýrum lögum, og skýrum yfirlýsingum Framkvæmdarstórnar ESB.

 

Þeir sem halda því fram, hafa hins vegar sótt námskeið í hjá þessum fyrrum þjóni Saddams, þeir geta hrópað í hljóðnemann til að yfirgnæfa skriðdrekaskröltið, og sagt, "það eru engir skriðdrekar hér, NOT þýðir já, það er ríkisábyrgð á innlánum".

Og ég vorkenni fólkinu sem trúir þessu.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Samningsbrotamál líklegast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lárus Blöndal sagði líka að ef það væri einungis lögfræði sem lægi til grundvallar í dómsmáli, þá myndi hann ekki vera hræddur við það mál. En með pólitíkina inni í breytunni er útkoman önnur. Það er ekki tilviljun að ESA er búið að gefa okkur gula spjaldið, er ég hræddur um.

Offi (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 14:31

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Offi.

Álit ESA er pólitík, ekki lögfræði.  En EFTA dómurinn er ekki pólitískur dómur.  Það er bábilja að halda því fram, sett fram til að hræða.

Og það er skýrt í EES að í svona grundvallarmáli, þá verður EFTA dómurinn að hafa samráð við Evrópu dóminn, því niðurstaðan er fordæmisgefandi gagnvart löggjöf ESB.  Og fordæmisdómur verður að standast lögfræði, menn marka pólitíkina í reglusetningum.

Ég ítreka það að fram að þessari fjárkúgun breta, datt engum í hug að túlka Nei, sem Já, og hefði einhver gert það hefði honum verið ráðlagt að leita sér læknishjálpar.

Því hvað þýðir fordæmið að taka skýrt Nei, og segja að það sé Já.  Jú, þá mátt þú drepa, stela, kúga, eða fremja öll þau lögbrot sem skýr ákvæði eru um að séu bönnuð.  Og það fordæmi mun Evrópudómurinn ekki setja.

Og þó hann gerði það og færði löggjöf í Evrópu aftur um tæp 3.000 ár ( fyrir daga Grikkja), þá myndi íslenskur dómur vísa honum frá sem lögleysu.  

Samfylkingin ræður nefnilega ekki Hæstarétti, ef svo væri þá væru Snatar hennar ekki að hvetja til að Hæstiréttur verði settur af.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.2.2011 kl. 15:05

3 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart hver svörin voru hjá þessum mönnum, þetta er tekið fram í lögunum 94/19/EB.

Góður pistill Ómar.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 24.2.2011 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 53
  • Sl. sólarhring: 166
  • Sl. viku: 218
  • Frá upphafi: 1320061

Annað

  • Innlit í dag: 50
  • Innlit sl. viku: 192
  • Gestir í dag: 50
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband