Bjarni ber sig eins og karlmaður.

 

En honum varð á, hann braut gegn stjórnskipan landsins með því að samþykkja ríkisábyrgð sem var ekki á valdi þingsins.  Eins og forseti Íslands benti á, þá var löggjöfin hjá þjóðinni.

Í raun er aðeins ein leið fyrir Bjarna til að bæta fyrir brot sitt, og það er að halda sig til hlés.  Hann getur útskýrt ákvörðun sína, og beðist fyrirgefningar, en allur stuðningur við fjárkúgun breta er héðan af aðeins réttlæting þess glæps að hafa samþykkt þessa ríkisábyrgð án þess að þjóðarvilji lægi fyrir.

Eftir löglega þjóðaratkvæðagreiðslu.

 

Ef Bjarni og aðrir brotaþegar gegn stjórnskipan landsins innan Sjálfstæðisflokksins nota ítök sín og áhrif til að beita flokksvélinni gegn þjóð sinni, til hagsmuna fyrir fjárkúgara, þá er ljóst að vatnaskil hafa orðið á milli flokksins og þjóðarinnar.  

Flokkurinn sem kennir sig við sjálfstæði þjóðarinnar, taki hagsmuni erlends valds fram yfir hagsmuni sinnar eigin þjóðar.

 

Og þá er ljóst að brotin gegn stjórnskipan var ekki vangá, heldur þaulhugsaður glæpur.

Slíkt verður aldrei fyrirgefið, hvorki af almennum stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins né öðrum landsmönnum.

 

Núna reynir loksins á hvort Bjarni Benediktsson sé hæfur til að takast á við erfiðar aðstæður. 

Hvort hann sé formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins eða hann sé lítil fígúra í vasa stórauðvalds.

Þjóðaratkvæðagreiðslan um ICEsave er ekki lengur hans slagur.

 

Hún er uppgjör þjóðarinnar við útrásarvíkinganna, svikin loforð ríkisstjórnarinnar og alla þá aðila sem hafa þegið fé við að afskræma og mistúlka rétt íslensku þjóðarinnar í ICEsave deilunni.

Hún er uppgjör við fjölmiðla auðmanna, við Fréttablaðið, DV, Stöð 2 og ríkisútvarpið.  

Hún er uppgjör við alla þá sem vildu sökkva þessari þjóð í skuldafen útrásarinnar.

 

Ef fjórflokkurinn haga sér vel, þá er hugsanlegur möguleiki að hann sleppi lifandi frá þessum slag.  

En þá þarf hann að haga sér mjög vel.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Fyllilega sáttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bjarni hefur gert afar vel grein fyrir sinni afstöðu. Hún er heiðarleg og á hans ábyrgð. Hann mælti líka með því að þjóðin fengi að eiga síðasta orðið. Hann þarf ekkert að fela eða skammast sín fyrir. Það stenst ekki sem þú segir að hann hafi brotið gegn stjórnlögum. Þeir sem treysta þjóðinni geta aldrei gert það. Nú er málið bara hjá okkur og við tökum okkar afstöðu.

KS

Kristinn Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 21:44

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristinn.

Hér á þessari síðu hefur alltaf verð farið mildum orðum um  Bjarna eftir að hann tók þá ákvörðun að svíkja þjóð sína fyrir hagsmuni stórauðvalds.  Bæði hef ég metið að hann hafði þó kjark til að koma úr skápnum, og hann var um margt ágætur þegar hann var þar, sem og hitt að ég hef látið sárreiða flokksmenn hans um skammirnar.  

Ef þú hefur lesið þetta blogg, þá veistu um hvað ég er að tala.  Sem og þá hefur þú lesið ágæta grein mína (mér fannst hún ágæt) þar sem ég spurði hvort valdarán hefði verið framið með samþykkt ICEsave ábyrgðarinnar og þar með hefðir þú ekki borið upp á mig að ég segði eitthvað jafn alvarlegt eins og að formaður Sjálfstæðisflokksins hefði brotið stjórnskipunina, án þess að færa fyrir því rök.

Þar sem ég er syfjaður, þá nenni ég ekki að endurtaka rökin, en bendi þér aðeins á að greinin var unnin út frá rökstuðningi Björns Bjarnasonar og þeir frændur geta því rætt málin sín á milli, og þú mátt alveg líka ræða málið við Björn, sem og Ólaf forseta.  

En í stuttu máli þá braut Bjarni gegn stjórnskipan með því að samþykkja mál sem þjóðin var þegar búin að hafna.  Það er ekki nóg að segjast styðja þjóðaratkvæði, sú tillaga var felld, og þar með var atkvæðagreiðslan um sjálfa ríkisábyrgðina brot á stjórnskipan lýðveldisins.  

En greinarstúfur minn hér að ofan er fullur af anda fyrirgefningar og sáttar, en það er Bjarna að meta hvort hann þiggur hana.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.2.2011 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 259
  • Sl. sólarhring: 691
  • Sl. viku: 5843
  • Frá upphafi: 1399782

Annað

  • Innlit í dag: 228
  • Innlit sl. viku: 4992
  • Gestir í dag: 224
  • IP-tölur í dag: 224

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband