Til hamingju Þjóðarverðir.

 

En núna er aðeins leikhlé.

Fjölmiðlar Jóns Ásgeirs og ríkisútvarpið munu hamast gegn hagsmunum þjóðarinnar á öllum stigum málsins.  

Milljarðarnir frá ESB verða notaðir til að kaupa álitsgjafa og stuðning, hann mun koma úr ólíklegustu áttum, frá aðilum sem eiga það sammerkt að vilja fé í vasann.

Flokksvél Sjálfstæðisflokksins mun malla með flokksvél Samfylkingarinnar og fólki mun verða talið í trú um sjálfa framtíð flokka þeirra sé að ræða.

 

Gegn þessu stendur hinn almenni maður keikur, og þá munu samtök eins og Þjóðarverðir gegn lykilhlutverki að miðla upplýsingum og skipuleggja varnarbaráttu þjóðarinnar.

Undirskriftarsöfnunin var aðeins létt upphitun fyrir þá orrahríð sem á ykkur mun dynja..

 

Og þá mun reyna á hið rótfasta berg sem flestir ykkar eru gerðir úr.

Á því vinna ekki svikamerðir og keypt leiguþý.

 

Þið munið taka þennan slag.

Kveðja að austan.


mbl.is Fagna niðurstöðu forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jájá og áfram nú.

gisli (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 16:19

2 Smámynd: Vendetta

Það var unun að hlusta á Ólaf Ragnar á RÚV2 gera grein fyrir ákvörðun sinni, og sérstaklega tókst honum vel til þegar hann svaraði fréttamönnum. Í einu svarinu varðandi allar hrakspárnar fyrir síðustu þjóðaratkvæðagreiðslugat hann sýnt fram á tvöfeldnina hjá Jóhönnu, sem fyrst segir, að ef IceSlave II verði ekki samþykkt færi allt til fjandans, en svo í fyrra segir hún að efnahagurinn gangi ofsalega vel.

Ólafur Ragnar er hetja dagsins og stendur vörð um lýðræðið, óháð sinni eigin sannfæringu. Hann mun án efa fá mitt atkvæði, þegar hann býður sig fram næst. Það er öruggt, að tilgangur Samfylkingarinnar með stjórnlagaþinginu var ekki aðeins að greiða fyrir inngöngu í ESB, heldur einnig að afnema málskotsrétt forsetans. Vonandi verður þeim ekki kápan úr því klæðinu.

Siðan þegar frétamenn útvrpsins tóku Jóhönnu tali, fór hún að væla eins og venjulega og sagði að fyrst aukinn meirihluti á þingi samþykkti þennan ólöglega samning IceSlave III, þá ætti Ólafur ekkert með að staðfesta hann ekki. Hún nefndi ekki það sem öll þjóðin veit (en sem Jóhanna veit ekki að þjóðin veit), hvernig atkvæði Sjallana voru keypt, hvernig þeim var mútað.

Ef meirihluti kjósenda í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu hafnar IceSave III, verður quislingastjórn Jóhönnu að segja af sér, allt annar er svívirða við þjóðina.

Vendetta, 20.2.2011 kl. 16:39

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Til hamingju Ómar og allir sem staðið hafa vaktina, til hamingju með unna orustu, en stríðið er ekki unnið enn, eins og þú bendir á.

Eitt besta vopnið núna er að krefja alla þá sem eru að mæta á völl núna, ASÍ Gylfa, Vilhjámi Egils hjá samtökum atvinnulífsins að ógleymdri ríkisstjórninni og meðreiðarsveinum hennar, um nánari og haldbærari skýringar á því hvað það nákvæmlega er sem gerir að ekki sé hægt að reisa landið og koma "hjólunum" í gang fyrr en búið er að gangast að ólögmætum kröfum Breta og Hollendinga ??

Væri kannski heldur athugandi að leyta eitthvað annað, ef um viðskiftabann eða einhverjar álíka kúganir er að ræða, látið okkur vita hvað þetta er. Við erum ekki heimsk, við sem ekki sjáum þetta "blint" við erum heldur ekki hjarðdýr sem hlaupum á eftir forystydýrunum fyrir björg, þegar þau segja/baula "afþvíbara" nú er tækifærið, sem ekki virtist vera tími til við flýtimeðferðina á þinginu, sem forsetinn er nú búinn að hægja á, grípið tækifærið Icesavsinnar , SANNFÆRIÐ okkur ef þið getið, eða takið bara kosningaréttinn af öllum nema þeim sem tilheyra "hjörðinni"

 MBKV að utan, til hamingju Íslendingar, ykkar er valið sama hvernig fer.

KH

Kristján Hilmarsson, 20.2.2011 kl. 17:58

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir félagar.

Kristján, það þýðir ekkert að leita í tóma tunnu til að svala þorsta.  Rökin eru engin, þau eru hindurvitni af ætt þess hugsunarháttar sem á eldri tímum réttlætti mannfórnir til að friða guðina.

En það er til auðtrúa fólk á  Íslandi, annars hefðu útrásarþjófarnir ekki komist upp með ránsskap sinn.  

Vendetta, mikið sammála þér um Ólaf, hann framkallaði margt brosið hjá mér í dag.  Og kannski hef ég full miklar áhyggjur af auðsneplunum og ESB hyskinu, menn settu ekki klyfjar á hest í gamla daga til að reiða svona vit.

En vald peninga er vissulega samt mikið, og ESB múturnar fara brátt að telja að fullum þunga.

En samt, hef engar áhyggjur á meðan svona gott fólk heldur uppi vörnum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.2.2011 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 402
  • Sl. sólarhring: 511
  • Sl. viku: 567
  • Frá upphafi: 1320410

Annað

  • Innlit í dag: 361
  • Innlit sl. viku: 503
  • Gestir í dag: 344
  • IP-tölur í dag: 341

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband