Forsetinn varði stjórnskipan landsins.

 

Um leið og hann varði þjóð sína.

 

Núna er það þjóðarinnar að gefa umheiminum skýr skilaboð að fjárkúgun og ofríki borgi sig ekki. 

Hún gerir það með því að hafna ICEsave þjófnaðinum.

Hún gerir það með því að sækja til saka vinnumenn breta á Íslandi.  Engin manneskja á að komast upp með að ræna samborgara sína eða samfélag.  Og opinber stuðningur við slíkan þjófnað er engu betri, jafnvel vítaverðari, þjófurinn sér þó alltaf hagnaðarvonina, en sá styður glæpinn vegna þess að það hentar pólitískum hagsmunum hans, hann er mun svívirðulegri, sérstaklega í ljósi þess að það átti að ræna velferðarkerfi þjóðarinnar.

 

Og ekki hvað síst, þá gerir þjóðin það með því að lögsækja ræningjana í heimalöndum þeirra.  Sú tilraun til þjóðarmorðs sem fólst í ICEsave kúguninni, á aldrei að líðast.

Ekki frekar að ráðist er á aðrar þjóðir á fölskum forsendum eins og gert var í Írak, eða tilraun Serba til þjóðernishreinsana á Balkanskaganum.

 

Það gilda lög í heiminum, og enginn er hafinn yfir þau.  Hvorki bankamenn, auðjöfrar eða stjórnmálamenn.

Tökum af skarið og sýnum þjóðum heims það fordæmi sem allir eru að bíða eftir.

Að einhver standi á sínum rétti, standi á rétti mennskunnar, þeim rétti að hinn venjulegi maður megi lifa mannsæmandi lífi fyrir ofríki og kúgun höfðingjanna.

Að einhver verjist, verji sig og sína, verji framtíð barna sinna.

 

Í slíku hugarfari er von heimsins fólgin.

Og við megum ekki bregðast henni.

Kveðja að austan.


mbl.is Forsetinn staðfestir ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr!

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 15:36

2 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Þrefalt húrra fyrir herra Ólafi Ragnari Grímssyni forseta húrra húrra HÚRRA!.

Elís Már Kjartansson, 20.2.2011 kl. 15:54

3 identicon

Heill og sæll Ómar.

Til hamingju með daginn.  Nú er vonin endurvakin ... heyr, heyr.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 17:19

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Já menn hafa skálað af minna tilefni, ákvörðun Ólafs var mikill léttir.

Gaman að heyra í þér Pétur.  

Það hefur margt breyst frá því að raddir einmana spörfugla heyrðust hér og þar, og söngur þeirra var kenndur við sérvisku, og jafnvel öfga.

Nú er þetta fallegur kliður sem forseti vor tók að sér að leiða.

Já, vonin lifir.

Það er mikil gerjun í gangi í dag, hér og víðar.

Og allt byrjaði þetta á því að einhver stóð upp og sagði að Nei, ég er ekki sammála.  Ég á minn rétt.

Og þegar fleiri trúa, þá mun margt breytast Pétur.  

Þangað til bið ég að heilsa.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 21.2.2011 kl. 01:54

5 identicon

Takk Ómar ... hélstu að ég hefði þagað allan tímann?  Ó, nei,

en nú eru ég og aðrir komnir í bann á eyjunni.

Þar má enginn tjá sig lengur, vegna þöggunarpólitíkur spunaliða

samfylkingar-rindlanna og dindlanna. 

En þá leitar villikötturinn, Jón Jón Jónsson, bara á önnur mið.

Ekki óttast villiköttinn Ómar, hann leggur sig bara á mosató

og horfir á stjörnur júniversins og hlustar á kliðmjúkan söng spörfuglanna.

Svei mér þá ... berin eru byrjuð að gerjast núna á góu ... 

Með hátíðarkveðju til þín og þinna. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 03:08

6 identicon

Og smugan hans Steingríms, þrjóskuraskaða fíflsins frá Þistilfirði,

lokaði á allar athugasemdir eftir hamfarir JJJ og nokkurra fleiri

eftir að við höfðum sprænt margsinnis á dýrð "heilagleikans".

Margt smátt gerir eitt stórt eins og þar stendur Ómar minn. 

Pétur Örn Björnsson / JJJ (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 03:28

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Ég verð að játa að ég kem lítið við á spunaslóðum AGS, hvort sem það er Eyjan eða Smugan.  Varð að fókusa mig eftir að ég ákvað að eyða minni tíma í að bjarga heiminum, en vildi samt ekki afleggja bloggsíðuna því ég ákvað að fylgja draugnum alveg þar til að hann yrði endanlega kveðinn niður.

En ég fylgist með Moggablogginu, svona uppá púlsinn.  

Datt því í hug að þú værir kominn í verktakavíking á fjarlægar slóðir eftir að fréttir bárust af útrás íslenskra arkitekta.  Lífsbaráttan gengur jú alltaf fyrir.

En já, það er þarft verk að ergja spunaliðið, mjög þarft verk.  Það er svona millibilsástand þar til Jón og Gunna uppgötva að þau geta haft stjórn á sínum málum, og mótað sitt þjóðfélag.  Þau þurfa aðeins að taka afstöðu.

Þá verður nóg að gera.

Og já það er komið vor, vor í lofti og vor í sinni.

Við strákarnir ætlum í fótbolta út á velli á eftir.  Engin miskunn þar.  Enda ekki beðið um hana þegar heilsan leyfir.

Þetta verður gott ár, að öllu leyti.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.2.2011 kl. 11:21

8 identicon

Heill og sæll Ómar

Já, það er vor í lofti og vor í sinni og ég er líka viss um að árið verður landi og þjóð gott.

Nei, í verktakavíking hef ég ekki og mun ekki fara ... enda verður hér þörf fyrir verkfúsar hendur,

nú þegar þjóðin fer að vakna og illvirki fjárglæpamanna í slagtogi með spilltum pólitíkusum

fara að afhjúpast meir og meir.

Takk Ómar fyrir að hafa blásið mér margsinnis baráttuanda í brjóst.

Kveðja að sunnan.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 664
  • Sl. sólarhring: 748
  • Sl. viku: 6248
  • Frá upphafi: 1400187

Annað

  • Innlit í dag: 606
  • Innlit sl. viku: 5370
  • Gestir í dag: 577
  • IP-tölur í dag: 565

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband