20.2.2011 | 12:22
Er það satt að þingmenn hafi kynnt sér málið????
Er það sem sagt ekki vanþekking sem fær þá til að bulla????
Er Lee Bucheit að fullyrða að kaldrifjuð lygi ráði för.
Þar fer fremst forsætisráðherra þjóðarinnar, Jóhanna Sigurðardóttir.
"valið standi á milli þessa samnings og dómsmáls sem gæti tapast með skelfilegum afleiðingum. Að því hafa verið leiddar líkur með sannfærandi rökum að fari málið fyrir dómstóla gæti reikningurinn á íslenska ríkið orðið 1.1001.200 milljarðar kr. auk vaxta "
Hún talar um skelfilegar afleiðingar, sannfærandi rök um að fari málið fyrir dómsstóla gæti reikningurinn orði 1.100 -1.200 milljarðar.
Þegar svona er fullyrt, þá mætti ætla að fyrir liggi ítarleg lögfræðiálit um þessi sannfærandi rök. Það eina sem stjórnarliðar hafa vitnað í er áhættan af því að bretar fari með málið fyrir dóm og fái alla ICEsave skuldina dæma á íslensku þjóðina, með þeim rökum að íslensk stjórnvöld hafi mismunað breskum ríkisborgurum þegar þau gripu til neyðarráðstafana til að bjarga íslenska þjóðríkinu.
Og greinargerðin er engin.
Hugsanlega er verið að vitna í skýrslu 4 lögfræðinga sem fjárlaganefnd bað um að meta áhættu af hugsanlegri málsókn. Í þeirri skýrslu segir um þessa áhættu vegna mismunar, og fyrir því eru færð ítarleg rök, að "telja verður erfitt að ná fram dómi um ábyrgð íslenska ríkisins á innistæðum umfram þá fjárhæð" og er þá verið að tala um lágmarkstryggingu upp á 20.000 evrur. Seinna segir að "ekki sé hægt að útiloka að dómur um fulla endurgreiðslu gengi Bretlandi og Hollandi í vil".
Hvernig er hægt að snúa orðunum "erfitt að ná fram dómi", þó "ekki hægt að útiloka" á þann hátt að um sannfærandi rök sé að ræða????
Vissulega er ekki hægt að útiloka neitt en sá dómur gengi gegn öllum fyrri dómsfordæmum Evrópudómsstólsins þar sem ríkjum er einmitt heimilt á grundvelli sjálfstæðis þeirra og tilveru, heimilt að grípa til nauðsynlegra aðgerða ef þau telja þjóðarhag krefjast þess.
Hann yrði fyrsti dómur sögunnar þar sem þjóðríki yrði dæmt gjaldþrota og eignir þegna þess gerða upptækar.
Og hann væri án tilvísunar í lög og þann alþjóðasamning sem um ræðir. En EES samningurinn leyfir einmitt skýrum orðum neyðarráðstafanir þjóðríkja.
Það er sama hvað afstöðu menn hafa til þess að semja við breta, þessi rök eru ekki boðleg vitibornu fólki. Því ef þau væru rétt, þá er hægt að dæma öllum allt, það væri geðþótti, ekki lög sem ráð úrskurðum dómsstóla.
Jafnvel í alræðisríkjum nasismans og kommúnismans, þá urðu dómar að styðjast við gildandi lög.
Í dag er fullyrt á Íslandi að í Evrópu hafi þróast gerræðisstjórnvald af áður óþekktri stærðargráðu sem dæmi jafnvel heilu þjóðarinnar í þrældóm, henti það gerræðinu. Fyrir þessu er ekki færð nein rök, engin önnur dæmi, því þau eru ekki til.
Það sjá allir hvurslags kjaftæði þetta er.
Málið i hnotskurn er eins og Financial Times sagði í leiðara, þetta er "lögleysa", þetta er "kúgun". Þeir þurftu ekki að hafa rétt fyrir sér, en þegar bresk stjórnvöld þora ekki að leiðrétta þessar fullyrðingar, eða leggja fram lögfræðileg rök máli sínu til stuðnings, þá stendur þessi fullyrðing Financial Times.
Hún stendur alls staðar nema hjá þeim sem vilja láta samborga sína þjást vegna ólöglegrar fjárkúgunar.
Jóhanna Sigurðardóttir má eiga það að hún getur verið snjöll að afhjúpa innihaldsleysi málatilbúnaðar ríkisstjórnar sinnar, en núna náði hún nýjum hæðum, því þingmenn í Sjálfstæðisflokknum og Framsókn, taka undir ruglið.
Þegar ICEsave var samþykkt, þá réttlættu menn afstöðu sína til dæmis með að "bankakerfi Evrópu félli" ef dómsstólar dæmdu okkur í vil og "það yrði aldrei látið gerast".
Með öðrum orðum, þá er fullyrt að Evrópa sé ekki réttarríki, dómsstólar dæmi ekki eftir lögum, heldur hagsmunum. Og að sjálfsögðu er svona fullyrt án raka.
En mestu lágkúrunni náði Samfylkingarþingmaðurinn Guðmundur Steingrímsson í útvarpsviðtali á Rás 2 þegar hann útskýrði hjásetu sína. Hann sagði að íslensk stjórnvöld hafi ábyrgst allar innistæður á Íslandi en ekki í útibúum erlendis, og það væri ekki líklegt að dómsstólar samþykktu það og svo framvegis.
Það er lágmark að þingmaður sem þykist hafa vald til að koma óbærilegum byrðum á samborgara sína, að hann hreinlega ljúgi ekki þegar hann réttlætir aumingjaskap sinn.
Það er engin ríkisábyrgð á innlánum á Íslandi.
Neyðarlögin fólu ekki í sér ríkisábyrgð, og á það hefur verið margbent.
Samt kemur maður sem fullyrðir þetta í trausti þess að fólk gíni við lyginni.
Þarna er verið að undirbúa já-ið í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu.
Margt annað má tína til, eins og fullyrðingar um að skuldbinding Íslands sé aðeins 47 milljarðar, og er það vitnað í mat Seðlabankans, sem byggist á mörgum efum og hefðum. Með öðrum orðum getgátur, og ekkert öruggari en hjá þeim sem segja að hann getir hlaupið á milljörðum.
Staðreyndin er sú að enginn veit hvað þessi ábyrgð er há, og þeir sem nefna eina tölu, eru að blekkja, og þegar hún er nefnd í lægsta kantinum, sem líklegasta er ólíklegasta niðurstaðan, þá má hreinlega tala um lygi, það er verið að ljúga fólk til fylgis við jáið.
Og hvað segja lygar og blekkingar um málstað ICEsave sinna???
Jú, þeir hafa engan málstað til að verja.
Það eru staðreyndir málsins.
Kveðja að austan.
Ánægður með að Icesave-lög voru samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 446
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 385
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.