16.2.2011 | 22:48
Aumingja, aumingja, aumingja vesalings litlu börnin í VG.
Græðgiöfl eru að eyðileggja það góða þjóðfélag sem við ólumst upp í.
Hvort sem það er aðförin að heimilunum, aðför AGS að almannasjóðum, yfirtaka braskara á almannaveitum, innri eyðing heilbrigðiskerfisins, aðförin að menntakerfinu, þá blasir allstaðar við að samfélag okkar á undir högg að sækja.
Og ungliðar margra flokka mótmæla, enda framtíðin þeirra.
En aumingja, aumingja, aumingja veslings litlu börnin í VG eru svo hrædd, að þau þegja. Eins og þau búi ekki á Íslandi 21. aldar. Heldur til dæmis í Færeyjum, eða Kanada, er einhver að mótmæla þar???
En þögnin var rofin, þau héldu út á vígvöllinn og réðust að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum!???
Aaaaa, Nei, bara að djóka.
Þeir ályktuðu gegn því að maður sem beit lögregluþjón, skyldi fá lágmarks refsingu sem hugsanlega var hægt að dæma hann í samkvæmt laganna bókstaf.
Þetta kalla þau hindrun á rétti fólks til að bíta, nei afsakið að mótmæla.
Kann sagan sanna sögu um seinheppnari börn sem vildu láta taka mark á sér, jafnvel eins og þau hefðu tekið út þroska unglingsáranna????
Ég held ekki.
Kveðja að austan.
Harma pólitísk réttarhöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 446
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 385
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll félagi Ómar.
Það kæmi mér ekki á óvart að dagurinn sem er á enda kominn sé versti dagur Íslenskrar stjórnmálasögu, sögu sem er skráð af samfylkingu og vg eða hinum svokölluðu félagslegu öflum. Úr þessu getur morgundagurinn einungis verið betri, t.d. gæti Forseti Líðveldisins ákveðið að fólkið í landinu eigi að ráða sínum málum sjálft þegar stóra-gljúfur er á milli þings og þjóðar.
Annars bara brattur og búinn að bóka ferð til Noregs, aðra leiðina.
Umrenningur, 16.2.2011 kl. 23:25
Blessaður Umrenningur.
Þú mætir samt í blóðugu byltinguna.
Gangi þér annars allt í haginn.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 17.2.2011 kl. 00:17
Að sjálfsögðu mæti ég þar. Það er enn von að Íslendingar geti haldið áfram að vera fullvalda þjóð, en ég fékk mig fullsaddann á ruglinu hér í dag þó að sálartetrið skáni vonandi eftir að hafa melt rétti dagsinns.
Umrenningur, 17.2.2011 kl. 00:38
Það er alltaf von Umrenningur, hún deyr aldrei, en lognmollan getur kæft hana.
Ákvörðun Alþingis í dag er forboði stormsins.
Héðan af getur aðeins Ólafur róað lýðinn.
Og þjóðaratkvæðið mun ekki snúast um ICEsave, heldur um hvað má gera þessari þjóð???
Hvar liggja mörkin????
Er hægt að lofa skuldsettum heimilum 6 milljörðum eftir Helgi sem enginn hefur síðan heyrt minnst á, bara svo dæmi sé tekið???
Nei, ég er allavega feginn, núna er ég sá hógværi, það er af sem áður var.
En ég er ánægður með mitt dagsverk, það síast inn.
Kveðja og góða nótt.
Ómar Geirsson, 17.2.2011 kl. 00:46
Sælir ég verð á Austurvelli kl 13:30 þann 17.02.2011 og nú ekki bara að berja tunnur!
Sigurður Haraldsson, 17.2.2011 kl. 01:02
Blessaður Sigurður.
Ég verð með þér í huganum, margir aðrir líka.
Ég átta mig samt ekki á því hvað fjöldinn er að hugsa, undirskriftarsöfnunin er frábær en samt finnst mér vanta einhvern neista.
Hvar eru þeir sem misstu vinnuna vegna niðurskurðar, og þá sérstaklega þeir sem munu missa vinnuna næstu árin?? Hvar eru Hafnfirðingar, finnst þeim alltílagi að missa spítalann sinn??
Hvar eru Suðurnesjamenn, eru þeir ennþá að bíða eftir álverinu sem mun aldrei koma???
Bíða skuldsettir út á götu, skimandi eftir þessum 6 milljörðum???
Mæðurnar, ömmurnar, hafa þær sett börn sín í fóstur eða úr landi og því alltílagi að láta ræningja stela öllu steini léttara???
En það er gott að vita af þér, að það sé einhver sem gefst ekki upp.
Minni á að framan að í Argentínu þá voru þetta aðeins örfáar mæður, svo alltíeinu áttaði fólk sig á að allt sem kom frá AGS var lygi, lygi til að breiða yfir þjóðarrán.
Þá sprakk allt.
Ég held að Ólafur haldi um kveikinn í dag.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.2.2011 kl. 06:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.