16.2.2011 | 16:05
"Aðeins nokkrir tugir milljarðar"
Segir fjármálaráðherra.
Bætti því við að það stækkaði fólk að láta undan ofbeldisseggjum. Líklegast þess vegna sem hann sker löggæslu niður við trog, svo ofbeldisseggir fái aukið svigrúm til að stækka fólk.
Munum að þetta er maðurinn sem blákalt ætlaði að reka 960 starfsmenn heilbrigðiskerfisins og afleggja sjúkrahúsþjónustu á landsbyggðinni. Meintur sparnaður var áætlaður um fjórir milljarðar.
Það sem fjármálaráðherra ætlar í ICEsave, dygði til að reka heilbrigðiskerfið á óbreyttum forsendum næstu 15 árin, þrátt fyrir kreppuna.
Hvað fjármálaráðherra gerir síðan þegar milljarðarnir verða einhver hundruð er önnur saga, sjálfsagt finnur hann einhver ráð til að kenna íhaldinu um. Það hefur verið hans háttur í þessari stjórn, að kenna fortíðinni um öll sín afglöp.
En eftir stendur smáð vinstristjórn, rúin trausti, og fyrirlitin af þorra fólks.
Það mun líða langur tími þar til fólk treystir einhverjum sem kennir sig við vinstri.
Reynslan svíður sárt.
Kveðja að austan.
Menn verða stórir með samningum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 291
- Sl. sólarhring: 797
- Sl. viku: 6022
- Frá upphafi: 1399190
Annað
- Innlit í dag: 249
- Innlit sl. viku: 5104
- Gestir í dag: 236
- IP-tölur í dag: 233
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessaður Ómar, Steingrímur hefur ekki hugmynd um hvað þetta kostar okkur á endanum, það veit enginn.
Kostnaðurinn getur hlaupið á tugum, jafnvel hundruðum milljarða.
Við vonum að forsetinn virði þjóðina á sama hátt og hann gerði síðast og við fáum að velja hvort við erum tilbúin til að borga þessa fáránlegu skuld.
Reyndar fannst mér athyglisverð ábendingin frá Pétri Blöndal, hann hefur uppi efasemdir um, hvort stjórnarskráin heimili að borguð sé skuld sem enginn þekkir kostnaðinn við.
Sigurður Kári vill rannsaka Icesave málið frá a-ö, ég vona að það verði gert, alveg frá upphafi, þá meina ég frá því að ríkisstjórn Geirs H.Haarde ríkti og til dagsins í dag.
Þjóðin á heimtingu að fá að vita hvað hefur verið á seiði, ég hef talað við marga og fengið ýmsar upplýsingar, samt botna ég hvorki upp né niður í þessari endemisþvælu.
Við verðum að borga skuld sem allir vita að er ekki skuld, til þess að geta tekið enn meiri lán, sem lækkar svo lánshæfismatið.
Er þá rétta aðferðin sú, að skuldsetja sig upp í rjáfur og borga eitthvað sem við skuldum ekki, til þess að öðlast virðingu og traust á alþjóðavettvangi?
Heimurinn er orðinn æði furðulegur Ómar minn, ég er hættur að botna í þessu, ég veit ekki með þig.
Jón Ríkharðsson, 16.2.2011 kl. 16:55
Blessaður Jón,
Nei, ég verð að játa að ég skil ekki öll þau öfugmæli sem fylgja þessari ákvörðun. Tók nú reyndar formann þinn í gegn í bloggi hér að ofan, en hann er samt skástur greyið.
En staðreyndin er sú að það eru engin efnisleg rök fyrir málinu, önnur en þau að menn eru að kaupa sér frið. En hafa ekki kjark til að segja það.
Þetta með það sem Pétur sagði, það er kjarni málsins, margræddur í ICEsave andstöðunni. Stefán og Lárus vöktu fyrst athygli á þessu, Sigurður Líndal hnykkti síðan á rökunum í frægum pistli á Pressunni.
En þetta hefur skilað sér lítt inn á Alþingi.
Til dæmis skil ég ekki Sigmund að hann skuli ekki hafa látið reyna á þetta, við hvað er hann hræddur???? Að liðið tali ekki við hann eftir að það sleppur úr grjótinu????
En almenningur mun kæra, ætli Skapti felli ekki stjórnina endanlega þegar Hæstiréttur dæmir ríkisábyrgðina ólöglega.
Ég er allavega rólegur. Fékk þá ró þegar ég gerði mér grein fyrir víðtækri andstöðu ykkar íhaldsmanna.
Við skulum gera okkur grein fyrir að ef forsetinn undirritar ICEsave, og Hæstiréttur dæmir samninginn gildan, þá er búið að fella stjórnarskrána og stjórnskipan landsins úr gildi.
Og það heitir valdarán. Trúi ekki öðru en að menn nái lendingu í dómsmáli, þar sem látið verður reyna á lögmæti hinnar bresku fjárkúgunar.
Ef ekki þá er úti um íslenska lýðveldið. Það er svo margt annað sem er að, og bikarinn nú þegar barmafullur. Og spár um endurreisn munu ekki ganga eftir, það er útilokað á meðan Vesturlönd vinna úr sinni fjármálakreppu.
Þess vegna skil ég ekki að menn skuli kljúfa þjóðina fyrir vináttu þjóðar sem beitti okkur kúgun og ofríki þegar við vorum hjálparþurfi.
Það er það sem ég botna ekki í Jón.
Og mun aldrei gera.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.2.2011 kl. 18:01
Blessaður Ómar.
Þótt þú gagnrýnir formann Sjálfstæðisflokksins, þá finnst mér ekkert athugavert við það.
Þótt sumir eflaust haldi annað, þá hef ég aldrei talið nokkurn mann yfir gagnrýni hafinn né reynt að verja eitthvað sem stríðir gegn minni sannfæringu.
Ef ég ver flokkinn og hans forystumenn, þá er það vegna minnar eigin samvisku. Ég hef aldrei kunnað að vera hundtryggur einhverjum einstaklingum og séð ástæðu til að verja eitthvað sem ég er ósammála, slíkt finnst mér hefta alla alvöru umræðu.
En sjálfstæðistefnuna ver ég alveg út í hið óendanlega, því hún finnst mér eins sönn og mannlegt verk getur orðið.
Kveðja af mölinni.
Jón Ríkharðsson, 16.2.2011 kl. 19:00
Heyrðu og ég er sammála öllu sem þú segir í þinni athugasemd, svo það komi fram.
Jón Ríkharðsson, 16.2.2011 kl. 19:02
Blessaður Jón, Bjarni hefði sloppið þolanlega frá þessu ef hann hefði sleppt því að tala um skuldbindingu, og falsmálflutning.
Hann hefur vægast sjálfur afhjúpað lögleysuna í ICEsave, og er því í mótsögn við sjálfan sig. Og miðað við andstöðuna út í þjóðfélaginu, og ekki hvað síst í hans eigin flokki, þá átti hann að passa sig á sleggjudómum. Rökin um besta samning og kalt hagsmunamat, eru rök, sem menn geta rætt, en bull er alltaf bull.
Og restin að liðinu sem studdi þennan samning, kom varla út úr sér setningu, án þess að í þeim væri annað hvort rakið bull, hrein ósannindi, eða vítaverðar blekkingar.
Og já, þú ert með kjarna þess sem fólk þarf að átta sig á ef það vill vera sjálfum sér samkvæmt. Út frá lífsskoðunum sínum mótar fólk sér stefnu, og þeir sem eru trúir sjálfum sér, þeir verja sína stefnu með rökum og staðreyndum.
En þeir skíta út stefnuna þegar þeir nota ósannindi og blekkingar, hvort sem það er til að verja sitt fólk, eða ná höggstað á andstæðingnum. Það er ekki laust við að margir sjálfstæðismenn hafi fallið í þá gryfju þessa daganna, því staðreyndirnar eru einfaldlega allar á móti þeim í þessu máli.
Eina heiðarlega afstaðan er að viðurkenna að samþykkt ICEsave, er að láta undan löglausri kúgun til að halda friðinn við Evrópusambandið. Og það er gert með blóði þjóðarinnar.
Í málinu eru ekki önnur rök.
Enginn myndi persónulega láta fara svona með sig nema mafíuna. Og þá lúffa menn af hræðslu. Ekki vegna þess að það sé þeirra hagur að láta fjárkúga sig. Þó þeir fái frið, tímabundinn frið.
Enginn broddborgari hefur þá sannfæringu fyrir málinu, að hann segi, "ég hef rífleg laun og hlunnindi, eða ég hef rífleg eftirlaun, og ég ætla að láta það sem er umfram venjulegar tekjur, renna til að greiða þessa skuldbindingu". Þeir ætla öðrum að borga, ef lífskjör rýrna, þá fá þeir sínar hækkanir, því þeir semja um þær sjálfir.
Með öðrum orðum, þetta er siðlaus afstaða.
Það er ótrúlegt á 21. öldinni, að menn skulu úthrópa dómsstóla, ekki fjárkúgarann, telja það stórmannlegt að semja um fjárkúgun, en ógn við þjóðina að lög og réttur gildi. Hvað þrælalög halda menn eiginleg að gildi í Evrópu???
Vissulega var fjárkúgun í tísku á dögum 100 ára stríðsins, og þar var Svarti prinsinn í fararbroddi Englendinga, og vissulega var dómsstóllinn sem dæmi Jóhönnu af Örk, ekki hlutlaus enda undir verndarvænd Englendinga en hann dæmdi samt ekki gegn lögum.
Og við erum að tala um atburði á fyrri hluti 15. aldar.
Í dag sagði þingmaður Samfylkingarinnar að við myndum ekki vinna dómsmál því bankakerfi Evrópu væri í húfi. Hún taldi sem sagt að réttarkerfinu hefði hrakað frá 15. öld, að það væri ekki lengur dæmt út frá lögum, heldur hagsmunum.
En Jón, þjóðin nær vopnum sínum ef fleiri hugsa eins og þú. Verja lífsskoðanir sínar og þá grunnstefnu sem þeir aðhyllast, en verja ekki misgjörðir eða mistök leiðtoga sinna. Þetta skilja flestir í Sjálfstæðisflokknum, en fæstir í Samfylkingunni.
Jæja, ég á eftir lokapistil dagsins, ætla að segja mína sýn á atburði dagsins, svona eitthvað út úr kú miðað við almenna umræðu. Svona eitthvað að hætti hússins.
Bið að heilsa suður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.2.2011 kl. 22:28
Blessaður Ómar og Jón
Þið talið um Hæstarétt og gefið í skyn kæru eða e-ð þess háttar sem hann muni taka á. Hver kærir?
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 16.2.2011 kl. 23:39
Blessaður Arinbjörn.
Ég er ekkert að gefa í skyn. Ég reikna ekki með blóðugri byltingu sem mun hrekja þessa ríkisstjórn frá þó hún hafi gert tilraun til valdaráns í dag.
Það dugar að einn skattgreiðandi kæri ólöglega skattheimtu því ekki ætlar þetta blessaða lið að greiða ríkisábyrgðina úr eigin vasa, eða vasa stuðningsmanna sinna.
Ætli Skapti felli þetta ekki eins og hann felldi stjórnlagaþingið.
Það fíaskó hefði átt að kenna Alþingi að það þarf að virða lög landsins, skiptir engu máli þó tilgangurinn sé góður eða vondur, eða allt þar á milli, ákvarðanir Alþingis þurfa að standast lög, og standast stjórnarskrána.
Því er ekki að heilsa í þessu máli.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.2.2011 kl. 00:16
Blessaður Ómar
Takk fyrir þetta. Stundum langur í mér fattarinn.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 17.2.2011 kl. 01:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.