13.2.2011 | 18:33
Það er ekki langt á milli himins og hafs þegar ein bátsskel skilur að.
Og óveðurský fjármálakreppunnar eru við sjóndeildarhringinn, enginn veit ennþá hvort stjórnvöld á Vesturlöndum nái að halda sjó. Evran rær lífróður, núverandi skuldasöfnun Bandaríkjanna mun leiða til þjóðargjaldþrots í náinni framtíð. Og vandi fjármálakerfisins, vandinn sem hóf þessa kreppu, hann er þarna ennþá, aðeins ekki sýnilegur því honum var sópað undir teppið.
Eina sem má fullyrða er ÓVISSA, óvissa um hið alþjóðlega efnahagskerfi, en vissa að olía, matvæli, fjármagn, allt mun hækka í verði. Sem þýðir á mannamáli að viðskiptakjör þjóðarinnar munu versna.
Og því má fullyrða eitt, að sá sem segir að núverandi ICESave samningur sé skárri, vegna þess að hann er upp á 47-60 milljarða, að hann lýgur. Alveg eins og sá sem segir að hann sé 220-250 milljarðar ljúgi líka.
Sannleikurinn er að enginn veit hina endanlegu tölu hans og samþykkt slíks samnings er því skýrt brot á stjórnarskrá landsins.
Brot sem forseti Íslands mun aldrei gerast samsekur um.
Og það eru ekki bara óveðurský fjármálakreppunnar sem ógna þjóðarfleyinu, fjallháar skuldaöldur dynja á og eru líklegar til að kaffæra það. Við megum ekki gleyma af hverju síðasti ICEsave samningur var til mun lengri tíma, vaxtalaus fyrstu 7 ári. Það var vegna þess að enginn gat reiknað út hvernig þjóðin gat greitt hann á meðan hún glímir við núverandi skuldir.
Sú staða hefur ekkert breyst, en vegna höfnunar þjóðarinnar, þá var lagt af stað í nýja Bjarmalandsferð með lygina að leiðarljósi.
Núna eiga alltí einu að vera til peningar til að greiða strax. Við þurfum bara að loka sjúkrahúsum, skera niður grunnmenntun barna okkar, reka gamalmenni á gaddinn, og neita ungu fólki í skuldaerfiðleikum um aðstoð, og þá eigum við næga peninga handa bretum og AGS.
Hingað til hafa erlendir herir þurft að fara með ránshendi um þjóðríki til að skilja þau eftir á jafn köldum ICEsave klaka og nú á að gera. íslensku þjóðinni
Og menn tala um um himinn og haf sem ber á milli.
Munum að þegar bátsskelin sekkur þá sameinast himinn og haf hinum drukknandi manni, áður en hann sekkur í djúpið.
Slíkt hyldýpi bíður barna okkar ef við teljum okkur huglausa aumingja sem auðrónar og fjárkúgarar geta rúið inn að skinni.
Við yrðum þá fyrsta þjóðin í heiminum sem verndaði ekki börnin sin á meðan einhver fílefld manneskja væri uppistandandi.
Það er rétt hjá forseta Ísland, á milli þess sem afhendir börnin sín fríviljugur þrælahöldurum, og þess sem berst fyrir frelsi þeirra, er himinn og haf. Og á milli er sjálft réttlætið og trúin á framtíðina.
Ég vona að forseti Íslands hafi verið að benda á þá staðreynd.
Kveðja að austan.
Samingurinn betri en sá fyrri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 215
- Sl. sólarhring: 665
- Sl. viku: 5799
- Frá upphafi: 1399738
Annað
- Innlit í dag: 185
- Innlit sl. viku: 4949
- Gestir í dag: 181
- IP-tölur í dag: 181
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.