Þeim liggur á í grjótið blessuðum þingmönnum okkar.

 

Lögbrot og fjárkúgun verða ekki lögleg þó "aukinn" meirihluti þings samþykkir þau.  Í raun þýðir það aðeins að fangelsisyfirvöld þurfa að reikna með meira álagi þegar þjóðin lögsækir þjófana.

Réttvísin mun hafa sinn gang og þjóðin mun endurheimta sitt fé.

 

Því sama hvað margir keyptir álitsgjafar, sama hvað margir keyptir sérfræðingar, sama hvað margir bullukollar, stíga á stokk og segja að Alþingi megi afhenda bretum skattfé þjóðarinnar, þá gilda lög í landinu.

Ekki keypt álit þeirra sem borga best.  

Ef svo væri þá þyrftum við ekki dómsstóla, eða hvað þá Alþingi, þeir Siggi Einars, Jón Ásgeir, Bjöggarnir  eða hvað sem allir bankaræningjarnir heita, þeir ákvæðu hvað væri "rétt" og það færi eftir því hver borgaði best.

 

Kjarni ICEsave er þjófnaður, það er verið að stela skattpeningum landsmanna.  

Um leið og frumvarpið verður staðfest af forseta Ísland, og þjófnaður ekki lengur ætlaður, heldur raunverulegur, þá verður hann kærður.

Og Hæstiréttur mun dæma eftir gildandi lögum og stjórnarskrá lýðveldisins.

 

Rökin fyrir þessum þjófnaði eru þau sömu og ef þingmenn ákvæðu að láta húsbændur sína, þá Jón og Björgólf og alla hina, fá þriðjung tekjuskattsins næstu 10 árin því það væri ískalt hagsmunamat að þannig losnaði þjóðin við aðrar kröfur þeirra.  Þeir geta jú hótað að fara í mál og viljað fá allt sitt tapaða hlutafé í bönkunum með vöxtum auk 650 milljarða eingreiðslu vegna miska.  

Þeir töpuðu jú þessu öllu vegna neyðarlaganna, þeim var mismunað og slíkt er bannað samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.

 

Vissulega er ólíklegt að þeir ynnu málið, mjög ólíklegt, en það er samt ekki útilokað.

Og þá væri kostnaðurinn svo miklu hærri.

Og að  hafa þessar málssóknir hangandi yfir sig, auk alls þess tjóns sem þeir gætu valdið þjóðinni, til dæmis með því að setja ennþá vitlausari fólk á þing næst þegar verður kosið, það sjá það allir að tjónið getur verið ómælt.

Og því betra að semja og spara því þjóðinni stórfé.

 

Svona er endalaust hægt að bulla, og segja að, það er ískalt hagsmunamat okkar að þjóðin tapi miklu meira er hún fer eftir lögum og rétti, þess vegna samþykkjum við þessa og hina ríkisábyrgðina.

Eða þá hreinlega að skipta þessum 220 milljörðum milli þingmanna, hvar stendur að það sé bannað í lögum eða stjórnarskrá????

 

Málið er að þetta fólk hefur ekkert vald um leið og það hættir að virða lögin, og lögin munu hafa sinn gang. 

Fjárkúgarar og samverkamenn þeirra enda alltaf í fangelsi, það er bara gangur laganna.

Krafa breta styðst ekki við nein lög og engan dóm hafa þeir til að framfylgja henni.  Aðeins brautargengi fjörtíu og eitthvað mútuþega sem telja sig hafna yfir lög og rétt.  

Og hingað til hefur enginn dómur talið það röktækt að bera við mútur þegar menn réttlæta stuðning við lögbrot.  Til dæmis í Bandaríkjunum er það talið alvarlegri glæpur þegar kjörinn trúnaðarmaður  bregst skyldum sínum og lætur glæp viðgangast, en sjálfur glæpurinn.  

Það er í raun ekki til stærri glæpur en að svíkja þjóð sína og bregðast skyldum sínum á ögurstundum.

 

Og þann glæp er "aukinn" meirihluti alþingismanna í þann mun að fremja.

Guð hjálpi þessu fólki, það veit greinilega ekkert hvað það er að gera.

Og vonandi fær það sanngjarna málsmeðferð þegar þar að kemur.

 

En það mun ekki sleppa við grjótið.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Icesave afgreitt af fjárlaganefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tek undir það. Þetta er óforskammaður þjófnaður og meirihluti alþingis virðist vera þátttakndi í því ferli.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.2.2011 kl. 23:24

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sammála...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.2.2011 kl. 00:23

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Blessaður Ómar.

Guð hjálpi okkur öllum.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 15.2.2011 kl. 02:57

4 identicon

Gangi þeir lengra en þegar hefur verið í valdnýðslu og andlýðræðislegri hegðun skulu þeir svo sannarlega vera kærðir fyrir landráð og sæta tukthúsvist allir saman. Umburðarlyndið hefur sín takmörk. Það verður að læsa slíkt fólk inni til að setja fordæmi. Vonandi láta þeir hér við sitja, snúa við blaðinu og bæta ráð sitt, og leyfa þjóðaratkvæðagreiðslum um framtíð þjóðarinnar að ná í gegn. Annars ber þeim að taka út sína réttlátu refsingu.

Benjamin Franklin (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 03:05

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Blessaður aftu Ómar

Ég má til að linka þessu:

http://vala.blog.is/blog/pistlar/entry/1142548/#comment3100539

Ein bestu skrif um málið utan þín.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 15.2.2011 kl. 03:19

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Grein Völu var frábær.

Og Arinbjörn, núna þurfum við að hjálpa guði við að hjálpa okkur.   Þjófnaður varðar við lög, brot á stjórnskipan og brot á skýrum reglum stjórnarskrárinnar um rétt þjóðar gagnvart íþyngjandi kvöðum ríkisvalds, allt ber þetta að sama brunni.

Guð hjálpi þeim þingmönnum sem samþykkja glæpinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.2.2011 kl. 07:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 186
  • Sl. sólarhring: 460
  • Sl. viku: 1389
  • Frá upphafi: 1321272

Annað

  • Innlit í dag: 167
  • Innlit sl. viku: 1193
  • Gestir í dag: 161
  • IP-tölur í dag: 160

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband