Málefnaleg rök takast á innan Sjálfstæðisflokksins.

 

Óhætt er að segja að Bjarni Benediktsson sýni mikinn kjark og áræði þegar hann loksins tók af skarið í ICEsave deilunni og sagði það ískalt hagmunamat sitt að best væri að samþykkja núverandi samning á Alþingi.

Það er deginum ljósara að um þetta mál er mikill ágreiningur innan Sjálfstæðisflokksins og því ljóst að Bjarni er ekki að kljást við pólitíska andstæðinga sína, enda þeir allflestir mjög ánægðir með ákvörðun hans, heldur er það hans eigin flokksmenn sem harðast ganga gegn því sem Bjarni kallaði til skamms tíma löglausa kúgun breta.

Einnig er ljóst að enginn getur deilt um ískalt hagsmunamat fólks, menn geta verið sammála því eða ósammála, en réttinn til að leggja slíkt mat á aðstæður er réttur hvers og eins.

 

En þegar menn rökstyðja mál sitt, þá takast rökin á eins og rök eiga að gera.  Stuðningsmenn tala um málefnalegan rökstuðning, og segjast sammála ákvörðun formanns síns.

Óhætt er líka að segja að andstæðingar hans innan flokksins rökstyðji sitt mál, þeir eru líka málefnalegir, málefnin takast á og það er vel.  Lygarnar og blekkingarnar sem hafa einkennt málflutning ríkisstjórnarinnar eru með þvílíkum endemum að þær verða ekki útskýrðar nema með því að þetta fólk er beint að vinna að hagsmunum annars ríkis, og þá við að ræna þjóð sína.

Það er því öllum hollt að bera saman rök þeirra sem takast á um þetta mál innan Sjálfstæðisflokksins, rök sem kristallast í málflutningi Engeyinganna, Bjarna og Björns.

 

Björn Bjarnason rökstyður að Alþingi hafi ekki vald til að afgreiða málið, ekki fyrst það var á annað borð komið til þjóðarinnar.

 

 "Ég er undrandi á því að Bjarni taki ekki undir það sjónarmið að hin nýju Icesave-lög verði borin undir þjóðina. Rökin fyrir því eiga ekkert skylt við það hvort fleiri eða færri þingmenn samþykkja lögin. Meginrökin eru þau að málið er í höndum þingsins af því að þjóðin vísaði því þangað í atkvæðagreiðslu. Þingið á að fela þjóðinni að eiga síðasta orðið í málinu nema þingmenn vilji skilja það eftir sem opið sár."

 

Í sjálfu sér koma meginrök málsins fram hjá Birni, það er svo annað mál hvort menn styðji sjálfan samninginn, en stjórnskipan lýðveldisins ætlast til þess að samningurinn verði lagður fyrir þjóðina.  

Í sjálfu sér sama eðlis eins og þegar Hæstiréttur felldi úr gildi kosningarnar til stjórnlagaþings, vilji menn halda áfram með þá hugmynd, þá þarf að kjósa aftur.  Menn geta vissulega deilt á dómarann, en stjórnskipan krefst þess að úrskurði hans sé hlýtt. 

Séu menn ósáttir, þá breyta menn lögunum sem Hæstiréttur dæmir eftir.

 

Eins er það með þjóðaratkvæðagreiðslu um ICEsave samninginn.  Þjóðin hefur þegar hafnað samningi sama eðlis og núna liggur fyrir þinginu.  Vilji menn samt semja, út frá ísköldu hagsmunamati eins og Bjarni orðar það, þá er það þeim heimilt á meðan þeir fara með framkvæmdarvald en þeir geta ekki farið fram hjá þeim þjóðarvilja sem kom fram þegar fyrri ICEsave samningur var felldur.

Menn geta deilt um málsskotrétt forseta Íslands, en menn ganga ekki framhjá honum.  

Eins er það með forsetann, að fyrst að hann kaus að nýta sér þennan rétt, og vísa fyrri ICEsave samning til þjóðarinnar, þá mun hann gera það sama núna, annað er geðþóttastjórnvald sem gengur gegn fyrri ákvörðun.

Alþingi má vissulega samþykkja núverandi ICEsave samning, en síðan ber því að vísa honum til þjóðarinnar, geri það slíkt ekki og neyðir þar með forsetan til að gera það, þá er ljóst að löghelgun þings og framkvæmdarvalds er í húfi.

 

Virði menn ekki leikreglur stjórnarskrárinnar, þá er sjálft lýðveldið í húfi.

Og það getur aldrei verið ætlun ískalds hagsmunamats sem tekið var út frá ætluðum hagsmunum þjóðarinnar.

 

Enginn milliríkjasamningur getur verið mikilvægari en sjálf stjórnskipan lýðveldisins.

Kveðja að austan.


mbl.is Þjóðin eigi síðasta orðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 14
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 1238
  • Frá upphafi: 1412792

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1088
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband