28.1.2011 | 17:26
Er Ólafur að bila???
Eða er hann bilaður???
Ef hann er bilaður, þá er ljóst að hann meinar það sem hann er að segja, tekur þátt í hráskinsleik fjárkúgaranna og meðreiðarsveina þeirra.
Þá er hvert orð sem kemur úr hans munni, fals og spé, til þess eins að blekkja þjóðina.
Ef hann er að bila, þá tjá orð hans sálarangist.
Hann reynir að réttlæta kúgunina, að hún sé ekki eins "ósanngjörn".
En er einhver flötur á þessu???
Jú, vextirnir eru í augnablikin lægri, en tengdir Libor, og gætu því hækkað á samningstímanum. Gerir engan gæfumun, hann felst í að greiðslur hefjast strax en ekki eftir 7 ár, ef endurheimtur eru góðar, þá verður upphæðin óneitanlega mun lægri.
Gæti farið úr 507 milljörðum í 60-80 milljarða.
Og óneitanlega er það skárri niðurstaða, ber ekki nokkur maður móti því.
En það eru mörg EF í dæminu, og þau falla öll á íslensku þjóðina. Til dæmis þá greiðir hún mismuninn, með vöxtum, ef endurheimtur verða lægri en áætlað er. Á tímum óvissu er það raunhæfur möguleiki.
Ef samningsaðilar hafa trúna, þá semja þeir um að bretar fái þrotabúið, og ef það verður afgangur, þá verður um hann samið þegar það er ljóst. Og án vaxta því það bað enginn breta um þessi lán, það er engin ríkisábyrgð á innlánum.
Annar áhættuþáttur er hvort innlán séu forgangskrafa, þó það verði dæmt á Íslandi, þá er ljóst að breskir dómsstólar eru ekki bundnir af þeim úrskurði, þeirra er að meta hagsmuni breskra kröfuhafa. Innlánseigendur hafa fengið sitt, breski tryggingarsjóðurinn fær sitt ef þetta samkomulag fer í gegn en aðrir breskir kröfuhafar ekki.
Til hvers ættu breskir dómsstólar að dæma gegn hagsmunum þeirra, íslenskum stjórnvöldum í hag, íslensk stjórnvöld hafa enga lögsögu í Bretlandi???
Svo er það þróun gengis, hvernig verður hún, hvað gerist þegar endurgreiðslur lána hefjast, til dæmis AGS lánsins???
Hver getur fullyrt um gengi framtíðarinnar.
Og ef illa fer, þá eru eigur íslenska ríkisins undir, vandséð að því hafi verið breytt.
Eftir stendur að samningurinn er í grunninn sá sami, nema að afborganir hefjast strax.
Og þá verður að skoða núverandi fjárhagsstöðu almannasjóða.
Er ekki niðurskurður um allar jarðir???
Átti ekki að reka 960 manns í heilbrigðiskerfinu út af skitnum 4 milljörðum??? Skitnum því það er mun minni upphæð en stjórnvöld ætla að greiða í fyrstu greiðslu.
Svo er það löggæslan, skólarnir, lækkun bóta og svo framvegis.
Maður sem segir að 60 milljarðar séu sanngjarnar bætur vegna einhvers sem þjóðin á ekki að greiða, hann er ekki í tengslum við daglegt líf.
Hann er að bila, einhver hótar honum illu ef hann samþykkir ekki kúgunina.
Spurningin er bara hver er hótunin???
Á að valda ættmennum forsetans miska???
Var hann leiddur í gildru vændiskvenna samkvæmt gamalli og góðri KGB uppskrift???
Hver sem skýring er, þá er ljóst að menn bila ekki að gamni sínu, menn bulla ekki nema þeir séu þvingaðir til þess.
En bilaðir menn bulla út í eitt, þeir eru ósnortnir af þjáningum samborgara sinna. Hjá þeim er spurningin aðeins völd og áhrif, eða mútufé sem fyllir vasa þeirra.
Tíminn mun leiða í ljós hvort er, hvort Ólafur er að bila, eða er bilaður.
En ég vona að hann sé aðeins að spila, spila með breska fjölmiðla, spila með Samfylkinguna.
Að hann viti betur en sé aðeins að skemmta sér.
Ólafur er jú enginn vitleysingur.
Meira en hægt er að segja um aðra vinstri menn.
Kveðja að austan.
Mun betri Icesave-samningur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 528
- Sl. sólarhring: 664
- Sl. viku: 6259
- Frá upphafi: 1399427
Annað
- Innlit í dag: 448
- Innlit sl. viku: 5303
- Gestir í dag: 411
- IP-tölur í dag: 404
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef sterkasti hlekkurinn bilar,bila allir veikari líka,bang sbr. domino.
Helga Kristjánsdóttir, 28.1.2011 kl. 18:04
Já svo bregðast krosstré sem önnur (herða) tré, en teljum nú upp að 10 og öndum með nefinu, þetta lyktar langar leið af "tekið úr samhengi" og "leiðandi spurningar" því eins og þú einnig staðfestir Ómar þá er Icesave hinn nýji "sanngjarnari" en sá sem þjóðin greiddi atkvæði um , en þjófnaður er þjófnaður sama hvort þú stelur 500 milljörðum eða 80 !!!
Svo ég leyfi mér að vona að hann sé enn á þessari braut :" Á elítan að ráða? Forsetinn heldur áfram og spyr hvort elítan eigi að ráða?
„Og þegar ég les sum ummælin í dag og í gær um erfiðleikana í mörgum evrópskum ríkjum virðist mér sem margir gleymi að þetta er í eðli sínu lýðræðislegt vandamál. Það er spurning hvort vilji sé til að leyfa fólkinu innan ríkjanna að raunverulega ákvarða framtíðina. Eða á að stjórna lausnunum með kænsku (e. maneuver the solutions) með samstöðu elítunnar í fjármálum og stjórnmálum á efsta þrepi, bæði innan Evrópu og annarra ríkja? [...] [V]egna þess að framlag Evrópu varðar meira lýðræði og mannréttindi en fjármálamarkaði.“
„Þetta er ekki spuni“Butler segir þá: „Þetta er vissulega jákvæður spuni...?“
Forsetinn greip þá inn í og sagði: „Þetta er ekki spuni. Þetta er mín rétta greining á ástandinu. Þetta snýst að kjarna til meira um lýðræði en markaði. Það snýst meira um hvað er fólk tilbúið að gera til að bjarga bönkum, einkabönkum í eigu annarra og hvað á að þvinga það til að gera í gegnum stjórnmálakerfið.
Þetta er tekið úr (mbl.is þýddu) viðtali við hnn á BBC þ.26nov 2010.
En sjáum til, en er von.
MBKV KH
Kristján Hilmarsson, 28.1.2011 kl. 18:28
Guð hjálpi okkur ef forsetinn ætlar að skrifa undir lögleysuna eins og hann gerði 2. september, 09.
Elle_, 28.1.2011 kl. 19:40
"gamli samningurinn hafi í grundvallaratriðum verið ósanngjarn"
Segir Ólafur. Þessi samningur er líka í grundvallaratriðum ósanngjarn þar sem í honum er ætlast til að Íslenskir skattgreiðendur borgi skuldir óreiðumanna.
Hreinn Sigurðsson, 28.1.2011 kl. 19:59
Takk fyrir innlitið kæra fólk.
Hreinn, ætli það sé ekki kjarni málsins, allir ICEsave samningar eru í kjarna sínum ósanngjarnir, því það er óeðli að hægt sé að koma skuldum einkaaðila á frjálsum markaði yfir á almenning.
Og skýrt lögbrot miðað við gildandi lög.
Kristján, ekki sá ég viðtalið, finnst ekki líklegt að Mogginn sé að stofna til ófriðar við Ólaf út af þessum máli.
Af hverju hann segir þetta, það er spurning, ég veit allavega að hann er ekki vitleysingur. Finnst persónulega líklegast að hann sé að spila með liðið, halda því volgu. Eins og þú bendir réttilega á þá er þetta á skjön við hans fyrri ummæli.
Þau skapa honum sérstöðu, og alþjóðlega viðurkenningu, hin eru álíka gáfuleg og taktísk eins og að senda Mubarak baráttukveðjur. Þróunin er jú að almenningur er að rísa upp, og þá fá þeir sviðljósið sem leiða þá þróun.
Uppreisn Ólafs gegn hinu vanheilaga bandalagi vinstrimanna og ESB elítunnar er dæmi um leiðsögn gegn fallandi valdi. Að styðja, þegar ljóst að þetta lið er búið að vera, það er út úr kú, og ekki Ólafi líkt.
Svo er spurning hvort um kúgun eða þvingun sé að ræða, tel það ekki líklegt, en samt líklegra en að Ólafur sé bilaður.
En það andar enginn rólega þegar svik eru í lofti, viðkvæmar, trúgjarnar sálir gætu bilast. Og við því verður að bregðast.
En þetta skýrist.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.1.2011 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.