20.1.2011 | 13:41
Niðurskurðurinn er tímabundinn!!!
Þannig urðu eftirmæli byltingar fólksins.
"Niðurskurðurinn er tímabundinn!".
Elsti og útslitnasti frasi fjórflokksins, hann varð síðasta haldreipi byltingarmannanna.
Vorum við að skipta út Hönnu Birnu fyrir þennan frasa??? Hún hefði þó haft reisn til að gera það sama, án þess að hafa logið til um að hún væri öðruvísi, hugsaði hlutina á annan hátt en en alltaf hefur verið gert.
Já, hann er tímabundinn þessi niðurskurður, það á að ræða við ríkið.
Vissulega rök að það þarf að gera, því góðar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu eru þjóðþrifamál, ekki eingöngu mál sveitarfélaganna þar. Öll rök hníga í þá átt að hluti bensínsgjaldsins fari í þær, það sparar útgjöld fyrir fjölskyldur, það sparar gjaldeyri fyrir þjóðfélagið.
Og gæti jafnvel gert fórnarlömbum Hrunsins kleyft að ferðast í borginni.
En menn drepa ekki sjúklinginn fyrst, og fara svo að ræða við lækna á öðru sjúkrahúsi hvort þeir kunni ráð til bjargar. Slíkt er heimskra manna háttu.
Eða háttur þeirra sem hvorki skilja hin hagrænu rök fyrir almenningssamgöngum, eða að þeir geti á nokkurn hátt sett sig í spor þeirra sem þær þurfa að nota.
Slíkir menn láta reka skólakrakka úr Strætó, þeir hafa barnagjöld svo há að þau eru aðeins á færi vel stæðra einstaklinga í fullri vinnu.
Og slíka menn vildi fólkið losna við og kaus Besta flokkinn.
En fólkið sat upp með áhugamenn um hag ísbjarna, en ekki almennings.
Þetta var svo sem sagt í kosningabaráttunni, en það héldu allir að það væri grín.
En grín getur verið dauðans alvara.
Kveðja að austan.
Tímabundinn niðurskurður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 51
- Sl. sólarhring: 618
- Sl. viku: 5635
- Frá upphafi: 1399574
Annað
- Innlit í dag: 42
- Innlit sl. viku: 4806
- Gestir í dag: 41
- IP-tölur í dag: 41
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.