17.1.2011 | 09:24
Ólafur alltaf jafn hógvær.
Af sem áður var með þennan stólpakjaft sem þreifst best í umróti og deilum.
Hann vill að glæpamaður sleppi með afsökunarbeiðni.
Að það dugi að biðjast afsökunar eftir að gert tilraun til stærsta ráns nútímasögu.
En látum það vera þó Brown sleppi með gapastokkinn fyrir ránstilraun sína, miskunn má sína þjófum ef þeir iðrast gjörða sinna. Og lofa uppá tíu fingur að lifa heiðvirðu lífi til dauðadags.
En það má aldrei láta breta og bresku ríkisstjórnina komast upp með hryðjuverkaárás sína á veikburða nágrannaþjóð á neyðarstundu.
Vegna þess að um aðför að sjálfri siðmenningunni var að ræða.
Allt það unga fólk, sem gaf líf sitt á árunum 1939-1945, vegna aðfarar ómenna að siðmenningunni, það má ekki hafa dáið til einskis.
Því allar styrjaldir byrja með því að stórþjóðir telja sig ekki þurfa að virða alþjóðalög og telja sig komast upp með kúgun og ofríki gagnvart smærri þjóðum. Sem eiga það eina ráð að leita skjóls hjá annarri stórþjóð.
Og að lokum þá stendur heimurinn grár fyrir járnum, tilbúin í átök.
Átök sem munu núna kosta milljarða, ekki milljónir lífið.
Allar skriður byrja á lítilli völu sem veltur af stað, öll stríð byrja á að vandalismi er látinn líðast.
Íslenska þjóðin ber þá skyldu gagnvart mannkyninu að láta breta ekki komast upp með kúgun, rán og ofbeldi.
Hún þarf að hrekja samstarfsmenn þeirra í ránskapnum frá völdum, og stefna síðan ræningjum, og ræningjaþjóðum fyrir dóm. Og alla samstarfsmenn þeirra sem lugu hinni meintu EES ábyrgð upp á íslensku þjóðina, vitandi hið rétta í málinu.
Stjórnmálamenn, þó hrokagikkir séu, eru ekki guðir.
Hvað þá að þeir hafi vald til að starta fyrirhuguðum heimsendi.
Stöðvum þá í tíma.
Kveðja að austan.
Brown ætti að biðjast afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 449
- Frá upphafi: 1412811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 388
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.