13.1.2011 | 20:48
Góðar fréttir fyrir sérstakan saksóknara.
Þann sem verður skipaður til að rannsaka stærsta glæp Íslandssögunnar, fjárkúgunina kennda við ICEsave.
Það virðist fylgja þessum sérstökum embættum, ákveðinn vandræðagangur, jafnvel að þeir noti dagatöl ættuð úr Efri Jökuldal, sem eru mun einfaldari í sniðum en þau sem almennt eru notuð á Jökuldalnum, sem aftur eru mjög frábrugðin því sem almennt eru notuð í heiminum.
En fjárlaganefnd tekur samviskulega niður nöfn og kennitölur helstu vinnumanna breta, svo það ætti vera mjög auðvelt að kalla þá til yfirheyrslu, daginn eftir skipunina i embættið.
Menn sem fabúlera um fjárkúgun, og meint brot á stjórnarskránni, þeir eru alltaf meðsekir, ef þeir benda á annað en hið augljósa.
Að fjárkúgun varðar við lög, og lög banni að samið sé við fjárkúgara.
Við megum aldrei gleyma að framkvæmdarstjórn ESB jarðaði ICEsave kröfu breta þegar hún kvað upp úr að hún ætti sér enga stoð í löggjöf sambandsins.
Eftir það hefur málið legið ljóst fyrir.
ICEsave er fjárkúgun, og það er glæpsamlegt athæfi að styðja fjárkúgun.
Jafnvel þó ríkisstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þvingi samninginn í gegnum Alþingi, þá er það aðeins staðfesting á því að erlend öfl stjórni landinu með aðstoð glæpaklíku.
Ekkert lýðræðisríki beygir sig fyrir fjárkúgun, ekkert lýðræðisríki brýtur stjórnarskrá sína svo hægt sé að inna að hendi ólöglegar greiðslur til erlendra ríkja.
Ekkert lýðræðisríki lokar sjúkarhúsum sínum og sveltir þegna sína svo hægt sé að greiða erlenda kúgun.
Og öll lýðræðisríki hafa sérstök lög sem taka á svona afbrotum. Og um allan heim heitir þessi lagabálkur sama nafninu, lög um landráð.
Vissulega eru ekki allir meðsekir ICEsave glæpamenn, landráðafólk, sumir gera þetta örugglega af hreinni fávisku, aðrir hafa ekki hugsað út í hvað þeir eru að gera.
En þeir sem vinna skítverkin fyrir erlendu fjárkúgarana, þeir er sekir, sekari en syndin.
Og það mun ekki taka sérstakan saksóknara í ICEsave glæpnum langan tíma að ákæra þá. Ég spái að það taki innan við klukkustund, svo ljóst liggur málið fyrir.
Það eina sem er óljóst, er hvenær þjóðin rís upp og hrekur glæpahyskið frá völdum.
Í því liggur efinn, allt annað er ljóst í málinu.
Kveðja að austan.
Segir Icesavevinnu ganga vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 8
- Sl. sólarhring: 36
- Sl. viku: 2648
- Frá upphafi: 1412706
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 2312
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hverju orði sannara hjá þér Ómar.
Elís Már Kjartansson, 13.1.2011 kl. 21:06
Því miður mun það neyðin sem kennir nakinni konu að spinna. Meðan er nokkrir dropar til að sjúga eða hænur að slátra, mun nægur meirihluti þjóðar því þegja þunnu hljóði. Í upphafi skyldi endinn skoða. Það er hægt að veðsetja hlut aftur fyrir enn veðið hefur verið borgað upp.
Júlíus Björnsson, 13.1.2011 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.