"Við þurfum ekki aðstoð!!!"

Sagði ekki Financial Times að þetta hefðu verið frægustu öfugmæli síðasta árs, eftir tíu svona yfirlýsingar ráðamanna, þá hefði þeir leitað í náðarfaðm ESB sem hringdi þá samdægurs í þrælasala Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Þess vegna sé þörf á öfugmælaafruglara, svo venjulegt fólk skilji svona yfirlýsingar.

 

Ekki veit ég hvort Jóhann þurfi einn slíkan afruglara, kannski dugar það ekki til.  Líklegast trúir enginn orðum hennar hvort sem er.

En fyndin eru þau.

"Það eru engar ákvarðanir sem liggja fyrir eða hugleiðingar um það að taka inn einhvern af stjórnarandstöðuflokkunum eins og sögur hafa gengið um. Ég ýti því öllu til hliðar og blæs á það."

Já, mikið er vald hennar og styrkur, að hún telji sig geta sótt flokka eftir hentugleikum til að styrkja stjórn sína, þá aumustu sem vestrænt stjórnarfar hefur upplifað frá því að fulltrúalýðræði varð hin viðtekna regla.

Hvað sem verður sagt um valdaþrá og hégómagirni fólks, þá vita allir, líka þeir sem eru í stjórnarandstöðunni, að samskipti við ríkisstjórn Jóhönnu hefur aðeins eitt i för með sér.  

Algjör endalok í stjórnmálum.

Sú tíð er liðin að Jóhann pikki upp fólk og flokka og notar það í svikakvörn sína, það mun enginn óvitlaus maður svíkja þjóðina í ICEsave, eða standa fyrir endalok þeirrar velferðar sem tók marga áratugi að byggja upp.

 

Annað bráðfyndið eru þessi ummæli hennar.

"Formaður Vinstri grænna hefur beðið um svigrúm til að fara yfir það mál í sínu baklandi þannig að ég gef honum það svigrúm fram til byrjun árs. Þau funda 5. janúar og ég vona að niðurstaðan úr þeim fundi verði að við komum með sterkari og styrkari stjórnarflokka eftir það. Það verður auðvitað að ráðast en ef ekki þá verðum við bara að skoða málið í framhaldi af því,".

Þvílík samningatækni, það er ekki ljáð máls á sátt eða byggðar brýr milli ólíkra sjónarmiða.  Nei, það á að tukta liðið til.  En hvað ef það tekst ekki, hvað þá??

Jú, þá ætlar Jóhanna að "skoða" málið.  Já, alveg satt, hún ætlar enn einu sinni að skoða málin.  Líklegast halda áfram á meðan málið er í skoðun, jafnvel í nefnd.  

Því Jóhann er ekki forsætisráðherra, hún er töskuberi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og sem slík aðeins notuð til að bera fyrirmæli í ráðherra.  Og á meðan enginn aflífar stjórn hennar, þá hangir hún áfram, á;

"Skoðun".

 

Já, reisn lýðveldisins er mikil þessa daganna.  Jafnvel "skoðun" er forsenda tilvist ríkisstjórna.

Ætlar virkilega enginn að binda enda á þessa vitleysu????

Og fara að stjórna landinu????

 

Hvað dvelur Orminn langa???

Kveðja að austan.


mbl.is Jóhanna blæs á framsóknarsögur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Mun það dvelja orminn langa að hann er í raun sullur er syndir í haughúsi því er kallað er af gárungunum WC (VG) og er bundin um ökkla erkiflónsins og mannfælunnar Jóhrannars

Óskar Guðmundsson, 30.12.2010 kl. 13:45

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Nú, ég hélt að hann dveldist í Leginum, sem reyndar er óttaleg forarvilpa eftir Kárahnjúkablessunina.

En hvar sem hann dvelur, þá þarf hann að grípa til aðgerða.

Það er ekki stjórnsnilld Jóhönnu sem útskýrir að dauð ríkisstjórn er ennþá formlega við völd.

Það hlýtur að vera valdafælni annarra.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.12.2010 kl. 14:47

3 identicon

Jóhanna er ekki leiðtogi frá náttúrunnar hendi og hefur hætt sér inn á svæði sem hún á ekki heima á. Hún er of leiðitöm, og áhrifagjörn og of hégómleg (hún roðnar þegar sumar fréttakonur skjalla hana!) til að geta hagað sér eins og leiðtogi. Leiðtogi er klettur sem stendur óhaggaður af lasti, en sérstaklega af lofi, óvinum, en sérstaklega vinum. Jóhanna hefur ekki þennan innri styrk og þennan innri frið sem einkennir sannan leiðtoga, heldur er hún sem rekald er hrekst í vindi. Það versta af öllu er að Jóhanna stjórnast af ótta, en það á hún sameiginlegt með Steingrími og fleirum. Þess konar fólki lýsir einn af stofnfeðrum Bandaríkjanna, upplýstur maður, með orðunum "Those who are willing to give up essential liberty, to find a bit of temporary safety, deserve neither and will lose both." Og ef aðeins þjóðin hefði treyst þessu fólki meir, tekið þau trúanlegar, gefið þeim meira "tækifæri" og sýnt minni mótstöðu, þá hefðum við verið óverðug að sjálfstæði okkar og frelsi og hefðum þegar glatað báðu, því ótti sem kallar á smá öryggi sama hvað stírir Jóhönnu og Steingrími og það var óttinn sem hrakti þau til að vera með endalausan áróður fyrir Icesave I, neita að skoða aðra möguleika, reyna að telja þjóðinni hughvarf að mæta á kjörstað og spá dómsdegi, eldi og brennisteini ef við beygðum okkur ekki strax undir svipu gömlu heimsveldanna sem nú herja á okkur, og hafa þegar knésett hálfa Afríku í eilíft skuldafangelsi og hindra með því alla uppbyggingu (Átak Bono og fleiri MAKE POVERTY HISTORY er enn í gangi, kynnið ykkur það! Að samþykkkja EKKI Icesave er innlegg í þá baráttu, því það hjálpar hrjáðustu þjóðum heims með að setja nýtt fordæmi um lausn úr skuldavanda og mun hafa afdrifarík áhrif á alþjóðalöggjöf.......horfið fram í tíman! Þá mun allur heimurinn elska Ísland fyrir staðfestu sína!)

Helsta einkenni alvöru leiðtoga er ÓTTALEYSI. Hann lætur ekki hræða sig til að taka ákvarðanir byggðar á stund og stað og hvað þá grýlum og blekkingum og blindþokum og ryki sem aðrir þyrla upp og slá í augu hans, eins og er raunin með Jóhönnu og AGS, ESB etc hvers hvert einasta orð hún tekur jafn trúanlega og leiguliðinn í gamla daga, hræddur um að vera annars brenndur á báli, orð biskups og kóngs, því hún er að eðlisfari þræll, og Steingrímur líka, og því vanvirða þau frelsi annars fólk og traðka í svaðið, þó réttur hvers manns, meðfæddur sé frelsið.

Það er HÆTTULEGT að hafa "leiðtoga" sem ekki búa yfir réttum eiginleikum.

Ef við losnum okkur ekki mjög fljótt við þetta fólk, þá fara þau að verða agressívari heltekin af ótta sem þau eru, og munu hoppa á fyrsta tilboð um að selja íslensku þjóðina. Þetta er bara þeirra eðli, þau eru ekki merkilegri eða betri manneskjur en það, þau eru í ánauð og fjötrum blekkinga og sjúklegrar hræðslu sem lætur þau taka rangar ákvarðanir og fékk þau nánast til að tortýma þjóðinni.

Ísland er kúgað af gömlu heimsveldunum og þarf nýja leiðtoga fyrir nýja tíma. Leiðtoga sem eru óttalausir að standa uppi í hárinu á þeim sem fara með völd í heiminum og breyta þannig gangi sögunnar. Ísland sem hefur verið hlunnfarið af sömu öflum og Indland, verðandi miðstöð heimsins, þarf mann sem er alvöru leiðtogi, hugrakkur, samkvæmur sjálfum sér og haggast ekki frekar en klettur hvað sem líður hótunum og hræðsluáróðri, mann eins og Ghandi.

Jóhanna og Steingrímur eru eins fjarri Ghandi og komist verður. Þau minna frekar á gyðingana í útrýmingarbúðunum sem fengu örlítið betri meðferð (hærra kaup etc) í skiptum fyrir að fara illa með sína eigin samlanda og urða lík þeirra. Mér þykir það leitt en svona fólk er ekki hægt að bera saman við neitt annað. Þau eru heiglar og svikarar. Fyrirgefum þeim, eyðum ekki orku í að hata þau, en finnum þessu sálsjúka og fárveika fólki með sinn sjúklega Stockholms syndrome, sem laug því hér Íslandi bæri "siðferðileg skylda"  til að borga Icesave I (og Afríkönunum þá til að svelta undan skuldafangelsi gömlu nýlenduherranna samkvæmt sömu rökum og sömu lífssýn!), á að finna störf við hæfi, þar sem þeirra góðu eiginleikar, sem vonandi eru einhverjir nýtast, án þess þau geti skaðað aðra með valdi, því vald eiga áhrifagjarnir heiglar aldrei að fá í hendur. 

XXX (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 16:24

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið XXX.

Þetta er magnað og djúpt innlegg hjá þér.

Vona að fólk lesi og spái.

Annars gleðilegt ár.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.12.2010 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 274
  • Sl. sólarhring: 832
  • Sl. viku: 6005
  • Frá upphafi: 1399173

Annað

  • Innlit í dag: 233
  • Innlit sl. viku: 5088
  • Gestir í dag: 224
  • IP-tölur í dag: 221

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband