Ögmundur vísar í þann aumasta, af öllum aumustu launamönnum auðræningja.

 

Málaliðann, númer eitt, á sneplinum sem selur sig hæstbjóðanda.  Og rægir alla sem standa gegn þrælkun þjóðar og lands.

Það er frægt þegar málaliðinn var kostaður í Silfrið þegar ljóst var að þjóðin fengi tækifæri til að troða ICEsave svikunum upp í óæðri endann á þeim sem sviku.  Kostendurnir vissu eins og er að baráttan var töpuð, en það átti að smala í 5% auk hjásetu og gefa þannig framtíðarsvikum vígstöðu.

 

Og málaliðinn gnísti tönnum, jafnvel grét og sagði "þar að auki er það brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að greiða ekki ICEsave skuldina".  Vissulega sást það á svipnum á Agli að hann trúði, en það finnst enginn svo vitlaus að slá fram svona fjarstæðu, og trúa sínum eigin orðum.

Munum að stjórnarskráin er sáttmáli þjóðarinnar við löggjafann, hún tryggir henni rétt, þar á meðal rétt til öryggis, til menntunar, til heilsugæslu, til framfærslu þegar veikindi eða aldur, fötlun eða atvinnuleysi, gera fólki ókleyft að sjá sér farboða.

Hún tryggir ekki viðskiptavinum íslenskra fyrirtækja bætur fyrir það tjón sem þeir verða fyrir, hvað þá að þegnar erlendra ríkja geti vitnað til jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og lagt undir sig skattfé íslenska ríkisins svo það geti ekki staðið við þær skyldur sem stjórnarskráin kveður á um að þegnarnir njóti.

Það þarf mjög keyptan mann til að bulla svona.

Enda dugði kostunin ekki til, óæðri endi Jógrímu tók við svikunum, og mun gera það aftur eftir áramótin.

 

En kostunaraðilarnir halda áfram.  Málaliðinn dælir út frá sér fréttskýringum.  Þar leitast hann við að gera þá einstaklinga innan stjórnarflokkana, sem vilja ekki taka þátt í eyðileggingu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins  á velferðarkerfinu, tortryggilega, gengur svo langt að gefa það í skyn að jarðfræðingur viti meira um efnahagsmál en doktor í hagfræði.  

Vissulega lesa fáir snepilinn, en hann er hugmyndagrundvöllur fyrir meira lesna fjölmiðla auðmana, Fréttablaðið og Vísir.  

 

Allt skal gert til að knésetja það fólk sem vill ekki borga vexti til AGS á kostnað sjúkrahúsa og skóla. 

Allt skal gert til að knésetja það fólk sem neitar að slá skjaldborg um heimili og fyrirtæki auðmanna, en krefst þess að kosningaloforðið um skjaldborg heimilanna sé virt.

Allt skal gert til að knésetja það fólk sem vill hagsmuni lifandi fólks ofar öllu, líka ofar hagsmuni dauðs fjármagns.

 

Slíkt fólk á að rægja og ata auri.

Það er hættulegt fólk.

 

Það vill hindra auðránið hið síðara.

Slíkt mega málaliðar auðmanna ekki hugsa enda vasar þeirra feitir og bústnir mjög af silfri húsbónda sinna sem þeir rændu af þjóðinni í auðráninu hinu fyrra.

Þess vegna höggva þeir þá sem vilja höggva höndina sem fæðir þá.

 

Skiljanlegt, en af hverju trúir þjóðin þessum mönnum, af hverju les hún snepla þeirra, af hverju hlustar hún á vinnumenn ræningja sinna á sjónvarpsskjánum??

Er svona gaman að láta ræna sig????

Kveðja að austan. 

 

 

 

 


mbl.is Tekur til varna fyrir Ásmund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Beinskeyttur pistill. Fyrirséð að óvætturinn Jógríma gangi fyrir ætternisstapa eftir að hafa reynt að kroppa augun úr eigin heimilisfólki.

Hrúturinn (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 12:59

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hrútur.

Pistillinn er frekar hógvær í ljósi þeirra óhæfuverka sem náhirð auðmanna stefnir að.

Og það er betra að þetta fólk gangi stapann, en að sendi velferð og mannúð þangað.

Einfalt val sem allt ærlegt fólk skilur, nema kannski vinstrafólk, það skilur hugsjónir Stalíns, að fórna fólki fyrir málstaðinn.

En sem betur fer er þetta lítill minnihluti og auðrónar munu ekki lengi stjórna í skjóli þessara nauðgunar á  hugsjónum fólks.

Jöfnuður, bræðilag, réttlæti, hvað er flókið við það???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.12.2010 kl. 14:23

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta er góður pistill Ómar og greinilegt að þú ert ennþá í mildu jólaskapi.

Miðað við aðstæður, þá er þetta mjög varlega orðað, en samt allt  dagsatt.

Jón Ríkharðsson, 28.12.2010 kl. 17:36

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Jón.

Já, ég er hræddur að stríðsmaðurinn í mér þyldi ekki önnur svona jól, það er varla að ICEsave svikin hin síðustu hreyfi við manni.

En þó maður vilji ekki vera argur, þá er alltaf spurning hvenær mildin breytist í afskræmingu á staðreyndum, nái ekki til að fanga þær.

Í minni sveit (er komin af fátækum smábændum og vinnuhjúum langt aftur í ættir) var sá húsbóndi talinn aumur sem lét fara saman mikla vinnuhörku og slæman kost.  Orðið nánös þótti ekki lýsa vel slíku innræti.  Og sá var talinn aumingi sem fór illa ómaga og niðursetninga, slíkt var aldrei kennt við manndóm.

Er maður að misbjóða orðinu aumingi að nota það orð yfir fólk sem þiggur laun frá öflum sem vilja loka sjúkrastofnunum, vísa öldruðum á gaddinn eða svelta bótaþega, sérstaklega þegar það beitir sínu afli til að koma fjármunum þjóðarinnar í hendur erlendra ofríkismanna???  Þegar fólk talaði ómengaða íslensku, þá hefði slík hegðun verið talin níðingsháttur, illmennska, eða það versta af öllu, ómennska.

Engin mennsk vera gerir slíkt, ekki einu sinni aumingjar.

En ég nota samt þetta milda orðalag, meðal annars vegna þess að ég þarf ekki að óttast að íslensk tunga lögsæki mig fyrir misnotkun á orðum, eða ranga orðanotkun.  Og sjálfsagt leynist eitthvað ærlegt einhvers staðar djúpt í sálu þessara málaliða, engin er alsæmur, allavega mjög fáir.

Eins er það viss hroki að telja sig hæfan að taka einn af mörgum úr, og kalla hann "þann aumasta, númer eitt".  Er maður ekki að móðga alla hina sem hafa notað alla sína krafta við að koma ICEsave fjárkúgun breta á þjóð sína???  Eða héldu ekki vatni yfir að ríkisstjórnin skyldi ekki halda fast við áform sín um að segja upp tæplega þúsund manns í heilbrigðiskerfinu?????

En mér fannst þetta svo flott röksemd, þessi með brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, tel að menn þurfi alveg rosalega mikla borgun til að geta bullað svona og láta líta út eins og þeir trúi sínu eigin bulli.

En þetta er mat, ekki faktur, viðurkenni það.

En annað skýrir sig sjálft, passaði mig vel á að segja minna en meira, er svona að halda mildu ásjónunni fyrir lokapistil ársins, sem á að fjalla um neyðarrétt fólks gagnvart ranglátum lögum, ranglátum samningum.

Sá pistill verður sérstaklega saminn til heiðurs Pétri Blöndal og þeim sjálfstæðismönnum sem trúa að ef ræningi útvegar fórnarlömbum sínum vinnu, að þá sé allt gleymt og grafið og hann megi ráðstafa ránsfeng sínum eins og ekkert hafi gerst.

Og ég mun verða mjög mildur, engin skrípi eða sparisjóðsræningjar munu koma til sögu, aðeins kjarni þeirrar mennsku sem var festur á blað í Sameinuðu nýlendunum fyrir um 230 árum síðan, og menn virðast hafa gleymt hér á Fróni.

Ef andinn kemur í heimsókn, þá verður hann góður, ef ekki þá verður hann allavega sannur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.12.2010 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 128
  • Sl. sólarhring: 335
  • Sl. viku: 5619
  • Frá upphafi: 1327443

Annað

  • Innlit í dag: 111
  • Innlit sl. viku: 5016
  • Gestir í dag: 107
  • IP-tölur í dag: 107

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband