"Að dreifa sársaukanum".

 

"Við dreifum sársaukanum", segir maðurinn sem þjóðin treysti.  Hvaða sársauka, ætlar hann að taka hluta hans á sig???  Ætlar einhver önnur þjóð að taka á sig þann sársauka sem framferði auðmanna olli íslensku þjóðinni???  Ætlar þessi maður kannski að vinna kaupslaust það sem eftir ævinnar til að minnka sársauka þessa heims???

Nei, þetta er innantómt froðusnakk manns sem tókst að fífla þjóð okkar, þegar á reyndi þá borguðu bretar honum meir en íslenska þjóðin.  Og hann heldur að hann komist upp með það.

Hann heldur að við föllum í stafi yfir snilld hans, að honum skyldi hafa tekist að dreifa sársaukanum.  Að bretar hafi fallið fyrir persónutörfum hans og samningasnilld og því fallist á að dreifa sársaukanum.

Að þeir hafi fallist á hinar og þessar tilslakanir vegna þess að hann hafi talið þá inn á að dreifa sársaukanum.  Þess vegna hafi þeir fallist á miklu lægri vexti en Írum og Grikkjum bauðst.

En þar sem sársaukanum þarf að dreifa, þá verða íslenskir skattgreiðendur að greiða margfaldar upphæðir en breskir skattgreiðendur, líklegast vegna þess að þeir hafa meira sársaukaþol en þeir bresku.

 

Og af hverju skyldi þeir taka á sig mestan sársaukann??

"Kannski ber Ísland mestu ábyrgðina fyrir að mistakast að hafa eftirlit með þessum stofnunum". segir snillingurinn.

Hvað hefur hann fyrir sér í því???

 

Kvartanir ESA sem átti að fylgjast með góðri framkvæmd íslenskra stjórnvalda???  Nei, engar kvartanir, hvorki formlegar eða óformlegar komu frá ESA.

Kvartanir frá breska fjármálaeftirlitinu, sem bara ábyrgð á daglegum rekstri íslensku útibúanna samkvæmt reglugerð ESB.  Er þetta dæmi um kvörtun, svo ég vitni i grein Alain Lipietz sem hann reit um þetta mál í Morgunblaðið fyrir ári síðan.

"Richard Portes, forseti Royal Economic Society var ekki þeirrar skoðunar. Hann skrifaði í opinberri skýrslu árið 2007 : «The institutional and regulatory framework appears highly advanced and stable. Iceland fully implements the directives of the European Union's Financial Services Action Plan "

Þegar málefni íslensku bankanna kom til tals fyrir breskum þingnefndum örlagaárið 2008, þá kepptust breskir eftirlitsaðilar við að fullvissa þingmenn um að íslenska eftirlitið væri traust.

Getur samningasnillingurinn bent á dóm sem bretar hafa um að íslenska fjármálaeftirlitið hafi brugðis??.  Nei, það getur hann ekki.

En hann getur vísað í að íslensku bankarnir féllu, en hvar segir, í hvað lögum og reglum segir að þá verði íslenskir skattgreiðendur ábyrgir fyrir það.  Ef svo er þá eru bandarískir skattgreiðendur ábyrgir fyrir því tjóni sem fall bandarísku bankanna olli, ekki sáu menn það fall fyrir, en sú keðjuverkun fór með íslensku bankanna.

 

Svo við túlkum snillinginn yfir á mannamál, þá er íslenska þjóðin sek því íslenska fjármálaeftirlitið sá ekki fyrir bankakreppuna miklu sem endaði með falli stærstu fjárfestingarbanka Bandaríkjanna, og gífurlegum ríkisstuðningi við breska banka, danska, þýska, hollenska og fleiri.

Við höfðum ekki spámiðla í okkar þjónustu og því erum við sek.

 

Hvílíkt rugl sem heilbrigðu fólki er boðið upp á.  Af hverju var maðurinn ekki spurður um þær mútur sem hann þáði til að svíkja smáþjóð sem treysti á hann???

Af hverju var maðurinn ekki spurður út í hvort hann sæi ekki samhengið á milli "hagstæðra" vaxta "snilldarsamninga" hans, og þess að bretar vissu að krafa þeirra var ólögleg.

Eftir að íslenska þjóðin hafnaði öðru samningsskrípi þá gaf ESB út þá yfirlýsingu að "Engin ríkisábyrgð er á bankainnistæðum á Evrópska efnahagssvæðinu. Svo segir í svari frá Michel Barnier, yfirmanni innrimarkaðsmála hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins".

Þetta þýðir að engin ríkisábyrgð er á ICEsave samkvæmt lögum ESB.

 

Og jafnvel hálfvitar vita, þó fréttamenn ríkisútvarpsins fatti það ekki, að ef íslenskir skattgreiðendur eru skaðabótaskyldir vegna meintra afglapa embættismanna fjármálaeftirlitsins, þá þarf að sanna þau afglöp fyrir dómi, og fá dóm þar um. 

Þá fyrst má ræða meintar skaðabætur, ekki fyrr.

Annað er fjárkúgun, og fyrir þeirri fjárkúgun var lúffað í kvöld.

 

Þetta er ömurlegur dagur, að sjá mæta menn eins og Lárus Blöndal bregðast þjóð sinni.

Það er ömurlegt að sjá breskan mútuþega leiða íslensku samninganefndina, ég ætla manninum ekki þá víðáttu heimsku sem viðtalið við hann sýnir, það þarf mikla peninga til að gera vel gefið fólk af fávitum.  Saga mannsins á mýmörg dæmi þar um, hið augljósa er ekki augljóst, þegar peningar hafa skipt um vasa.

Það er ömurlegt að sjá ítök auðmanna í Framsóknarflokknum, Höskuldur Þórhallsson, kom tifandi í viðtal, stamandi og sveittur, það var eins og Finnur væri að anda ofan í brjóstmál hans.

 

En ömurlegast á öllu var að hlusta á formann Sjálfstæðisflokksins, mannsins sem var að græða 200 milljarða fyrir hönd þjóðarinnar.  Sá hann ekki samhengið á milli þess gróða og þess að bretar voru með tapað mál í höndum, og þeir væru í djúpum skít ef núverandi ógæfufólk sem stjórnar landinu, myndi víkja vegna margvíslegar afglapa sinna, og alvöru fólk tæki við.

Alvöru fólk sem myndi lögsækja fjárkúgara og misindismenn.

Trúði þessi ættarlaukur Engeyjarættarinnar að bretar hefðu skyndilega verið snortnir góðmennsku og því viljað taka hluta "sársaukans" á sig.

Er þetta það besta sem íslenskir hægrimenn eiga???

Eða áttu auðmenn eitthvað á flokkinn eins og auðmenn Framsóknarflokksins, var um þvingun að ræða???

 

Morgundagurinn mun skera úr um hvað gerist, skera úr um hvort þjóðina á einhverja leiðtoga eftir sem verjast þessari atlögu að tilveru hennar.

Núna reynir á menn eins og Davíð Oddsson og Styrmi Gunnarsson.  Þeim tókst að hindra atlögu ESB sinna að þjóðinni með því að kæfa atlögu Þorgerðar Katrínar að sjálfstæði landsins á landsfundi flokksins, í janúar 2009.

Munu þeir leiða uppreisn almennra íhaldsmanna gegn hinum sögulegu svikum leiðtoga sinna.???

 

Um íslenska vinstrimenn þarf ekki að ræða, þeir halda að Lenín og Stalín hafi rétt fyrir sér.  Að þjóðir eigi að þjást, þjást mikið á leið þeirra inn í draumaland sósíalismans.  Þeir munu biðja um hærri vexti og þyngri afborganir, ef þeir fá að ráða.

 

Eftir stendur þjóðin, hvað mun hún gera???

Nú er það forsetinn hef ég lesið í kvöld.  Sem sagt, einn maður á að skilja milli feigs og ófeigs.  Eins og fólk sé ófært um að verja heimili sín og börn.

Myndi fólk líka treysta á forsetann ef inní samningnum væri smáaletur þar sem einum breskum herflokki væri heimilt að koma einu sinni í mánuði og nauðga innfæddum, líkt og þeir gerðu í Kenýa og víðar á nýlendutímanum???

Hvar liggja mörk þolinmæði fólks gegn kúgun og ofríki??'

Er alltí lagi að ríkisstjórnin hendi öldruðum út á gaddinn, neiti langveikum börnum um hjúkrun, og svelti fátæklinga.  Með þeim rökum að ekki séu til peningar.

En noti síðan margfalda þá upphæð sem þarf til að fólk hafi í sig og á, fái hjúkrun og umönnun, í að borga bretum. 

"Vissulega kannski ekki æskilegt, en hann Ólafur mun redda þessu, við getum bara haldið áfram að grilla og farið til Boston að kaupa jólagjafir".

 

Það reynir á þjóð mína á morgun.

Ég er einn af þeim örfáu sem hef haldið uppi skipulögðu andófi í Netheimum gegn þessu ofríki.  En meðan við höfum gjammað, þá hefur áróðurinn ekki verið einhliða, þeir sem vilja hafa getað kynnt sér rök mennsku og réttlætis.

"Gjör rétt, þol ei órétt". Klassísk speki sem þetta blogg hefur endurspeglað.

 

En orð breyta ekki heiminum, það þarf aðgerðir.  Fólk þarf að hópa sig saman, mynda samtök, safna fé, og lögsækja alla mútuþega og fjárkúgara.  Lögin eru okkar megin, en lög virka ekki ef enginn kærir óréttið.

Núna reynir á okkur að grípa til aðgerða.

Gæfa þjóðarinnar á ekki að vera komin undir einum manni, þó sterkur sé.

Við erum þjóð.  Sjálfstæð þjóð.

 

Við látum ekki bjóða okkur þetta, við verjumst, eða förumst ella.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Verið að deila sársaukanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

´´Dreifa sársaukanum,,segir þetta mannkerti,hverslags fífl er þettað hvar gróf ríkisstjórnin þennan dela upp.Þetta bölvaða Icesave dæmi er viðkomandi einkabanka Bjöggana og glæpagengis þeirra ELTUM ÞÁ Uppi finnum þessi kvikindi og látum þá finna fyrir SÁRSAUKA ÞJÓÐARINNAR.

Númi (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 23:27

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Númi.

Þetta er málaliði sem þáði betri kjör hjá þjófunum.   Það er ekki flóknara en það.

Lestu viðtalið við Árna Pál, hann segir að ríkissjóður ráði vel við þessa upphæð.

Ef hann er svona ríkur, af hverju er þá hundruð í biðröðum eftir mat??

Eða verið að loka sjúkrahúsum landsbyggðarinnar?'

Eða neita fólki um skuldaleiðréttingu???

Af hverju er ekki til neinn peningur í annað en fjárkúgun breta???

Ég held að meinið liggi ekki hjá þessum keypta málaliða, það liggur hjá þjóðinni, að hafa kosið skrípi til valda.

Og látið þau sitja eftir að upp komst um innihaldið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.12.2010 kl. 23:36

3 identicon

Nú á þessi lepp ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms , að segja af sér.Forseti Íslands á að skipa utanþingsstjórn og nú þarf að fara fram HREINSUN í pólitíkinni.Ég var svo vitlaus að kjósa þessa stjórn,ég trúði Steingrími,en það er einsog að ESB-Jóhanna sé búin að heilaþvo hann.Steingrímur hafði þúsundir kjósanda að fíflum,og það verður honum ALDREI fyrirgefið.Í vinstri-grænum á þingi eru fullt af fíflum sem ættu að hunskast í burt og eru það þeir sem eru jákvæðir gagnvart ESB-mafíuveldinu í Brussel. Sjaldan er ég sammála Bubba Morthens,,,,en núna er ég það hann vill meina að það þurfi BYLTINGU,semsagt að hreinsa útúr Alþingishúsinu,kannski er hægt að komast hjá því ofbeldi, ef Forsetin setur á Utanþingsstjórn.

Númi (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 00:15

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það má aldrei samþykkja svona svikasamning. 

Þegar elsta barnabarnið mitt verður 45 ára verður IceSlave skuldin kannski greidd upp.  Það er búið að setja hann og hin barnabörnin mín í skuldafjötra...  Burt með þetta spillingarlið.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.12.2010 kl. 00:26

5 identicon

Þegar Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands setti hryðjuverkalögin, samin fyrir óvini Hins Frjálsa Heims, á þá eitt hæststandandi land í heiminum, siðferðilega sem á öðrum sviðum, Ísland, með lengstu alþingishefð í veröldinni..............herlaust land sem var á toppnum á Global Peace Index sem friðsælasta og mest friðelskandi land heims......

þá sveik hann Vestræna menningu eins og hún lagði sig. Lagði lóð á vogarskálar þeirra sem vilja tortýma henni með að gera lítið úr hryðjuverkalögunum, og lagði eyðingaröflunum lið með að bera þau saman við 30 misvitra íslenska bankamenn.

Að láta þjóðina alla gjalda siðferðis örfárra óvinsælla bankamanna er sama "lógík" og var að baki Helförinni, sem nazistar, óvinir Vestrænnar menningar eins og Gordon Brown og terroristarnir vinir hans sem þakka honum fyrir að vera komnir á blað með Íslandi og þar með hvítþvegnir, töldu sanngjarna laus við hinu svokallaða "gyðingavandamáli".

Ef Íslendingar taka á sig þessar skuldir munu þeir hljóta slæmt karma fyrir, afþví skuldaþrældómur er helsta ástæða sárrar fátæktar fátækustu ríkja heims, en ekki skortur á matvælum eða annað. Þeir sem ekki þekkja til ættu að kynna sér "Make Poverty History" átakið sem Bono í U2 var front maður fyrir. Við skuldum þessum þjóðum að við látum ekki þjóðirnar sem hnepptu þau í þennan þrældóm og hafa með því svellt milljónir og milljarða barna í hel......hneppa okkur í þrældóm líka. Ef við sleppum við að borga, opnar það smugu fyrir þau að hætta að borga. Svo mikilvægt er okkar hlutverk, og ófyrirgefanlegt að bregðast því núna, og erum við þá persónulega ábyrg fyrir sveltandi Afríkubúum og höfum með því að taka á okkur óréttlátar skuldir lagt persónulega blessun íslensku þjóðarinnar yfir meðferðina á okkar minnstu bræðrum meðal þjóða heims.

Að lokum skal hafa í huga að Þroskastríðið er ekki á enda. Bretar hafa arðrænt þjóðir heims hvað mest allra þjóða og heiminum blæðir enn undan heimsvaldastefnu þeirra. Þeir hafa lengi ásælst auðlindir okkar.

Frelsi - Jafnrétti - Bræðralag!

Á lykiltímum í veraldarsögunni þýðir ekki að hugsa smátt...Ísland verður að rísa undir hlutverki sínu.....

Lykillinn (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 02:53

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jóna Kolbrún.

Svo er líka um grundvallarmál að ræða.  Bretarnir reyndu miklu alvarlegri fjárkúgun, og nutu til þess fulltingis íslenskra ráðamanna.  

Hún mistókst, að hluta, á þá að láta þá komast upp með aðeins minni því talið er líklegra að þjóðin samþykki hana???

Má ég nauðga, ef ég hóta fyrst að fá aðstoð ríkisstjórnarinnar við að nauðga 15 ungum meyjum, en við öflug mótmæli aðstandanda, þá dreg ég það til baka, sættist á 5 og eiga þá allir að vera sáttir.

Dæmið snýst akkúrat um nauðgun, og hún á aldrei að líðast.

Aldrei.  Jafnvel þó færri sé nauðgað en upphaflega stóð til að nauðga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.12.2010 kl. 06:50

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Lykill fyrir þína hvatningu.

Einn af kjörnum málsins, við skuldum mennskunni að bregðast við eins og fólk, ekki aumingjar og lyddur.

Vísa á grein mína "Þegar rökin bresta tekur sorinn við".  Var að benda á eðli svona kúgunar, og sorans sem er í huga þeirra sem hana styðja i blindni.

Látum ekki bjóða okkur þetta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.12.2010 kl. 06:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 434
  • Sl. sólarhring: 733
  • Sl. viku: 6165
  • Frá upphafi: 1399333

Annað

  • Innlit í dag: 366
  • Innlit sl. viku: 5221
  • Gestir í dag: 337
  • IP-tölur í dag: 332

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband