Virkjum réttarkerfi Evrópu, látum hart mæta hörðu.

 

Hvaða skuld er hollenski fjármálaráðherrann að tala???

Hefur þessi aumi fjárkúgari ekki frétt af orðum Michel Barnier, yfirmanni innrimarkaðsmála hjá framkvæmdarstjórn ESB.

"Engin ríkisábyrgð er á bankainnistæðum á Evrópska efnahagssvæðinu. Svo segir í svari frá Michel Barnier, yfirmanni innrimarkaðsmála hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til norska fréttamiðilsins ABC Nyheter".

Af hverju er dómsstólar ekki látnir skera úr um þessa fullyrðingu???

Hvaða skuld, hver skuldar hverjum hvað???

Á hann til undirritað skuldabréf??

Getur hann vísað í lög, veit hann betur en Michel Barnier???

 

Núna reynir á alla þjóðholla Íslendinga að mótmæla, að lögsækja fjárkúgara og lygara, sama hvaða embættum þeir gegna.

Núna látum við sverfa til stáls.

 

Það eina sem við þurfum að gera, er að stofna aðgerðarhóp þjóðarinnar, safna pening, og fá alvöru bandaríska lögfræðinga til að knésetja hina evrópsku lygi í eitt skipti fyrir öll.

Það tók Evrópu 6 ár og tugi milljóna mannslífa að hnekkja síðustu fjárkúgurum og lygurum sem riðu röftum á valdastóli virðulegra þjóðríkja.  Ef þessir verða ekki stöðvaðir i fæðingu, þá nema þeir ekki staðar í Reykjavík.

Ómennska og kúgun þekkir engin landamæri, aðeins vörn lýðræðis og mannréttinda stöðvar svona illþýði.

Tilviljun sögunnar réði því að við urðum fyrst fyrir barði þeirra, því er það okkar skylda að verjast.

 

Verjumst.

Kveðja að austan.


mbl.is Greiða Icesave með 3% vöxtum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Þú gleymir einu atriði.

Ríkisstjórn Geirs H. Haarde tók þá ávörðun að ríkið myndi ábyrgjast bankainnistæður á Íslandi að fullu.  Þeim bar ekki skylda til að gera það, en þetta var gert.  

Málið er að þess vegna verða Íslendingar að ábyrgjast innistæðurnar í erlendum útibúum Landsbankans.  Að ábyrgjast bara innistæður í útibúum á Íslandi, en ekki í útibúum erlendis er nokkuð örugglega brot á EES samningnum - og það er þess vegna sem Íslendingar sitja uppi mað að þurfa borga Icesave.

Það er ekki spurning hvort það verði að borga þetta, heldur hvernig það verði fjármagnað.....þannig er það bara.  Þjóðin hafnaði lögum sem heimiliðu ákveðna útfærslu á því hvernig þetta yrði geritt, en það er ekki hægt að hafna því að greiða þetta.

Ég er ekkert ánægður með það - en það er of seint núna að ergja sig yfir því að þetta gersamlega vanhæfa FME stöðvaði ekki bankana, sem gersamlega vanhæfir stjórnmálamenn höfðu gefið gersamlega vanhæfum og siðlausum aðilum....en það er bara því miður ekki málið.

Púkinn, 9.12.2010 kl. 16:55

2 Smámynd: Haraldur Axel Jóhannesson

Afhverju ætti ákörðun ríkisstjórnar Geirs að vera heilög??   Saga stjórnmála í heiminum sýnir ótvírætt að það er regla frekar en undanteking að stjórnmálamenn fari á bak orða sinna. Það er ekkert nýtt að þeir segja eitt í dag og annað á morgunn. Og þar að auki situr önnur stjórn núna, það hefur aldrei tíðkast í íslenskum stjórnmálum að sitjandi ríkistjórn finnist hún bundinn af loforðum fyrri ríkisstjórna. Afhverju ætti það að vera öðruvísi í þessu tilfelli?

Haraldur Axel Jóhannesson, 9.12.2010 kl. 17:14

3 Smámynd: Púkinn

Þetta er ekki spurning um "loforð" - þetta er spurning um gerðir.  Sú ríkisstjórn tók meðvitaða ákvörðun um að mismuna eftir staðsetningu útibúa, nokkuð sem Íslendingar geta tæplega réttlætt fyrir dómstólum.

Púkinn, 9.12.2010 kl. 17:16

4 identicon

"Ríkisstjórn Geirs H. Haarde tók þá ávörðun að ríkið myndi ábyrgjast bankainnistæður á Íslandi að fullu.  Þeim bar ekki skylda til að gera það, en þetta var gert. " Þessi yfirlýsing er hvorki skuldbindandi í innanlandsrétti (hefur enn ekkert gildi hérna þar sem Alþingi eitt getur skuldbundið ríkissjóð) og er líka ólögmæt í Evrópurétti vegna samkeppnisatriða (ríkisstyrkir og álíka). Eða spurðu sjálfan þig hvort að það sé eðlilegt á samkeppnismarkaði að einkabankar séu á einhvern hátt styrktir af ríkjum.

Svo erum við með 112.gr ees laganna:

112. gr. 1. Ef upp eru að koma alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum, sem líklegt er að verði viðvarandi, getur samningsaðili gripið einhliða til viðeigandi ráðstafana með þeim skilyrðum og á þann hátt sem mælt er fyrir um í 113. gr.

En ég held því miður að formskilyrðin hafi ekki verið uppfyllt hjá íslenskum stjórnvöldum hér án þess að ég viti það.  Þessi skilyrði koma einmitt fram í 113. gr. ees og áfram.

Annars er maður hættur að nenna að væla yfir þessu. Orðið skítsama um þetta mál meðan lífið heldur áfram.

Ég (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 17:17

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ríkisstjórn Geirs H. Haarde tók þá ávörðun að ríkið myndi ábyrgjast bankainnistæður á Íslandi að fullu.  Þeim bar ekki skylda til að gera það, en þetta var gert.  

Ef það verður ekki gert erum við dæmdir skítaplebbar um allan heim og efnahagslíf okkar verður í hægagangi næstu árin... öllum til tjóns..

Jón Ingi Cæsarsson, 9.12.2010 kl. 17:33

6 identicon

Munið!

Það var yfirlýsing.....

Svona svipað og "viljayfirlýsing um aðstoð við skuldug heimili"!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 17:44

7 identicon

Jón Ingi

Viljayfirlýsing um icesave og viljayfirlýsing um skjaldborg fyrir heimilin  hver er munurinn

borgari (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 17:54

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir félagar, líka þið í soranum.

Takk fyrir að verja þjóðina, þið sem hana vörðu í fjarveru minni.

Þið soramenn, við ykkur vil ég segja, ríkisstjórn Geirs Harde ábyrgðist ekki eitt eða neitt.  Hún reyndi að halda sjó við erfið skilyrði árása og ofbeldis.  Yfirlýsingar hennar eru einskis virði, líkt og yfirlýsingar allra sem eru neyddir að undirrita eitthvað gegn vilja sínum undir hótunum um ofbeldi og ofríki.

Þó þið blindaðir í sora vitið ekki neitt, þá er þetta ein af grundvallarreglum alþjóðlegs réttar.  Ef hún væri ekki virt, þá segðum við Heil um allar Evrópu, því allar undirokaðar þjóðir nasismans voru látnar lofa hinu og þessu, afsala sér lendum og fé, annars beið þeirra hörmungar og dauði.

En það versta við ykkur er sorafólk, að þið trúið rökum ykkar.  Það er eins og þið þekkið ekki þróun almennra réttinda frá því að forfeður okkar gerðu uppreisn gegn kúgun og ofríki lénsherra og aðals.

Þetta sögðu Niðurlendingar í sjálfstæðisyfirlýsingu sinni, á sautjándu öld.

"Guð skipar höfðingja yfir lýðinn til að verja hann ofríki og ofbeldi, eins og hirðir gætir sauða sinna.

 Guð skapaði ekki fólk til að vera þræla höfðingja síns.... heldur höfðingjann vegna þegnanna...  til að  stjórna þeim ...  og styðja eins og faðir við börn sín ...  Þegar hann framgengur ei með þessum hætti, heldur ... heimtar af þeim þrælslega undirgefni, er hann ekki lengur höfðingi, heldur harðstjóri."

Vald stjórnvalda endar þegar þeir vilja þrælka þegna sína.  Þetta vissu menn og orðuðu sem grunnréttindi fólks fyrir meira en 350 árum síðan.

Og réttarvitundin jókst, við erum sköpuð með grunnréttindi, engin höfðingi getur svipt fólki þeim réttindum sem því er áskapað.  Eða svo segir í mannréttindayfirlýsingu Virginíu ríkis 1776.

"Að allir menn eru í eðli sínu jafnfrjálsir og sjálfstæðir og hljóta að erfðum ákveðin réttindi sem þeir mega ekki, þegar þeir komast í valdastöður í þjóðfélaginu, á nokkurn hátt, með nokkrum samningum, svipta afkomendur sína; nánar tiltekið að njóta lífs og frelsis með því að öðlast eignir og halda þeim og leita eftir og finna hamingju og öryggi"

Enginn höfðingi, hvorki Geir eða Solla, Brown eða Mini mini í Hollandi sviptir íslenskan almenning þessum réttindum. 

Enginn.

Og það hvarflaði aldrei að þeim Ingibjörgu og Geir að gera það.  Og þau gerðu það ekki.

Eitt er að vera svartur og sori, annað er að vera lygari.

Og það er ljótt að ljúga landráðum upp á saklaust fólk.

Mjög ljótt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.12.2010 kl. 18:04

9 identicon

Eigum við þá ekki frekar að taka peningana af þeim sem ríkisstjórnin tryggði innistæður, þ.e. íslenskra aurasálir, heldur en af íslenskum almenningi? Ekki málið. Var viðmiðið ekki 3 milljónir? Held að flest venjulegt fólk myndu una því bara ágætlega.

Eða senda þetta bara fyrir dómstóla annars, sem mun samt aldrei gerast. Þeir munu aldrei voga sér í réttarsali með þetta mál, því þeir leggja undir allt bankakerfi ESB eins og það leggur sig, og það gera þeir aldrei.

Ha? Viljið þið pening? Kærið okkur eða steinhaldið bara kjafti eða við kærum ykkur fyrir t.d. að setja á okkur hryðjuverkalög og lýsa okkur gjaldþrota.

Búri (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 18:07

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Búri, fyrir utan uppgjöf þína í fyrstu málsgrein, þá er andi þinn í lagi.

Illt skal með illu út reka.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.12.2010 kl. 23:25

11 identicon

Tek undir þessa fyrirsögn. Ég er þegar byrjaður að safna liði til að mótmæla þessum svikasamningi við Íslenska þjóð. Mér er alveg sama þó að það sé minni vextir á svikasamningi en hinum fyrsta. Það breytir nákvæmlega engu.

Auk þess er ekkert sem fullvissar Íslendinga um hver lokaupphæðinn er. Þetta er bara allt meira og minna byggt á ágiskunum og áætlunum.

Muna Íslendingar hvernig fór síðast þegar við giskuðum á stöðu í bankakerfum ?

Aðeins fífl kaupa þetta. Ég mun berja þetta niður eins og allir aðrir heilbrigðir menn með réttlætiskennd.

Valdablokkir út í heimi ráðast á mitt heimili með svona svívirðilegum hætti og ofurvaldi. Það er bara tímaspursmál hvenær önnur

Evrópuríki falla í valinn með sína risakreppur. Valdamenn í Evrópu hafa lýst því opinberlega yfir að það hvíli ekki ríkisábyrgð á

einkabönkum. Svo að ef Íslendingar samþykkja þetta þá verðum við þeir einu sem munu samþykkja að borga þennan óþverra.

Hversu heimskir erum við Íslendingar ? Er ekki botninum náð í því ? Guð minn góður.

Már (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 01:07

12 identicon

Þegar Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands setti hryðjuverkalögin, samin fyrir óvini Hins Frjálsa Heims, á þá eitt hæststandandi land í heiminum, siðferðilega sem á öðrum sviðum, Ísland, með lengsu alþingishefð í veröldinni..............herlaust land sem var á toppnum á Global Peace Index sem friðsælasta og mest friðelskandi land heims......

þá sveik hann Vestræna menningu eins og hún lagði sig. Lagði lóð á vogarskálar þeirra sem vilja tortýma henni með að gera lítið úr hryðjuverkalögunum, og lagði eyðingaröflunum lið með að bera þau saman við 30 misvitra íslenska bankamenn.

Að láta þjóðina alla gjalda siðferðis örfárra óvinsælla bankamanna er sama "lógík" og var að baki Helförinni, sem nazistar, óvinir Vestrænnar menningar, eins og Gordon Brown, töldu sanngjarna laus við hinu svokallaða "gyðingavandamáli".

Ef Íslendingar taka á sig þessar skuldir munu þeir hljóta slæmt karma fyrir, afþví skuldaþrældómur er helsta ástæða sárrar fátæktar fátækustu ríkja heims, en ekki skortur á matvælum eða annað. Þeir sem ekki þekkja til ættu að kynna sér "Make Poverty History" átakið sem Bono í U2 var front maður fyrir. Við skuldum þessum þjóðum að við látum ekki þjóðirnar sem hnepptu þau í þennan þrældóm og hafa með því svellt milljónir og milljarða barna í hel......hneppa okkur í þrældóm líka. Ef við sleppum við að borga, opnar það smugu fyrir þau að hætta að borga. Svo mikilvægt er okkar hlutverk, og ófyrirgefanlegt að bregðast því núna og erum við þá persónulega ábyrg fyrir sveltandi Afríkubúum og höfum með því að taka á okkur óréttlátar skuldir að leggja persónulega blessun yfir meðferðina á þeim.

Að lokum skal hafa í huga að Þroskastríðið er ekki á enda. Bretar hafa arðrænt þjóðir heims hvað mest allra þjóða og heiminum blæðir enn undan heimsvaldastefnu þeirra. Þeir hafa lengi ásælst auðlindir okkar.

Frelsi - Jafnrétti - Bræðralag!

Á lykiltímum í veraldarsögunni þýðir ekki að hugsa smátt...Ísland verður að rísa undir hlutverki sínu.....

Lykillinn (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 02:26

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Már.

Þetta er andinn.

Það þarf að láta reyna á lögmæti samningsins, bæði fyrir íslenskum lögum, sem og hinum evrópsku.

Það þarf að láta reyna á að menn geti reglulega komið með samninga, sem þeir segja að séu hinir bestu í stöðunni.

Grunnspurningin er, hvað ef þeim hefði verið trúað fyrst???

Í hvaða sporum væri þjóðin þá????

Er bankarán því aðeins ólöglegt, ef þú stelur öllu sem í bankanum er???  Segjum til dæmis að þú nærð að tæma tvær peningageymslur af fjórum, getur þú bent á hinar tvær fyrir dómi og sagst ekki hafa framið bankarán, ekki hafi öllu verið stolið.

Eða segjum að þér hafi ekki tekist að komast inn í fjárgeymslurnar, þrátt fyrir einbeittan vilja, falla þá allar kærur niður, því þér tókst ekki að ræna neinu.

Þetta eru grundvallarspurningar um hvað má, og hvað má ekki.  Ef það dugar fyrir bófa og misindismenn, að múta 33 þingmönnum, til að láta fjármuni ríkisins að hendi á ólöglegan hátt, þó löglega sé að því staðið, sleppa þeir refsilaust ef þjóðin nær að hindra gjörninginn í þjóðaratkvæði.

Látum reyna á þetta.

Söfnum liði.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.12.2010 kl. 06:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 450
  • Frá upphafi: 1412812

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 389
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband