Sigmundur heldur að hann fái að fylgjast með.

 

Hann hefur svo góða reynslu af loforðum ríkisstjórnarinnar.

En látum það liggja milli hluta hvað hann telur, það er greinilega verið að kanna vígstöðuna, menn taka sjálfan Shakespeare á þetta, að þora eða þora ekki, það er efinn.

Það eina sem er öruggt í þessum málum er að ESA er að þvinga deiluna í lögformlegan farveg.

Farveg sem endar aðeins á einn veg, með þungum dómi yfir bretum fyrir ólöglegar hótanir og tilraunir til fjárkúgunar með forkastanlegum þvingunum eins og setning hryðjuverkalaganna var.

 

Þruglið um einhverja vexti, hvort sem þeir eru 2,7% eða 3 % eða einhver hærri eða lægri tala, er aðeins liður í blekkingarleik.

Bretar vita eins og er að þeir verða dæmdir og þeirra bíða þungar skaðabætur endi málið í ESA farveginum.

Þeirra eina von er einhver málmyndagjörningur við íslensk stjórnvöld, um að þau viðurkenni ákveðna ábyrgð á ICEsave vegna slælegs eftirlits.  

Þessi ábyrgð gæti hugsanlega verið ríkisábyrgð á það sem út af stendur þegar Landsbankinn hefur gert upp skuldir sínar, þó aldrei meir en 3-5% af því sem út af stendur.  Það eru engin málefnaleg rök fyrir hærri tölu.  

Og það mun engin minnast framar á lán eða vexti, líklegast munu bretar biðjast afsökunar gegn því að Íslendingar láti málið niður falla.

 

Önnur niðurstaða er ekki stöðunni, því slíkar niðurstöður stangast á við lög og rétt.  

Og ríkisstjórn Íslands, þó bæði Villi og Gylfi styðji hana, mun ekki komast fram hjá vilja þjóðarinnar eftir að hún hafnaði ICEsave í þjóðaratkvæðagreiðslunni.  

Ólafur Ragnar, forseti okkar hefur lýst því svo skýrt yfir að jafnvel Össur skilur það.

 

Af hverju þá svona sjónarspil??

Jú, samkvæmt lögum og rétti þá eiga bretar að dæmast í þungar skaðabætur, en það vill stjórnmálaelíta Evrópu ekki, því hún laug jú öll með þeim.  Það er til dæmis hægt að draga alla forsætisráðherra Norðurlandanna til ábyrgðar vegna þeirra lygi þegar þeir lýstu því opinberlega yfir að ICEsave væri skuldbinding Íslands samkvæmt EES.  Það er refsivert athæfi þegar reynt er að ljúga út pening frá saklausum þriðja aðila.

Það gilda jú lög í heiminum, líka í Evrópu.

Það er því allra hagur að málið lendi, og íslenska ríkisstjórnin verður að finna þann flöt.

 

Hennar eina von er að bulla aðeins, líkt og þegar hún plataði okkur tregu landsbyggðarmenn til að sætta okkur við óeðlilegan niðurskurð á þjónustu spítala okkar, og síðan að draga úr.

Koma fram með hið raunverulega útspil, og vona að það nenni fólk ekki lengur að krefjast réttlætis og dóms yfir bretum.

Hvort þetta gengur eftir veit ég ekki, en einhver svona atburðarrás er í kortunum.

 

Þökk sé ESA.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Engin drög verið kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Henda þessu öllu fyrir dómstóla bara og sjá hvað gerist,staða okkar versnar allavegana ekki

Sigurður Freyr Egilsson (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 18:27

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Sigurður, það er mjög sjaldgæft að þeir sem hafa lög og rétt sín megin, tapi dómsmálum.  Gerðist reyndar hjá Stalín, eins í einræðisríkjum þriðja heimsins, en í Vestur Evrópu hefur þetta ekki verið vandamál frá 1945.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.12.2010 kl. 18:51

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það merkilega í þessu máli er hversu nautheimskir íslenskir stjórnmálamenn virðast vera. Þetta kemur núna fram sem álit bandarískra stjórnvalda í leyniskjölum Wikileaks.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.12.2010 kl. 19:11

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vissulega óttast maður það Ómar að ESA muni dæma gegn eigin lögum í þessu máli, en hvað um það, við getum ekki annað en látið á það reyna, annað er út í hött og sæmir ekki siðuðum þjóðum.

Það er annars umhugsunarvert að ESA skuli ekki löngu verið búið að taka málið til efnismeðferðar. Ekki dettur nokkrum manni í hug að það sé vegna kröfu Íslendinga, eða Össurar. Mun frekari líkur á þessu hiki ESA sé annað hvort af kröfu Breta og Hollendinga eða einfaldlega vegna þess að ESA sér að þeir hafi látið nota sig sem handrukkara!

Verst er þó að ekki skyldi hafa verið haldið opnum þeim möguleika Íslendinga að geta farið í mál við Breta vegna beitingu hryðjuverkalaganna. Þessi mál eru náskyld og verða vart leyst nema í sameiningu.

Gunnar Heiðarsson, 5.12.2010 kl. 19:21

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Líklegast var það heimskasta, að fá á sig þessa kröfu, og gera ekki minnstu tilraun til að verjast henni á lagalegum grunni, það er að afla sér lagálits okkar færustu sérfræðinga, ekki illa launaðra innanhúslögfræðinga, og hafa þá alltaf með í ráðum.

Líklegast hefði þessi ICEsave þá dáið fljótlega i byrjun árs 2009, þaðstóðst enga skoðun, fyrir utan kolólöglega málsmeðferð.  

Síðan er hin kostulega afgreiðsla þingsins á Svavars samningnum, fyrst voru menn í Seðlabankanum neyddir til að ljúga um að þegar gjaldþrota þjóð, (getum ekki borgað krónubréfin út), að hún bæti slíkum byrðum á sig, án þess að finna fyrir því.

Bandarísku skjölin staðfesta að stjórnmálamennirnir trúðu lyginn, sem er hreinlega með ólíkindum.

Næsta skrefið, og þá reis niðurlæging Alþingis hæst, var að reyna að lappa upp á samninginn, setja inn allskonar misgóða fyrirvara, og samþykkja hann síðan.

Í stað þess að verjast.  Og fá dóm í málið.

Það er hreinlega með ólíkindum að ein þjóð geti átt svona marga stjórnmálamenn, gjörsneydda viti, að láta sér detta í hug að reyna að útfæra hið ómögulega, og engum datt í hug grunnregla réttarríkisins, að krafa þyrfti að vera studd dómi eða skýrum lögum, áður en hún væri greidd, jafnvel krafa upp á eina karamellu, þarf að uppfylla þau skilyrði, ef almannafé er notað til að greiða.

Já, það er ekki nema von þó Kaninn hafi orðið hissa, hver yrði það ekki???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.12.2010 kl. 21:05

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Þú kemur inná margt.

Í það fyrsta þá snýst þetta mál ekkert um aðila málsins, það snýst um lög og reglur, og jú, Evrópudómar dæma eftir lögum og reglum.  Skil ekki hvernig flökkusaga um annað komst í umferð.

Það má aldrei gleyma tvennu.  Að skýr lagatexti bannar ríkisábyrgðina, og að jafnvel þó skýr lagatexti segði það, þá hafa embættismenn ESB ekki heimild til að ákveða slíka ríkisábyrgð.  

Það er utan þeirra valdsviðs.

Þriðja er síðan neyðarregla ríkja, að engin lög eða reglur, sem eru mannanna verk, geta sett ríki á hausinn, gert þjóðir gjaldþrota og dæmt íbúa ríkja í skuldaþrældóm.  Allar ríkisábyrgðir þurfa að vera endanlegar, og viðráðanlegar, annars leyfir neyðarrétturinn, grunnréttur laga, jafnt þjóðréttar sem alþjóðalaga, ríkjum að takmarka þær á þann hátt sem þau telja nauðsynlegt miðað við aðstæður.

Þetta eru staðreyndir málsins, dæmi ESB gegn þeim, þá eru allir aðrir dómar þess hrundir, því þá er dæmt gegn forsendum réttarríkisins, og það mun ESB dómurinn aldrei gera, sama hvað embættismenn þrýsta fast á hann.  Það er ekki þannig að það sé hægt að dæma á skjön við skýrar réttarreglur, og stinga síðan dómnum undir stól, láta ekki aðra frétta af honum.

Við þurfum ekki að óttast ESB dóm, ekki frekar en aðra dóma í lýðræðisríkjum.

Ég veit ekki af hverju ESA er að senda frá sér lögfræðilega vitleysu, svona núna á lokaspretti málsins, bendir til íhlutunar embættismanna.  Sérstaklega aumt þar sem ESB sjálft segir rétt á eftir, að forsendur álits þeirra eru rangar, það sem standi í reglum, það standi, ekki öfug merking þess eins og ESA reyndi að rökstyðja, með engum árangri.

En ESA er ekki aðili dóms, þetta er eftirlitsaðili, ekki laus við pólitík, og hefur ekkert vægi þegar ESB/EFTA skipar dóm um málið.

Hvað hryðjuverkalögin varðar, þá er vissulega runnin út sá frestur sem lögin sjálf gáfu til að mótmæla ákveðnum þáttum þeirra, en þau geta ekki kippt bresku réttarfari úr sambandi, það er alltaf hægt að hefja almennt dómsmál í Bretlandi, hafir þú réttmæta ástæðu um tjón eða skaða af misbeitingu laga.

En Steingrímur greip flökkusöguna um að ekki væri hægt að fara í mál, og því miður þá trúa honum margir.

En Bretaland er ekki einræðisríki, brot stjórnvalda fyrnast ekki, þó stjórnvöld settu milljón lög þar um.  Aðeins bresk neyðarlög gætu frýjað ríkið ábyrgð, en þau yrðu að vera rökstudd með tilvísun í neyð eða almannaheill svo þarlendir dómsstólar tækju þau gild.

Gunnar, Gróa er á bak við hræðslu okkar við réttlæti réttarríkisins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.12.2010 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 120
  • Sl. sólarhring: 698
  • Sl. viku: 5404
  • Frá upphafi: 1326950

Annað

  • Innlit í dag: 114
  • Innlit sl. viku: 4799
  • Gestir í dag: 114
  • IP-tölur í dag: 112

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband