Taugar breta við það að bresta.

 

Á þessu bloggi hefur því verið lengi spáð, að eftir því sem dómsdagur nálgast, því hagstæðari samning munu bretar bjóða vinnumönnum sínum til að reyna fá hann samþykktan á Alþingi Íslendinga.

Vextirnir munu lækka, alveg þar til að þeir verða eins og stýrisvextir Bandaríkjanna, svo lágir að enginn kann þá að nefna.

Skýring þess er augljós, hefur komið fram í fréttum á Stöð 2, Vísi og víðar, og núna má lesa hana á vef Financial Times.

"að reynt sé að ná sátt í málinu frekar en að grípa til lögsókna sé sú að yfirvöld í Evrópu vilji ekki fá endanlegan úrskurð sem setji fordæmi við spurningunni um hver beri ábyrgð á innistæðutryggingum."

Svo þetta sé þýtt yfir á mannamál, sá sem hefur reynt fjárkúgun, en ekki komist upp með hana, hann reynir allt til að forðast dómsstóla réttarríkis.

Allt.

 

Í dag er eina von breta vinnufólk þeirra á Íslandi, á fjölmiðlum, í Háskólunum, á Alþingi og í ríkisstjórn.  

Og trúgirni íslensku þjóðarinnar, sem hefur mælst há í ýmsum málum, eins og til dæmis í fylgispekt við auðmenn og fjármálastofnanir (þessa sem komu þjóðinni i þrot og skuldsettu hana upp í rjáfur) þegar þeir neita að leiðrétta forsendubrest gengis og verðtryggingar.

 

Vandinn er sá að í ICEsave deilunni þá tróðu bretar á þjóðarsálinni með hroka sínum og yfirgang, sú hryðjuverkaárás þeirra haustið 2008 sem átti að knésetja íslensku ríkisstjórnina hefur reynst þeim síðan boomerang sem sprakk framan í þá sjálfa. 

Íslenska þjóðin varð það reið að hún virkjaði skynsemi sína og þó allir helstu máttarstólpar þjóðarinnar sameinuðust í stuðningi sínum við breta, þá dugðu lygar þeirra og blekkingar ekki til, þjóðin sagði Nei við ICEsave.

Og engar líkur eru á að hún endurskoði þá ákvörðun, í millitíðinni hefur nefnilega komið í ljós að allar fullyrðingar bretavinnumanna um ísöld hina síðar hafa ekki gengið eftir.

Þetta eru aumkunarverðar hækjur sem enginn trúir og stjórna aðeins vegna ennþá aumari stjórnarandstöðu.

 

Hvað gera bretar þegar þeir komast ekki neðar en í núllið með vextina????

Mín spá er sú að þeir bjóðist til að borga með sér, bara ef málið verður látið niður falla.  

Þeir vilja allt nema dómsstól réttlætisins, þeir vita hvernig hann meðhöndlar fjárkúgara og ofbeldismenn.

 

Það eru skemmtilegir dagar framundan, vandræðagangurinn á aðeins eftir að vaxa bæði hjá bretum og vinnumönnum þeirra hér heima á Fróni.

Það er tildæmis augljóst að almennt fjölmiðlafólk lætur ekki lengur spila eins mikið með sig og það gerði, er jafnvel hætt að vera vitgrannt.  Besta dæmið þar um er sú kurteislega ábending Svavars Halldórssonar, þegar hann kynnti fjórðu gerð leikritsins, "Lokalausn á skuldum heimilanna", að um væri að ræða tjöld um ekki neitt, það væri verið að tilkynna niðurfellingu á einhverju sem ekki yrði hvort sem er innheimt.

Og þegar Svavar stingur í illalyktandi blekkingarýlduhaug, þá er ljóst að heilbrigð dómgreind hefur vaxið í Efstaleitinu.

Sama má segja um fréttir Stöðvar 2, þar var því ekki leynt að væri breta og ESB hagur að íslensk stjórnvöld kæmu með enn einn svikasamninginn, og svei mér þá hvort fyrirlitning hafi ekki dropið úr andlitssvip fréttarþularins sem neyddist til að greina frá undirlægjuhætti samlanda sinna.

 

Nei, það er á brattann að sækja fyrir bretavini.

Þeir ættu bara að hætta þessu og koma heim með svona 1 milljarð breskra punda í skapabætur, og  biðja þjóð sína um að gleyma svikum sínum.

Samanber að allt er gott sem endar vel.

 

Og það má skoða.

Kveðja að austan. 

 

 

 

 


mbl.is Icesave samkomulag áhugavert fordæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mínir heimildarmenn í Bretlandi hafa í heilt ár sagt, að nýlenduveldin væru reiðubúin að fella algerlega niður vexti af Icesave-kröfunum. Ég hef traustar heilmildir fyrir, að í Bretlandi hafa menn fyrir löngu áttað sig á að Icesave-kúgunin er fullkomlega forsendulaus. Staðfesting á þessari stöðu kom fram í samtölum sem ég átti við fjármáleftirlitið í Bretlandi.

 

Hvers vegna er þá talað um sem stórsigur, að nýlenduveldin eru búin að lækka kröfur sínar um vexti niður í 2,78% í staðinn fyrir hin »glæsilegu« 5,50% ? Ástæðan er auðvitað sú, að Icesave-stjórnin hefur ekkert vit á því sem hún er að gera. Menn bera ekki vanhæfnina utan á sér (nema Össur, sem allir sjá að er viti skertur), en verkin tala skýrt og greinilega.

 

Íslendskir embættismenn í utanríkisráðuneytinu lepja í erlenda sendimenn allt sem þeir heyra á klósetti ráðuneytisins og þetta berst núna út um allan heiminn. Mikil þörf er að rannsaka þessa stöðugu leka til útlendinga og ekki síður til andstæðinga okkar en samherja. Framin hafa verið augljós landráð, með hvatningu til stórvelda að hindra atburðarás sem helguð er af stjórnarskrá landsins.

 

Það eru ekki bara útlendingar sem vita, að Icesave-reikningarnir voru endurgreiddir fyrir langa löngu. Það gerðu tryggingasjóðir í Bretlandi og Hollandi. Hvar fengu þeir fjármagn til þess ? Það var tekið af venjubundnum iðgjöldum bankanna sem starfa í þessum löndum. Hafa þá komið kröfur á hendur almenningi á Íslandi um greiðslu til tryggingasjóðanna, eða bankanna ? Nei engum manni hefur dottið það í hug, enda þurfti ekki að hækka iðgjöldin um Pund eða Evru. Þar að auki segja tilskipanir ESB og reglugerðir nýlenduveldanna, að ríkissjóðir megi ekki koma að innistæðu-tryggingum.

 

Við getum því búist við, að framhald verði á fréttum frá Icesave-stjórninni um frábæran árangur í viðræðum um Icesave-kröfurnar. Ekkert getur stöðvað Sossana, nema yfirlýsingar frá nýlenduveldunum um að þau falli frá öllum kröfum á hendur almenningi á Íslandi. Þessar kröfur eru forsendulausar, hvort sem litið er á lagahlið, pólitískar forsendur eða siðferðilegar. Hinu raunverulega Icesave-máli er löngu lokið þótt Icesave-stjórnin haldi áfram að skemmta Sossa-skrattanum. Þessari alræmdu ríkisstjórn hefur tekist að skrá sig í söguna sem hóp hinna aumustu af öllum aumum, sem óverjandi landráðamenn.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 5.12.2010 kl. 15:26

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir þitt góða innlegg Loftur.

Ég held að ESA sé Svarti  Pétur málsins, afskipti þess setti málið í farveg sem getur ekki endað nema á einn veg, fullkomnum ósigri breta og bandamanna þeirra. 

Það þarf enginn að óttast að ESB dómsstólar dæmi gegn lögum í þessu máli, slíkt setur alla aðra löggjöf sambandsins í uppnám, og afleiðingarnar eru ófyrirsjáanlegar, þó ljóst sé að þær verði skelfilegar fyrir Evrópusambandið og Evrópska löggjöf. 

Þess vegna verður að semja, málið getur ekki lengur dáið drottni sínum.

Og þó ég sé að gantast með bresku skaðabæturnar, þá eru þær raunveruleiki málsins.  En það þarf fólk til að sækja þær, ekki mannleysur þannig að bretar sleppa fyrir horn.

En það horn verður ekki nýr ICEsave samningur með skattfé Íslendinga sem dúsu.  Ólafur eyðilagði þá lendingu með yfirlýsingu sinni að hann myndi vísa málinu tafarlaust til þjóðarinnar.  

Lausnin er líklegast eitthvað moð þar sem bretar segja víst, Íslendingar segja, Já herra, og dúsan verður hugsanlega einhverjar höfuðstólsgreiðslur ef eignir Landsbankans duga ekki, þó aldrei hærri en þetta meinta 10% sem talað er um. 

Vissulega svikasamningur, en mætti hugsanlega reyna að landa honum.  Margir Íslendingar skammast sín fyrir gjörðir landa sinna, og halda að það sé friðþæging að borga syndir þeirra.

Hvort sú sektarkennd dugi bretum til að losna við alþjóðlegt atlægi, skal ég ósagt láta.

Fer til dæmis eftir því hvort samtök eins og Þjóðarheiður stefni öllu landráðafólkinu þegar ljóst er að nýi samningurinn staðfesti landráð Svavars samningsins, allir samningar núna sem eru brotabrot af honum eru staðfesting þess.

Þess vegna segi ég, ESA er Svarti Pétur málsins, aðeins svefninn langi og ICEsave hvað eftir svona 10 ár gat forðað bretum og bretavinum  frá afleiðingum gjörða sinna.

Svo náttúrulega miskunn okkar hinna fyrirhuguðu skattþræla breta, hvort við getum fyrirgefið þessi liði og sleppt því að láta réttlætið hafa sinn gang.

Kallast það ekki náðun?????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.12.2010 kl. 15:44

3 Smámynd: Elle_

ÓMAR: Þetta eru aumkunarverðar hækjur sem enginn trúir og stjórna aðeins vegna ennþá aumari stjórnarandstöðu.

JÁ, FULLKOMIÐ JÁ. 

Elle_, 6.12.2010 kl. 00:29

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle, lastu leiðara Moggans í morgun???

Verst að enginn getur skrifað svona beitt, svona fyrir utan mig (þú mátt geta upp á hvort ég meina þetta eða ekki), nema Davíð Oddsson.  Segi  því miður því þeir sem fyrir skeytum hans verða, líta ekki í eigin barm, og spá í tilefni skrifa hans, heldur afgreiða þeir þau út á við að það taki enginn mark á Davíð Oddssyni.

Sem er bæði rétt og ekki rétt, stór hluti Sjálfstæðismanna hlusta á kallinn, en áhrifamenn virðast forðast hann.  Sem betur fer segi ég því þá þarf kallinn ekki að hlífa samherjum.

Davíð var vissulega að skrifa um síðasta aumingjapakka ríkisstjórnarinnar í málefnum heimilanna, og þvílík afgreiðsla, þvílík snilld sem einn leiðari er, og því miður, ekki einu orði ofaukið, frekar dregið úr. 

Raunveruleikinn er bara svo ömurlegur, vanhæfnin þvílík að hið ritaða orð nær varla til að tjá það.

En beittast var það sem Davíð sagði ekki, og var tilefni pistils mín um lufsuhátt Bjarna Ben, er að Sjálfstæðisflokkurinn fagnaði þessum aðgerðapakka.  Orð Davíðs, eiga því líka við forystu þess flokks.  

"Nú er komið á daginn að hún hefur varið rúmum tveimur mánuðum í leit að aðferðum til að ljúga sig frá málinu. Þessi framganga er ömurleg."

Það er ekki bara hægt að útskýra ástandið í dag með vanhæfri ríkisstjórn, vandinn er miklu flóknari og dýpri en það.

En hvað um það, ICEsave er málið.  Meira en 500 lásu aðvörun mína um hvað gerist ef nýr samningur dúkkar upp, hann er tilefni ákæru á hendur öllum þeim sem börðust fyrir gamla samningnum, ef þeir fóru með beinar lygar og rangfærslur, þá er ekki skýrar hægt að brjóta ákvæði hegningarlaga sem banna aðstoð við kúgun erlendra ríkja.

Og þetta síast inn Elle, þetta fer víðar, fólk er hætt að skjálfa að hræðslu þegar minnst er á dómsstóla ESB.

Það eru bretar sem eiga að skjálfa.

Verð annars rólegur nema eitthvað hreyfi við mér, og mér finnst ekki aðrir gera nógu góð skil.

Skammaðu liðið út í eitt á meðan, kem svo aftur þegar sprauta mánaðarins er búin að fá að virka án þess ég sé að eyðileggja fyrir mér með þessum setum.  En komi samningur á morgun, þá verður gaman, mjög gaman.

Þann slag óttast ég ekki.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 6.12.2010 kl. 11:48

5 Smámynd: Elle_

Ómar: Verst að enginn getur skrifað svona beitt, svona fyrir utan mig (þú mátt geta upp á hvort ég meina þetta eða ekki), nema Davíð Oddsson.
Veit þú meinar það og ekki þræta.  Og hann er góður penni og hvað sem menn vilja nú sverta hann, geta þeir ekki rænt hann pennahæfileikanum.  Finnst ólíkt honum að skrifa um að hlutir séu ömurlegir.  Ætli það segi ekki að þolinmæði hans sé þrotin eins og fjölda okkar hinna?  Það er alveg með ólíkindum hvað þessi undarlega stjórn getur verið ömurleg.    

Elle_, 6.12.2010 kl. 22:05

6 Smámynd: Ómar Geirsson

He, he, he Elle, aldrei datt mér í hug þetta sjónarhorn.  Jú, hann Davíð er snilldarpenni, sá besti í dag, þó reyndar aðeins einhæfur.  En þegar honum tekst best upp, þá vildi ég ekki lenda í honum.

En er annars að fara sofa Elle, og ætla ekki að lesa ICEsave fréttir á morgun, allavega ekki fyrr en líða fer á daginn.  Vona að það verði flóafriður á meðan.

Fréttir dagsins voru annars ógurlega fyndnar, "2-3 atriði á milli".  Ætli hún verði ekki þreytt á að tala um þessi 2-3 atriði og hann Helga, eða í vikunni.  

Vona samt að fólk fari ekki á taugum, vígstaðan er okkar, ekki þeirra.  Hef hamrað á þessu, eitthvað hlýtur að síast inn.  Esb kvað upp sinn dóm, og honum verður ekki áfrýjað, héðan af getur stjórnin ekki samið, eitthvað annað hlýtur að koma upp úr hatti töframannsins.  Eitthvað óvænt, sem þarf að passa að hljómi mjög vel, og kvislingar Sjálfstæðisflokksins hlaupi á það.

Í dag er málið aðeins eitt, það er verið að finna leið til að skera niður úr snöru, bæði breta og Jógrímu.  Og það þarf að gerast án þess að málið fari fyrir þjóðina.  

Sá samningur sem var lekinn, hann er aðeins tékk á vígstöðunni, ekki það sem verið er að ræða um.  Þeir gefa ekki Ólaf sjálfsdæmi í að hengja sig upp í næsta gálga, það er útilokað, þetta eru ekki refir fyrir ekki neitt.

Allavega er aldrei neitt sem sýnist, það eru alltaf einhverjir dýpri þræðir á bak við.

Heyrumst í stríðinu.

Ómar.

Ómar Geirsson, 6.12.2010 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 150
  • Sl. sólarhring: 942
  • Sl. viku: 5881
  • Frá upphafi: 1399049

Annað

  • Innlit í dag: 128
  • Innlit sl. viku: 4983
  • Gestir í dag: 125
  • IP-tölur í dag: 125

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband