Realismi!!

 

Mættu fleiri þekkja til hans en Eiríkur Bergmann.

Tökum dæmi sem skýra rök hans.  

Í Noregi á fjórða áratugnum og fram eftir fimmta, þá voru sterkar raddir sem vildu aukið samstarf norrænna og germanska ríkja og menn sáu fyrir sér náin tengsl við Þýskaland, sem þá mótvægi við þá ógn sem menn upplifðu að útþenslustefnu Sovétríkjanna sem höfðu það í stjórnarskrá sinni að útbreiða hið meinta alræði öreiganna.

En þessar raddir hljóðnuðu fljótlega eftir innrás Þjóðverja, og fengu ekki aftur flug, fyrr en í nýjum búning, og þá sem sameiningu við Evrópudrauminn undir forystu Þýskalands.  Hugmynd sem var naumlega felld í þjóðaratkvæðagreiðslu en það var ekki vegna árásarstefnu Evrópusambandsins, heldur vegna þess að Bjartur frá Sumarhúsum átti ættir sínar að rekja til Noregs.

 

Eiríkur er að benda á þessu einföldu sannindi, að smáþjóð sem í eðli sínu vill vera sjálfstæð, að hún tekur það ekki í mál að ganga í ríkjabandalag, þó færi megi ýmis skynsemisrök fyrir því, á meðan hún sætur árásum þessa sama bandalags.

Þetta er svo augljóst, Bandaríkjamenn byrja ekki fyrst að sprengja upp Teheran og bjóða síðan Írönum upp á nánari samvinnu í kjarnorkumálum.

 

Það eina sem má deila um í orðum Eiríks, og hygg ég að það stafi af því að hann vill reyna að láta líta svo út að það sé stjórn á ríkisstjórninni, er að íslensk stjórnvöld hafi meðvitað hægt á aðildarferlinu.  Það er oftúlkun á atburðarrás þar sem ákafir ESB sinnar skorti afl til að fara alla leið.

En það er gott að útskýra það eftir á.

Kveðja að austan.


mbl.is Hægðu á aðildarferlinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Ómar, eitthvað er að segja mér að ef það væri búið að breyta Stjórnarskráin þá væri Jóhanna búinn að keyra Þjóðina í ESB, það þarf að breyta henni fyrst...Það er ekkert eðlilegt við það að  umsókn í ESB og það að breyta Stjórnarskránni sé haft í forgangsverkefni framyfir að bjarga heimilum og fyrirtækjum Landsmanna....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.11.2010 kl. 08:54

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ingibjörg. 

Ekki veit ég hvað þetta fólk dreymir um, en það er ekki hægt að breyta stjórnarskránni í þá vegu án samþykkis þjóðarinnar.  Og Samfylkingin hefur ekki kraft til þess.

Í dag og allavega næstu misseri, þá mun Samfylkingin ekki vinna eina einustu þjóðaratkvæðagreiðslu, ekki nema hugsanlega ef hún bæri það undir þjóðina að leggja sjálfa sig niður og lögfesta í stjórnarskrá að flokkur sem vinnur fyrir erlend öfl, megi aldrei bjóða sig fram.

En það er að eina sem hún ræður við í dag.

En stjórnin situr vegna þess að þjóðin tekur ekki af skarið.  Það er ekki lausn að fá til dæmis Sjálfstæðisflokkinn, álíka sundraðan og með mjög svipaða stefnu.  Þó mælist hann með 38% fylgi, en reyndar af þeim sem taka afstöðu.

Málið er að fjórflokkurinn hefur ekki lengur mátt til að stjórna fram hjá vilja þjóðarinnar, innan þeirra allra er sterkt andóf við hinum fyrirhugaða skuldaþrældómi, og gegn ESB aðild.

En það vantar skýran valkost, þess vegna er þessi pattstaða.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.11.2010 kl. 10:03

3 Smámynd: Birnuson

Sæll Ómar, þyrfti sá valkostur að vera hefðbundinn stjórnmálaflokkur eða samtök með það sértilgreinda hlutverk að leysa úr kreppunni?

Birnuson, 23.11.2010 kl. 16:03

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Birnuson.

Hef skoðanir á því, tel að menn þurfi að taka sig taki hér, og það eigi síðan að breiðast út um hinn stóra heim.  Líkt og borgarastyrjöldin á Spáni var upphaf þess að skynsamt fólk sá hina undirliggjandi illsku nasismans, og að honum þyrfti að mæta.

Eins þarf að mæta helför þess sem ég kalla Nýfrjálshyggjuna, en kalla ætti frekar auðránskapítalisma, þar sem nota bene fyrstu fórnarlömbin voru hefðbundnir borgaralegir íhaldsmenn og kapítalistar.  Spron ránið byrjaði til dæmis á að Pétur rak klassískan íhaldsmann, Jón Tómasson út úr Spron.  Svona dæmi sem gerðist um öll Vesturlönd.

En þetta er útópía, kemur raunveruleikanum ekkert við.

Hvað ég held, hef ekki hugmynd, sé ekki alveg hvernig andstaðan á eftir að þróast.  Tel að þar sem er eftirspurn, þar eigi eftir að myndast framboð.

En það framboð getur bæði verið innan núverandi flokka, sem og hitt að það komi fram nýtt framboð.

En ný framboð í dag hafa þann stóra annmarka, að þau benda á eitthvað sem miður fór í vinnubrögðum eða viðhörfum, en þeirra leiðir er álíka heimska, en á öðrum sviðum.  Sjá til dæmis blogg Sigurjóns Þórðarsonar um hroka Þórs Saari til landsbyggðarinnar.

Þú leysir ekki núverandi vanda með því að búa til nýjan.

En andófið mun hrekja AGS úr landi, en það sem kemur í staðinn, þarf þannig séð ekki að vera neitt betra.

En það skýrist.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.11.2010 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 57
  • Sl. sólarhring: 675
  • Sl. viku: 5341
  • Frá upphafi: 1326887

Annað

  • Innlit í dag: 56
  • Innlit sl. viku: 4741
  • Gestir í dag: 56
  • IP-tölur í dag: 55

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband