15.11.2010 | 21:24
Nei. þið fáið ekki að skila Soffíu frænku.
Allir þekkja söguna um Kardimommubæinn og hina lánlausu ræningja, þeir rændu og sátu uppi með eitthvað sem þeir vildu losna við.
Hollywood gerði nútímaútfærslu á þessu ævintýri þar sem Danny Devito hló sig máttlausan þegar hann las kröfubréf mannræningjanna sem rændu skassinu, eiginkonu hans sem leikin var á eftirminnilegan hátt af Bettie Midler. Það hvarflaði ekki að honum að borga, jafnvel þó hann fengi nýtt bréf á hverjum degi frá mannræningjunum, í hvert skipti þá slógu þeir af kröfum sínum.
Að lokum, reyndar eftir minni, þá fengu þeir nóg af ránsfeng sínum og buðust til að borga með honum.
Fyndin er Hollywood, en aulaháttur breta er ennþá fyndnari.
Í bíræfni sinni þá fann Brown sínar Falklandseyjar, þegar breska bankakerfið stóð á brauðfótum, og hann var búinn að ákveða að setja margfalda þjóðarframleiðslu breta því til bjargar, í smáþjóð í norðri, og hann ákvað að ráðast á hana til að beina athyglinni frá hinum óbærilegum City byrðum.
Með hryðjuverklögum og stuðningi ESB þá tókst honum að stöðva allt fjárstreymi til hennar, og því átti ekki að aflétta nema hún greiddi bresku árásarmönnunum skatt, líkt og Frakkar neyddust til að gera á dögum hundrað ára stríðsins.
Upphaflega kröfugerðin var gígantiks, á annað þúsund milljarða.
Smán saman lækkaði hún og lækkaði, og lækkaði.
Núna er hún komin í 40-60 milljarða plús einhverja vexti, á einhverju.
Fyrir þessum lækkunum er einföld rök, bretar höfðu ekki hervald, og innlendir leppar þeirra með forystusauði atvinnulífisins, síamstvíburana Gylfa og Villa ásamt Össurar armi Samfylkingarinnar og ESB armi Sjálfstæðisflokksins höfðu ekki styrk.
Gígakrafan koðnaði síðan niður á skrifborði Bessastaða.
Og efnisatriði málsins fengu alltaf meira vægi eftir því sem lengra leið frá sjóðþurrðinni sem hryðjuverkaárás breta olli, þeir höfðu ekki sama vit og Osama að láta árás fylgja árás.
Líklegast vegna ofmats á styrk bretavina.
Og efnisatrið málsins eru mjög skýr, og hafa verið viðurkennd af framkvæmdarstjórn ESB, svo við vitnum í fjölmiðil þjóðarinnar, Ruv;
"Engin ríkisábyrgð er á bankainnistæðum á Evrópska efnahagssvæðinu. Svo segir í svari frá Michel Barnier, yfirmanni innrimarkaðsmála hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til norska fréttamiðilsins ABC Nyheter"
Krafa þeirra er því eins ólögleg eins og aðrar fjárkúganir, þeir hafa ekki lögin sín megin.
Og þess vegna lækka þeir sig.
Eftir 2 mánuði þá munu þeir borga með ICEsave, svo íslenska þjóðin hugsanlega lögsæki þá ekki fyrir Evrópudómnum.
Eftir 4 mánuði þá mun þeir einhliða senda freygátu með digra sjóði sem skaðabætur.
Þannig sanna þeir hið fornkveðna, glæpir borga sig ekki.
Nema kannski hjá fíkniefnabaránum Mexíkó.
En ESB er ekki Mexíkó, ESB er réttarríki þar sem jafnvel stórþjóðir þurfa í gras að lúta fyrir valdi dómsstóla.
Bretum er vorkunn.
Kveðja að austan.
Vextir 3% í Icesave-samkomulagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:06 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 11
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 457
- Frá upphafi: 1412819
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 396
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar já svo sannarlega er Bretum vorkun...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.11.2010 kl. 22:12
Algerlega ólíðandi hvað þessi Steingrímsstjórn og stjórnarandstaða með dyggum stuðningi Sjálfstæðisflokksins, lætur erlend veldi vaða yfir okkur, Ómar. En góð líking hjá þér með ránið. Kemur ekki til mála að við borgum ólöglega kröfu þó krafan hafi minnkað. Rukkararnir ættu að vera að borga okkur skaða.
Elle_, 15.11.2010 kl. 23:20
Heyr, heyr
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.11.2010 kl. 23:32
Takk stöllur.
Elle, ég varð að koma inn því ég sá að Þjóðarheiður náði ekki alveg pointinu, það er ekki að það sé verið að bjóða betri samning, heldur að þegar þessi drög verða kynnt, þá getur Ögmundur látið fangelsa alla þá þingmenn sem greiddu hinum fyrri atkvæði sitt.
Ákæran landráð og tilraun til þjóðareyðingu.
Það var sagt að þeir afkostir væru það besta í stöðunni, í bréfi sínu til forseta Íslands sagði Jóhanna Sigurðardóttir, að ef forseti myndi vísa ICEsave samningnum til þjóðarinnar, þá tæki hann gífurlega áhættu fyrir þjóðarbúið. Bretar og Hollendingar hefðu öll tromp á hendi og gætu stefnt Íslandi fyrir dóm, og látið þjóðina greiða allan ICEsave pakkann, fimmtánhundruð milljarða eða svo.
Núna segist hún og Steingrímur vera með svo góða díl að þau ætli bara að láta þjóðina greiða eitthvað um 60 milljarða.
Hvað hefur breyst?????
Af hverju detta menn niður úr fimmtán hundruð milljörðum niður í um 60, efnisatrið málsins eru þau sömu???
Skýringin er náttúrulega sú sem ég bendi á hér að ofan, bretar vita að þeir geta ekki löghelgað kröfu sína, ætla ekki að reyna það einu sinni.
Þar með eru þeir sem næstum því voru búnir að koma 506 milljarða skuldaklafa á þjóð sína með lygum og blekkingum, sekir um glæp.
Alvarlegan glæp.
Núverandi samningsdrög sanna það.
Og það er tími til kominn, það er um leið og hinn nýi samningur verði kynntur, að eitthvað alvöruafl lögsæki alla aðila málsins, ekki bara alþingismenn heldur líka alla stuðningsmenn bretafjárkúgunarinnar, hvar sem þeir finnast.
Lögin eru skýr, þetta fólk er sekara en sjálf syndin.
Ég er hræddur um að fáir manni félagsskapinn sem kenndur er við innlimun Íslands. Ekki nema slíkur félagsskapur rúmist innan leyfilegs tómstundastarfs fanga.
Elle, núna er ekki tími fyrir væl um að eitthvað sé betra en eitthvað sem var alslæmt. Nú á að láta kné fylgja kviði.
Lögin eru skýr, og þau standa með þjóðinni, ekki fjárkúgurum og meðreiðasveinum þeirra.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.11.2010 kl. 08:15
Nei, ég veit, Ómar, algerlega, betri eða verri samningur er ekki málið. Glæpurinn og kúgunin er málið.
Rannsókn hefur ekki enn verið hafin á framgangi ICESAVE-STJÓRNARINNAR. Ætlar það aldrei að verða?? Ögmundur er meðvirkur meðan hann styður stjórnina.
Þessi stjórn er það aumasta af öllu aumu, leggst flöt fyrir kúgurum og gerir ekkert í að kæra ofbeldið, hvað þá standa gegn því.
Elle_, 16.11.2010 kl. 21:01
Já, Elle, en ef þetta auma lið kemur með risadílinn, þá er ljóst að fyrri ICEsavelög voru fengin með lygum og blekkingum, og þau stefndu sjálfstæði þjóðarinnar í hættu, og þó það hefði sloppið til, þá hefði hann aldrei verið uppfylltur nema með miklum hörmungum þjóðarinnar.
Koma svo með 60 milljarða samning núna, það er eins heimskulegt og heimska getur verið.
Því það sannar allar okkar fullyrðingar um kúgun og rán.
Og þetta lið mun ekki alltaf stjórna, og þá mun réttlætið hafa sinn gang líkt og herforingjar Argentínu og Chile fengu að kenna á, að lögbrot og þjóðníð hefnast alltaf að lokum.
Og þau eru svo vitlaus að þau sjá þetta ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.11.2010 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.