"Loka með því umræðunni um lausn á skuldavandanum."

 

Þessi orð hafa verið sögð áður, og þau munu verða sögð aftur þar til að stjórnmála og bankamenn átta sig á hvað þeir gerðu þjóð sinni.

Þeir komu efnahag hennar og fjárhag í eina rjúkandi rúst.  Í rjúkandi rúst vegna hinnar miklu skuldsetningar sveitarfélaga, ríkissjóðs, og almennings og fyrirtækja.

Og þjóðin mun ekki ná sér fyrr en Hrunskuldum verður aflétt af henni.

Annars verður orðaglamrið núna það sama og síðustu 2-3 skipti sem þessi lokalausn skuldavandans var kynnt.

 

Sérstaklega voru orðin sterk í vor.

Fyrirsögn í Fréttablaðinu þann 18.03 var: "Lokasvar við skuldavanda heimilanna" og þar segist Jóhanna trúa því að hún hafi náð utanum vandann.  "Þeir sem eru í vanda munu finna úrlausn sinna mála í þessum ákvæðum sem við höfum kynnt hér".

Í Morgunblaðinu sama dag er þessi fyrirsögn um sama blaðamannafund ríkisstjórnarinnar;  "Telja sig nú hafa náð utan um skuldavanda heimilanna"  og þar sagðist Jóhanna að aðgerðir stjórnvalda frá Hruni væru núna orðnar um fjörtíu.

Og það þarf ekki að taka fram að Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ var mjög jákvæður; "  að það sé mjög langt gengið í að mæta vandanum og vel að þessu staðið". 

 

Og þetta hefur verið síbyljan frá stjórnvöldum og ASÍ síðan, það hefur verið gert nóg, það er ekki meira hægt að gera.

En síbyljan þagnaði eftir tunnun mótmælenda.

Og nú á aftur að gera eitthvað loka loka, og vissulega á að kosta einhverju til, og er það jákvætt.  En það er ekki nóg.  

Vegna þess að enn einu sinni á að svíkja fólk um réttlæti.

Það verður ekki réttlæti fyrr en Hrunskuldir verða afléttar af almenningi, nóg er það samt.

En til þess mega stjórnvöld ekki hugsa, því mun á næstu dögum og vikum dynja á okkur síbylja um hinn mikla kostnað aðgerðanna, og að við megum ekki láta börnin okkar borga í framtíðinni, þess vegna eigum við að herða ólina og láta þau svelta í dag.  Enda eru íslensk börn bæði stór og yfir kjörþyngd.  Og alin upp við alltof mikið hóglífi.

Og fólk mun örugglega láta blekkjast og hætta að tunna.

 

Og af hverju er ég þá ekki glaður??

Fyrir því eru margar ástæður, og hef oft minnst á þær á þessu bloggi.  Ég veit eins og er að kostnaðurinn við Ekki réttlæti er meiri en sá sem fellur til við réttlætið.  Ég veit líka að til er leið til að dreifa hinum meinta kostnaði á kynslóðirnar sem fá í staðinn tækifæri um framtíð.

En á þessi rök er ekki hlustað, almenningur nennir ekki að sækja sér rökin fyrir réttlæti, hver og einn hugsar að ef hann fær hjálp, þá mega aðrir eiga sig.

Almenningur á Íslandi ætlar að láta bjóða sér framtíð þar sem AGS áætlar að 160 milljarðar fari árlega í vexti, þar sem greiðsluhlutfall ríkissjóðs er 60-70%.

Og hann er nokkuð sáttur.

 

Þess vegna þekki ég minn vitjunartíma og bið að heilsa.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Áfram óvissa um lausnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Nei, Ómar, þú getur ekki bara farið.  Hefurðu ekki misskilið?: Vitjunartími Jóhönnu og co. er kominn og farinn, ekki þinn vitjunartími.  Rökin þín eru of manneskjuleg, þó sumir heyri skaðlega illa.  Við vitum að þú kemur, Ómar.  Í ÓSJÁLFRÁÐ SKRIF.        

Elle_, 12.11.2010 kl. 23:44

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle, það er ekki eftirspurn eftir þeirri hugsun, ég gríp aðeins til hennar þegar ég er að svæfa bloggið mitt.

Eftirspurnin er eftir stríðsmanninum, manninum sem orðar gremju og reið fólks.  Og það vill svo til að við töpuðum orrustunni, stjórninni tókst að endurskipuleggja sig, og fyrst að Sjálfstæðisflokkurinn sveik á ögurstundu, þá stendur hún af sér þessa skuldaumræðu.

Rökin sem Bretar keyptu ekki á sínum tíma þegar þeir bönnuðu þrælaverslun, "að aðalatriðið er að fólk hafi vinnu", keypti íslenskur almenningur.  Nú á að fara útvega honum vinnu svo hann geti eytt ævi sinni í að endurheimta það sem var stolið af honum, og ef hann er heppinn, þá getur hann jafnvel keypt sér frelsi.

Fyrst það var upphaflegt markmið mitt með þessu sprikli að taka þátt að skapa þá úlfúð sem dygði til að fella ríkisstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þá gat ég illa réttlætt fyrir sjálfum mér að hætta meðan einhver væri vonin en núna hef ég öðrum hnöppum að hneppa.

Og lítið við því að gera.

Þarna úti er margraddaður kór Andstöðufólks, og hann þagnar ekki, þó sumir pústi.  Þetta er búin að vera löng vakt Elle, núna er komið að öðrum að manna skotgrafirnar.

Ég kem aftur þegar ég heyri í herlúðrum baráttunnar, vonandi fyrr en seinna.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 13.11.2010 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 32
  • Sl. sólarhring: 662
  • Sl. viku: 5316
  • Frá upphafi: 1326862

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 4716
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband