11.11.2010 | 22:37
Hún var heppin að vera ekki barnshafandi, eða sjúk.
Munum að ríkisstjórnin er búin að lúffa, ekki vegna þess að hún skilji rangindi sinna ákvarðanna, heldur vegna þess að hún er skíthrædd við reiði fólks.
En þetta eru allt laxveiðimenn, þeir vita að þegar að ekki er hægt að landa, þá er bráðin þreytt.
Og það mun ríkisstjórnin gera. Mútufé ESB á ríkisfjölmiðlum mun fylla þætti sína af hágrenjandi hagfræðingum, stjórnmálamönnum, stjórnmálafræðingum og öðrum áróðurspésum AGS, og allt mun hljóma á einn veg, það verður að skera niður, það má ekki velta vandanum á börnin, landsbyggðarfólk skilur ekki hinn bitra raunveruleik kreppunnar og svo framvegis, og svo framvegis
.
En við skulum vita að þetta fólk er tilbúið að greiða fjármagnseigendum risaupphæðir í vexti, margfalt hærri tölur en vitiborið fólk myndi gera. Bara óþarfa vextir til AGS á einu ári er sú upphæð sem ríkisstjórnin ætlar að spara á tíu árum með því að leggja af sjúkrahús landsbyggðarinnar.
En við landsbyggðarfólk erum lifandi skattgreiðendur, en fjármagnið er dautt, en greiðir góðar mútur. Það skýrir forgang þess.
Við skulum einnig muna að þegar núverandi heilbrigðisráðherra var formaður fjárlaganefndar, þá sagði hann þetta þegar honum bárust þær fréttir að framkvæmdarstjórn ESB hefði kveðið skýrt á um að fjárkröfur breta í ICEsave væru ólöglegar;
"Þessi fullyrðing hefur vakað yfir allan tímann en þjóðin hefur trúað þessu og fékk innstæðurnar greiddar, þ.e.a.s. allir sem áttu innstæður í íslensku bönkunum á Íslandi fengu innstæðurnar greiddar. Eini hópurinn sem skilinn var eftir eru þeir sem voru ekki í útibúum í Neskaupstað heldur í útibúum í London og Hollandi. Við skulum þannig nýta okkur öll þau vopn sem okkur berast í því að berjast gegn því að greiða Icesave en það er ljóst að við þurfum einhvern tímann að ljúka þessu máli.« "
Með öðrum orðum þá tók hann undir sjónarmið breta um meinta mismunun og lýsti yfir vilja til að ganga að kröfum þeirra.
Samt er krafan ólögleg, ef ágreiningur er um framkvæmd íslensku neyðarlaganna, þá þurfa bretar fyrst að fá dóm þar um. Það gildir ekki neitt annað um ríki en einstaklinga, það getur enginn búið til ágreining, og beitt síðan hótunum til að innheimta hina meintu skuld.
Guðbjartur Hannesson myndi ekki láta eftir hús sitt og bíl þó til hans kæmi maður, nýbúinn að missa aleigu sína í hendur bankans, og krefði hann um eigur hans með þeim rökum að Guðbjartur hefði mismunað honum samkvæmt EES samningnum.
Guðbjartur myndi örugglega biðja um dóm áður en hann yfirgæfi hús sitt og léti bíl sinn af hendi.
En þegar þjóðin á í hlut, þá vill hann afhenda peninga skattborgara til Bretlands með þeim orðum að það þurfi að "ljúka þessu máli". Og í staðinn myndi hann loka sjúkrahúsum, henda gamalmennum út á guð og gaddinn, gera öryrkjum ókleyft að lifa af bótum sínum.
Við megum aldrei gleyma, að áður en Framkvæmdarstjórn ESB gaf út þessa yfirlýsingu, þá hélt Guðbjartur því fram að krafa breta væri lögleg samkvæmt EES samningnum og hann samþykkti fjárkúgun þeirra á Alþingi.
Í þeirri fjárkúgun var kveðið um 60 milljarða í vaxtagreiðslur, bara á þessu ári sem nú er að líða. Þjóðin væri að greiða 60 milljarða til breta, ofaná alla hina 75 milljarðana í vexti á þessu ári, samtals 135 milljarða.
Til samanburðar er 10 ára sparnaður af eyðingu landsbyggðarsjúkrahúsa áætlaður 31 milljarður samkvæmt fjárlagafrumvarpinu.
Það er nauðsynlegt að fólk átti sig á þessum tölum svo það skynji hina gífurlegu ógn sem blasir við þjóðinni ef núverandi stjórnvöld fá að sitja áfram.
Það verður aldrei neitt nútímavelferðarkerfi ef þessar himinháu vaxtagreiðslur ganga eftir.
Og ríkisstjórnin ætlar að semja við breta, með góðu eða illu.
Hún treystir á að þjóðin láti þreyta sig og gefist loks upp fyrir áróðursvél ESB, sem fær nokkur hundruð milljónir í það verk á næstu misserum.
Ef þjóðin vill lifa áfram í þessu landi, þá þarf hún að rumska og setja hlutina í samhengi. Hún verður að átta sig á að ef þessar lántökur ganga eftir þá verður ekki líft í þessu landi um ókomna tíð.
Og hún verður að átta sig á að meginþungi vaxtanna er mannannaverk í þágu breta og í þágu alþjóðlegra spábraskara. Fólks sem tók veðjaði á krónuna, og vill núna láta íslenskan almenning borga fyrir það veðmál.
Munum að það er enginn annar sem bjargar okkur en við sjálf.
Og það fer hver að vera síðastur að koma ríkisstjórninni frá áður en skuldgildran læsist um almannasjóði okkar.
Og þá er of seint að iðrast trúgirni okkar.
Kveðja að austan.
Hollvinir lentu í hremmingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 327
- Sl. sólarhring: 714
- Sl. viku: 5911
- Frá upphafi: 1399850
Annað
- Innlit í dag: 293
- Innlit sl. viku: 5057
- Gestir í dag: 286
- IP-tölur í dag: 285
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sælir þú ert lykillinn okkar úr Austri það er alveg ljóst, hafðu þakkir fyrir. Það sem þú segir um byltinguna er nákvæmlega málið til að ná þessari landráðastjórn frá með góðu eða illu ég tel reyndar að nú sé að hefjast nýr kafli í henni kafli 2 sem er ekki það sem við vildum sjá!
Sigurður Haraldsson, 11.11.2010 kl. 22:53
Hún Helga er heppin að vera með góðan bílstjóra. Norðanveðrin í Langadalnum á kaflanum milli Breiðavaðs og Holtastaða eru engu lík.
Árni Gunnarsson, 11.11.2010 kl. 23:31
Ómar, það ætti að skylda Guðbjart til að læra eftirfarandi orð þín utanbókar. Efast samt um að hann mundi samt skilja meininguna, miðað við hans grófu og óforbetranlegu hegðun í ICESAVE:
Guðbjartur Hannesson myndi ekki láta eftir hús sitt og bíl þó til hans kæmi maður, nýbúinn að missa aleigu sína í hendur bankans, og krefði hann um eigur hans með þeim rökum að Guðbjartur hefði mismunað honum samkvæmt EES samningnum.
Guðbjartur myndi örugglega biðja um dóm áður en hann yfirgæfi hús sitt og léti bíl sinn af hendi.
Elle_, 12.11.2010 kl. 00:15
Takk fyrir innlitið gott fólk.
Árni, þeir bregðast ekki Skagfirðingarnir.
Elle, þetta er augljóst samhengi, en kallast öfgar í almennri umræðu.
Takk Sigurður, ef ég bætti við uppskrift og talaði um United og Liverpool, þá gæti ég kannski safnað i byltingarher. En svona skrif eru ekki allra enda lesturinn á blogginu að deyja út.
Ég vaknaði núna í morgunsárið, sleppti morgungöngunni með bróður mínum, og ætla að koma á framfæri lokaábendingu minni. Þeir hjá Moggabloggi eru svo elskulegir að vekja reglulega athygli á pistlum mínum, þannig að eitthvað dreifast orðin.
Bið annars að heilsa í bili.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.11.2010 kl. 06:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.