11.11.2010 | 07:07
Siðleysi íslenskra stjórnmálamanna í hnotskurn.
"Fram kemur í skýrslunni að ekki er hægt að bjarga öllum. Áætlað er að 5% þeirra sem skulda íbúðarlán, um 3.500 manns, eigi ekki fyrir framfærslu."
Í andvaraleysi sínu og ábyrgðarleysi bera íslenskir stjórnmálamenn meginábyrgðina á Hruninu haustið 2008.
Og fórnarlömb Hrunsins eru mörg.
Nú segja þeir kynroðalaust, að það sé ekki hægt að hjálpa öllum.
Þeir eru björgunarsveitin sem gróf ekki eftir fórnarlömbum jarðskjálfta því það er of dýrt.
En hver er ávinningur þess að hrekja þetta fólk á gaddinn í því árferði sem nú er???
Hvers vegna er ekki hægt með einu pennastriki að ákveða að þetta fólk greiði eftir getu næstu 5 árin??
Ef hún er engin, þá hlýtur að rætast úr, tekjulega eða annað. Til dæmis mun ástandið í þjóðfélaginu batna, sé til þess vilji að leiðrétta skuldahít heimila og fyrirtækja.
Og það er hægt að skoða aðstoð í gegnum barnabætur og vaxtabætur,.
En það er mannvonska að afskrifa sín eigin fórnarlömb.
Eftir fordæmalaust Hrun þá gilda ekki leikreglur hins gamla þjóðfélags, útburður og vergangur.
Yfirstéttin fyrirgerði þeim rétti þegar hún kom efnahagslífinu á hliðina.
Núna verður hún að axla ábyrgð og bæta fyrir tjón sitt.
Verkist ekki annað, þá geta þingmenn, viðskiptaráðsmenn, háskólamenn, stórmógúlar og aðrir þeir sem dásömuðu þessa útrás, sem dásömuðu þessa skuldasöfnun, gefið eftir hluta af tekjum sínum til að hjálpa þessu fólki um brýnustu framfærslu.
Þeirra er jú glæpurinn.
Og menn bæta fyrir glæpi sína.
Kveðja að austan.
Gefur ekki rétta mynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:07 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.