Sjálfstæðisflokkurinn kann ekki að skammast sín.

Á hans vakt rændu auðmenn þjóðina.

Það var hann sem kæfði öll varnaðarorð, "sjáið ekki veisluna strákar" var sagt.

Hann leyfði skammtímafjármagni braskara streyma inn í landið, hann leyfði húsnæðisbólunni að fara í hæðstu hæðir, hann leyfði stöðutöku gegn krónunni sem hefði sæmt gjaldmiðil milljónaþjóða.

Hann er Hrunflokkur Íslands.

 

Og það versta er að hann kann ekki að skammast sín.

"Mikilvægt væri að grípa til raunhæfra aðgerða sem nýtist vel og kostnaðurinn leggist ekki á fjölskyldur seinna meir í formi hærri skatta."

Í þessari setningu varaformanns Sjálfstæðisflokksins, flokksins sem mælist með 38% fylgi, svo mikil afneitun á eigin glæp, og svo mikil lygi um það sem gerst hefur.

Og algjör vanhæfni við að takast á við þær aðstæður sem flokkurinn skapaði.

 

Lygin er sú að telja fólki í trú um að það sé hægt að eyðileggja efnahag þjóðar, og það fylgi því ekki kostnaður.  

Hruninu fylgdi gífurlegur kostnaður, kostnaður sem hefur lagst á ríkissjóð, fjölskyldur, fyrirtæki.  Og fólk mun greiða þann kostnað í dag, á morgun, og næstu ár og áratugi.  Í formi affalla á fasteignum þess, í formi hækkun lána, í formi minni tekna og í formi hærri skatta.

En fyrir einhverja skrýtna tilviljun þá er til peningur hjá Sjálfstæðismönnum til að borga afskriftir auðmanna, ábyrgjast peningamarkaðssjóði, endurreisa alltof stórt bankakerfi, borga ICEsave, borga AGS fyrir heimskulegasta gjaldeyrisvarasjóð mannkynssögunnar, borga allt annað en þá leiðréttingu sem mannannaverk, verð og gengistryggingin ollu heimilum landsins.

Almenningur á að borga Hrunið aleinn.

 

Þá má ekki hækka skatta í framtíðinni segir varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Á þá að hækka skatta í núinu, vill varaformaður Sjálfstæðisflokksins loka Landsspítalanum líka, eða er hún samsek í blekkingunni miklu, að lofa hluta fórnarlamba Hrunsins vaxtabótum sem verða svo skornar niður við trog í næstu endurskoðun AGS????

Hvernig á að skilja þessi orð hennar???

 

En vanhæfni hennar og getuleysi lýsa sér í þeim skilningsskorti að skynja ekki að þjóðfélaginu er að blæða út, meginhluti ráðstöfunartekna fólks fer vexti og verðbætur, það er svo lítið eftir sem dreifist um hagkerfið.

Það fylgir því ennþá meiri kostnaður að leiðrétta ekki forsendubrest verðtryggingarinnar.

Og það er til leið til að dreifa þeim kostnaði á næstu áratugi, kostnaðurinn per ár er það litill, að þó hann væri allur prentaður í Seðlabankanum, þá væri hann ekki verðbólguhvetjandi, hagkerfið yrði ekki var við hann.

 

En hagkerfið er var við núverandi Ekkigeraneittkostnað, fjölskyldur eru varar við hann, fasteignamarkaðurinn er var við hann.

Og hann er ein megin orsök þeirrar samfélagslegu upplausnar sem er hér í dag.

Sem er mesti kostnaður sem eitt samfélag getur lent í.

 

En þeir sem höfðu ekki vit á að verja þjóð sína fyrir auðráninu, þeir hafa ekki vit til að bæta fyrir glæpi sína.

Sjálfstæðisflokkurinn er að dæma sig úr leik sem 8% flokkur eins og Samfylkingin.

Það eina sem vantar er að Andstaðan skipuleggi sig utan um raunveruleikann, og þá, og þá munu allir þeir sem styðja auðrán, og misþyrmingu kynslóðanna, verða dæmdir úr leik.

Það verður aldrei hægt að þrælka heila kynslóð.

Jafnvel þó fjórflokkurinn leggist allur á árarnar.

Og hans tækifæri til að skilja það er að hverfa í húm hins liðna.

 

Lýðskrum og heimska mun ekki endalaust stjórna þjóðinni.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Mikilvægir útreikningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 645
  • Sl. sólarhring: 652
  • Sl. viku: 5290
  • Frá upphafi: 1326821

Annað

  • Innlit í dag: 593
  • Innlit sl. viku: 4691
  • Gestir í dag: 558
  • IP-tölur í dag: 543

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband