Notuðu menn tímann til að fara á fyllerí???

Ef það kostar 124 milljónir á hvert heimili að leiðrétta fyrir ráni auðmanna og fjármálastofnanna, þá hefur upphaflega lán verið 620 milljónir, jafnvel ZikZak húsið var ekki svo dýrt.

En nálgun hópsins er sorgleg.

Það varð forsendubrestur í þjóðfélaginu, það varð gerð aðför að almenningi, og hann vill ekki borga þá aðför.

Fólk ætlar sér ekki að þræla alla sína ævi fyrir skuldum auðmanna.

Stýrði hópurinn (stýrður af AGS????) tekur ekki tillit til þess gífurlega kostnaður sem kemur á móti því ef ekkert er gert.

Stærsti kostnaðurinn felst í landflótta lykilhópa eins og lækna, þróun sem þegar á sér stað, tæknimanna, fólks með sérþekkingu til að byggja upp öflugt atvinnulíf og til að veita þá nútímaþjónustu sem við krefjumst af heilbrigðiskerfinu.

Þetta fólk er ekki tilbúið til þeirrar samfélagsáttar sem atvinnurekendur kalla eftir, að vinna á lægri launum hér en þeim bjóðast á erlendri grund.  Ekki meðan hið Nýja Ísland er byggt upp sem ræningjaþjóðfélag.

Annar kostnaðurinn er þverrandi greiðsluvilji þegar skuldaólin herðist smátt og smátt ofaní minnkandi kaupmátt og þjóðarsáttarinnar um ekki hækkun launa.

Sá þriðji er mun meiri lækkun fasteignaverðs því fólk er fast í skuldagildrum sem það á í dag, það stækkar ekki við sig, meiri líkur eru á að það missi húsnæði sitt.  Og offramboð af nauðungarhúsnæði lækkar verðið, líka hjá þeim sem standa í skilum.

Fjórði kostnaðurinn er samdráttur í neyslu einstaklinga, sem eru drifkraftur nútíma efnahagskerfa.  Minnkandi velta, samdráttur, uppsagnir, allt er öruggt ef menn losa ekki almenning úr skuldakreppunni,.

Og svona má lengi halda áfram að telja, dugar ekki puttar og tær til.

 

En að lokum vil ég benda auðtrúa fylgjendum Útburðarstjórnarinnar, að hækkun vaxtabóta er róunarleið, sett fram til að róa lýðinn.

Það mun fara eins fyrir þeim eins og sjúkrahúsum landsbyggðarinnar, þetta verður allt skorið niður þegar AGS lánin byrja að tifa.

Og þá getur verð of seint að iðrast trúgirni sinnar.

 

Látum ekki Útburðinn plata okkur.

Hann er búin að gera það nógu oft.

Notum einu sinni okkar eigin dómgreind.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Vaxtabótahækkun árangursríkust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig er með þá sem ekki eru með neinar vaxtabætur....?

Pirraður (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 18:14

2 Smámynd: Hvumpinn

Þeim býðst að éta skít í boði hinnar norrænu velferðarstjórnar.

Hvumpinn, 10.11.2010 kl. 18:24

3 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Það má ekki anda á kröfuhafana, þess vegna er þessi leið „árangursríkust"!

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 10.11.2010 kl. 18:27

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið, vil aðeins minna á að þessar meintu vaxtabætur munu ekki endast út fjárlagaárið.

Þeim mun verða stillt upp gagnvart eyðingu heilbrigðiskerfisins og fólki gefið val.

Svo má ekki gleyma að tekjur ríkisins eru ofáætlaðar, þess vegna á það ekki til pening í þetta strax.

Leiðin hans Gunnars Tómassonar felur í sér að ríkissjóður byrjar að greiða af langtímaskuldabréfinu eftir ákveðinn árafjölda, til dæmis 6-10 ár, og þá ef aðstæður leyfa.  Annars er skuldabréfið bara ígildi gulls í bókum fjármálastofnanna.

En áhrifin eru að endurheimtur aukast, og hagkerfið fer í gang, því vissulega munu margir ekki þurfa á niðurfellingu Hrunskulda að halda, það er ekki til að lifa af mánuðinn.  Það sem hefði farið í hinar forsendulausu verðbætur, það mun streyma út í hagkerfið sem eyðsla.

Í stað þess að fara á bankareikninga fjármálastofnanna, þá fer það að vinna í hagkerfinu, skapa tekjur og störf.

En þingmenn hafa ekki kynnst sér skynsemina, þeir gætur orðið illa veikir, og því miður, þá hafa skuldarar ekki gert það heldur.

Þess vegna rífast allir um það sem er svo auðvelt að leysa, og er þrautreynd aðferð.

Og á meðan sökkvum við í hyldýpi kreppunnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.11.2010 kl. 18:53

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Gat verið að þú komst með eihverja AGS samsæriskenningu :)

Sleggjan og Hvellurinn, 10.11.2010 kl. 19:22

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Sleggja, þú verður að fyrirgefa mér, þrátt fyrir allt trúi ég á ærlega taug í þessu fólki.

Vil frekar ímynda mér þau eins og lögreglu Vichy sem nauðug handtók föðurlandsvini og smalaði gyðingum í útrýmingarbúðir, það var ekki af þeirra frumkvæði.

Eins er það með helför þjóðar okkar, ég trúi því ekki að "löggan" sem smalar okkur í þrælabúðir auðhringa og fjármagnseiganda, sé frjáls sinna gjörða. 

Það er eitthvað ægivald sem stjórnar þessu fólki, eða er það ekki???

Eða er mannvonskan innlend???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.11.2010 kl. 19:37

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er allt innlent. Og mundi hætta að vera með þennan AGS á heilanum. Þegar hann er farinn úr landi eftir 2-3ár... hverjum ætlaru þá að kenna um allt sem mis fer???

Þetta er engin mannvonska... bara val.  Eiga skuldarar að fá gefins pening á kostnað skattoborgara eða eiga skuldarar að sitja í súpunni og fá enga hjálp?

Ég held að best sé að fara miðjuna. Þ.e mætast á miðri leið. Kannski er vaxtabótaleiðin skárst af öllum. Flöt niðurfærsla kostar 185milljarða

http://eyjan.is/2010/11/10/serfraedihopur-skulda-skilar-af-ser-flot-laekkun-skulda-kostar-um-185-milljarda/

kannski finnst þér það réttlát að láta okkur skattborgara og ellilaunþega kingja þeim munnbita....

Sleggjan og Hvellurinn, 10.11.2010 kl. 21:04

8 Smámynd: Ellert Júlíusson

Það koma allir til með að borga, við munum bara borga meira ef ekkert verður af gert. Þruman gæti kannski fengið vinnu í fjórtánda álverinu sem að rís hérna en guð hjálpi honum/henni ef slys verður því engir læknar verða hér eftir.

Tæknilega munum við dragast hratt aftur úr því að tölvumenntað fólk mun einnig koma sér héðan sem fyrst....reyndar held ég að allir með viti muni taka næstu vél og ekki líta um öxl.

En við skulum vera skammsýn og bara horfa á okkur sjálf.

Góðar stundir.

Ellert Júlíusson, 10.11.2010 kl. 22:01

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ég er nú ekki alveg eins svartsýnn og ellert.

þvílik framtíðarsýn  

Sleggjan og Hvellurinn, 10.11.2010 kl. 23:10

10 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Það eina vitræna sem hægt er að gera er að kaupa flugmiða aðra leiðina og póstleggja lyklana af kofnum til Steingríms.

Sigurður Sigurðsson, 10.11.2010 kl. 23:12

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Þruma, er sibbinn, nenni ekki að þrasa við þig.

En mér þykir leiðinlegt það álit sem þú hefur á okkar fólki, heldurðu að það sé virkilega svona illa innrætt???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.11.2010 kl. 23:24

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Annars takk fyrir innlitið, Ellert og Sigurður.

Sigurður, það er einmitt það sem margir mun gera.

Ellert, það má eiginlega ekki skamma auðtrúa, þeir eru ekki ennþá búnir að fatta að mannanna mistök komu hagkerfinu á hliðina.

Og þess vegna trúa þeir ennþá Ábyrgðarmönnum Hrunsins.  

Vandinn er að þeir skuli hafa öll völd, og að þjóðin kastar sér sífellt á milli flokka sem allir segja það sama, þó reyndar má Sigmundur eiga að hann er skynsamur, en hefur ekki náð til að sannfæra þjóðina um eitt eða neitt.

Stóra spurningin er bara, hvað vill fólk??

Skuldarar eru í meirihluta en það væri skömm að halda því fram að þeir sýndu þeim stuðningi sem berjast fyrir hagsmunum þeirra.

Kannski ætla þeir allir að skilja og fara á opinbera framfærslu og fá vaxtabætur??

En þetta er hinn raunverulegi vandi, fólk leggur ekkert á sig til að breyta þjóðfélaginu, og á meðan stjórna þeir sem græða á Hruninu, og ætluðu sér það allan  tímann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.11.2010 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 455
  • Frá upphafi: 1412817

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 394
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband