8.11.2010 | 17:42
Aðeins geðvillingar eyða tugmilljarða í óþarfa vexti af risastórum gjaldeyrissjóð.
Á sama tíma að aldrað fólk er borið út úr rúmum sínum út i óvissuna.
Á sama tíma er áratuga uppbygging heilbrigðisþjónustu landsbyggðarinnar rústað vegna sparnaðar sem er innan við tíu % af þessum óþarfa vaxtakostnaði.
Hvað blinda hefur slegið huga fólks að hafa slíka geðvillu við stjórnvölin???
Að eyðileggja alla mannúð og mennsku í þjóðfélaginu.
Að starfa með Óberum sem hugsa eingöngu um dautt fjármagn en ekki lifandi fólk.
Svo gróðapungar geta endalaust mergsogið almenning???
Er þetta í eðli vinstrimanna að stuðla að hörmungum???
Var Pol Pot eða Stalín eðlilegar afleiðingar af hugsun þeirra en ekki sorgleg slys ómenskunnar???
Ég veit ekki en blindan er að rjátla að Jóhönnu.
Hún hefur kannski haft erfiðar draumfarir, kannski hafa formæður hennar vitjað hennar í draumi og beðið afkomendum sínum miskunnar??? Og þjóð sinni griða.
Segi eins og Armströng, þetta er lítið skref fyrir Jóhönnu, en risaskref fyrir íslensku þjóðina.
Núna verður ekki aftur snúið.
Gamalmenni munu halda rúmum sínum en auðræningjar verða að halda á ný mið.
Kannski fá þeir skjól í Sómalíu, þar ríkir hvort sem er óöld og skálmöld.
En íslenska þjóðin mun ekki í gras lúta fyrir ómennsku þeirra og ránsskap.
Kveðja að austan.
Rætt við AGS um breyttar aðstæður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:43 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 449
- Frá upphafi: 1412811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 388
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gallinn er hinsvegar sá að án þessa "risastóra" gjaldeyrisvarasjóðs væri engin utanríkisverslun. Ekkert bensín. engin olía, varahlutir, hveiti, sykur og símasamband. Allt þetta er verslað á skammtímalánum sem við fáum ekki ef enginn er gjaldeyririnn til að borga með. Því verðum við að geta sýnt framá nægan gjaldeyrisforða til að geta staðið við skuldbindingar okkar. Olís fær hvergi lánað ef útlit er fyrir að Íslenski seðlabankinn hafi ekki gjaldeyri til að selja þeim þegar að gjalddaga kemur. Einhverra hluta vegna vill enginn útlendingur taka við íslenskum krónum sem greiðslu.
Vaskur (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 20:19
Vaskur, hvað bull er í þér.
Ertu fullur eða hvað.
Veistu ekki hvað koma miklir peningar í erlendri mynt inn í landið á hverju ári???? Hver laug því í þig að utanríkisverslun hefði hrunið???
Veistu ekki að fyrsta greiðsla AGS var upp á um 40 milljarða, og forsætisráðherra upplýsti mörgum mánuðum seinna að hún hefði ekki verið notuð.
Veistu ekki að síðan vegna ICEsave deilunnar, þá seinkaði frekari útgreiðslum á lánum AGS og Norðurlanda um rúmt ár, fékk Olís þá ekki afgreitt bensín, eða við keypt erlendar vörur??'
Vaskur það er verið að tala um líf fólks og limi. Um forsendu byggðar í landinu. Um líf eldra fólks sem hefur skilað sínu til þjóðfélasins á langri ævi.
Þó þú sért nafnleysingi, jafnvel tölvuforrit spunakokka, þá hefur þú engan rétt að koma svona inn á bloggsíður og bulla eins og fáráður sé vitringur miðað við þig.
Skammastu þín, hver sem þú ert.
Samt, kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.11.2010 kl. 20:38
Það skiptir engu máli hvað kemur inn á ári þegar greiðslufrestur er vika eða tvær. Það selur mér enginn vöru ef útlit er fyrir að greiðslan berist ekki fyrr en einhverntíman seinna á árinu. Eða jafnvel að seljandinn sjái að sá sem á að selja mér gjaldeyri á engan gjaldeyri, engan gjaldeyrisvarasjóð. Seinna á árinu dugar honum bara engan veginn. Og ég ræð ekki hvernig utanríkisviðskipti eru stunduð. Staðreyndin er sú, hvort sem okkur líkar betur eða ver, að án gjaldeyrisvarasjóðs fáum við ekki þær vörur og þjónustu sem við þurfum á að halda. Þannig er það að vera með gjaldmiðil sem enginn vill taka við, það kostar.
Gjaldeyrisvarasjóðurinn hefur ekki farið undir það lágmark að hægt væri að kaupa brýnustu nauðsynjar. Gjaldeyrisvarasjóðurinn er varasjóður, sönnun þess að fyrirtækin geti fengið gjaldeyri til viðskipta, trygging, hann er ekki notaður nema í neyðartilvikum. Eins og þegar hrunið varð, þá var hann skorinn niður í lágmark.
Eruð þið allir svona tregir og geðillir þarna í austrinu?
Vaskur (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 22:42
Vaskur.
Gjaldeyrisvarasjóður hefur í sögulegu tilliti verið á bilinu 30-40 milljarðar. Þegar Hrunið varð var hann tíföld þessi upphæð. Seðlabankastjóri hefur sagt að hann dugi til að greiða öll hugsanleg lán allavega út árið 2012, þó ekki komi til inngreiðslan lána AGS.
Þá tekur hann ekki tillit til endurfjármögnunar lána, nýlána eða uppkaup Seðlabankans á gjaldeyri. Allt þekktar farnar leiðir til að minnka greiðsluálag og bæta í gjaldeyrissjóð.
Þú sagðir að AGS hefði hindrað hrun, að Olís hefði ekki fengið bensín, fyrirtæki ekki rekstrarvörur.
Þegar ég góðfúslega benti þér á að þú værir vitleysingur, þá bregst þú við almennri skilgreiningu á gildi gjaldeyrisvarasjóða. Af hverju kenndir þú mér ekki stafrófið fyrst þú taldir þig geta kennt eitthvað.
Vaskur, þegar menn bull til að réttlæta hörmungar samborgara sinna, þá fá þeir engin vettlingatök á þessu bloggi. Kemur reiði ekki við.
Kallast að verja sig og sína.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.11.2010 kl. 07:04
Hvað er geðvillingur..??..er það sama og kynvillingur eða trúvillingur..??
helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 07:59
Blessaður Helgi.
Geðvillingur er maður sem haldinn er þeirri persónuleikaröskun að halda sig geta gert það sem hann vill án þess að taka tillit til afleiðinga gjörða sinna fyrir náungann, samfélagið eða aðra sem ákvörðun hans snertir. Þekktasta dæmið er Max Luther, erkióvinur Supermann.
Fasteignabrask hans er dæmi um geðvillu, að kaupa verðlítið eyðimerkurland, og reyna síðan að sprengja um misgengi Kaliforníu til að sökkva landi í sæ, og gera þar með sitt verðlitla land, að strandsvæði, og þar með verðmiklu byggingarsvæði, það er fjárhagsleg snilld, en tekur því miður ekki tillit til óhjákvæmilegra afleiðinga, sem er milljóna manntjón og gífurlegt eignatjón.
Að taka lán út á samborgara sína til að endurvekja braskkrónu, er annað dæmi um geðvillu. Eyðileggja líf og lífsskilyrði samlanda sinna á landsbyggðinni til að réttlæta tilveru hins nýja hátæknisjúkrahús, er annað dæmi um geðvillu ráðamanna.
Að neyta samlöndum sínum í neyð um aðstoð i skuldahít þeirra er þriðja dæmið, sérstakleg svæsið því lygar eru verkfærin.
ICEsave er síðan eitt dæmið enn, aðeins geðvillt fólk brýtur lög og mannréttindi fólks til að greiða þessa fjárkúgun með peningum annarra því það hentar markmiðum þess að þröngva landsmönnum inn í Evrópusambandið.
Þegar þessi geðvilla ráðamanna er lögð saman, þá mega þekktir geðvillingar sögunnar fara að passa sig um sæti þeirra á topp tíu listanum.
Annars hélt ég að allir vissu að orðið geðvillingur er bein þýðing á hugtakinu "sækopat" svo ég snúi því upp á íslensku.
Vona það þín vegna að þú styðjir ekki geðvilluna. Fræðingum greinir að vísu á um þetta, en sumir halda því fram að sá sem til dæmis styður þá sem reka útrýmingarbúðir, að hann sé i grunninn líka haldinn geðvillu. En aðrir tala um sjúkleg áhrif meðvirkni.
Vona að þú þurfir ekki að taka þær pælingar inn á þig.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.11.2010 kl. 09:01
"Í núgildandi reglum Seðlabankans um varðveirslu og ávöxtun gjaldeyrisvarasjóðs segir: „Ákvörðun um stærð gjaldeyrisforða Seðlabankans tekur mið af umgjörð peningastefnunnar og því að gjaldeyrisviðskipti eru frjáls og fjármagnshreyfingar að og frá landinu óhindraðar. Hafa ber hliðsjón af erlendri skammtímastöðu þjóðarbúsins en gjaldeyrisforðinn skal þó að jafnaði ekki vera minni en sem svarar jafnvirði þriggja mánaða vöruinnflutnings samkvæmt nánari ákvörðun bankastjórnar.“
Í efnahagsáætlun ríkisstjórnar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) er þörfin fyrir aukinn forða fyrst og fremst metin með hliðsjón af greiðslujafnaðaráætlun þar sem m.a. er tekið tilliti til krónueigna erlendra aðila sem nú eru frystar vegna gjaldeyrishafta. Staða erlendra aðila var metin 680 milljarðar kr. um sl. áramót en er talin vera rúmlega 500 milljarðar kr. í dag. Framgangur áætlunar um afnám haftanna hefur áhrif á þörf Seðlabankans fyrir gjaldeyrisforða næstu missirin.
Öðrum eignum í gjaldeyrisvarasjóði er ætlað að mæta erlendum skuldbindingum ríkissjóðs og tekur stærð og ráðstöfun þess hluta sjóðsins mið af því hlutverki." - http://www.althingi.is/altext/138/s/0218.html
Ég sagði aldrei að AGS hefði hindrað hrun eða að Olís hafi ekki fengið bensín og fyrirtæki rekstrarvörur. Og ég var alls ekki að réttlæta neinar hörmungar, bara að benda þér á hve illa upplýstur þú ert og haldinn ranghugmyndum. Sumir mundu segja þig veruleikafirrtan. Þú ert gjarn á að tjá þig um hluti sem þú hefur hvorki kynnt þér eða virðist hafa áhuga á að kynna þér og leggja fólki orð í munn sem það hefur aldrei sagt. Fyrir þér eru þetta einhverjar trúarkenningar sem þú hefur komið þér upp án nokkurrar þekkingar eða hugsunar. Því miður hafa staðreyndir og rökhugsun engin áhrif á þannig fólk. Það er búið að ákveða að jörðin sé flöt og ekkert fær það ofan af þeirri skoðun. Og allir sem ekki aðhyllast hinn heilaga sannleik hinna sanntrúuðu eru vitleysingjar sem brenna ætti á báli.
Vaskur (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 09:30
Blessaður Vaskur, haltu þig við stafróið, það er erfiðara að hringsnúa sér við þá kennslu.
Ég get ekki að því gert að ég er læs, og þetta skýrir sig sjálft; "Gallinn er hinsvegar sá að án þessa "risastóra" gjaldeyrisvarasjóðs væri engin utanríkisverslun. Ekkert bensín. engin olía, varahlutir, hveiti, sykur og símasamband. Allt þetta er verslað á skammtímalánum sem við fáum ekki ef enginn er gjaldeyririnn til að borga með. "
Ef þú hefðir komið inná þennan pistil sem fjallar um gjörðir geðvillinga í stjórnkerfinu, og ákveðið að réttlæta risasjóðinn á þeim forsendum sem þú gerir núna, í síðasta innslagi þínu, þá skal ég reyndar játa að ég hefði sleppt því að spyrja þig hvort þú værir fullur.
Ég hefði vitað eins og er að þú væri þáttakandi í Nígeríusvindli, og væri sendur út á örkina til að réttlæta eyðileggingu velferðarkerfisins með tilvísun í þörf á einhverjum risagjaldeyrisvarasjóð.
Og fullir menn er ekki settir í það verkefni.
Og því miður hafa húsbændur þínir rangt fyrir þér í grundvallaratriðum. Gjaldeyrisvarasjóður byggist ekki upp með skammtímalánum. Það er því rangefni að kalla þessi risalán gjaldeyrissjóð, líkt og að kalla eyðileggingu velferðarkerfis norræna velferðarstjórn.
Og þegar markmiðið er eins og kemur fram í því plaggi sem þú vísar til, að greiða út erlendar eignir spákaupmanna, þá eyðast þessi lán strax, og eftir situr skuldin, og gjaldþrota þjóðarbú. Það er öruggt að erlendir og innlendir eigendur spákróna, að þeir munu ekki halda krónum sínum innanlands, þeir eru ekki heimskir, þeir vita eins og er að gjaldeyrissjóðurinn er fjármagnaður með skammtímalánum, og þau þarf að greiða. Þess vegna er krónum skipt í gjaldeyri um leið og það er hægt, eigendur þeirra taka ekki áhættu á að gjaldeyri sé til í óvissri framtíð þó þeim bjóðist himinhá vaxtakjör í innlendri mynt.
Þetta er augljóst röksamhengi og það á ekki að þurfa að láta raunveruleikann skera úr um hvernig fer. Sú rökvilla að skilja ekki hið augljósa, og segja ég veit samt betur, kristallast vel í sýningu Svía á Vasa orrustuskipinu, en við hönnun þess var farið á ystu nöf stöðugleikafræða að boði konungs. En konungur vildi bæta við stærri fallbyssum á byssudekkið, og þó hönnuðir hefðu lagst gegn, þá var hann einvaldur, og umkringdur jámönnum. "Ég veit betur" sagði kóngur en raunveruleikinn vissi samt best, skipið sökk við fyrstu vendingu.
"Við vitum betur" sögðu hagfræðingar AGS og létu fórnarlömb sín taka risalán, kölluðu þau gjaldeyrisvarasjóð og létu svo reyna á gengisstöðugleikann. Það tók til dæmis fjóra tíma að tæma sjóðinn í Argentínu, svipaðan tíma, þó kannski aðeins lengri í Rússlandi.
Og það sama mun gerast hérna, það er röklega augljóst, þar að auki staðfesta öll þekkt dæmi það.
En til eru menn, til eru þjóðir sem hlusta ekki á hálfvita sem eiga hagsmuna að gæta við að svindla á þeim, skattlagning útstreymis hefur verið reynd með góðum árangri í löndum eins og Chile og Malasíu.
En augljóst er samt að jafnvægisgengi þarf að finnast, og það finnst ekki með skammtímalánum sem krefja þjóðarbúið um gífurlega háa vexti í erlendri mynt, það veikir jú gengið.
Hvað varðar hinar meintu fjárþörf ríkisins þá var hún engin fyrir Hrun, að undanskildum skammtímalánum sem tekin voru til að byggja upp það sem kallað var gjaldeyrisvarasjóður.
Már Guðmundsson hefur lýst því yfir, bæði í fréttaviðtölum og í grein sem hann skrifaði, að núverandi gjaldeyrisvarasjóður (þessi sem var til án AGS) dygði til að standa undir öllum skuldbindingum opinbera fram yfir 2012. Þá tekur Már ekki tillit til þess að það er tæplega hundrað milljarða afgangur af vöruskiptum, það er hægt að endurfjármagna lán, það er hægt að taka ný lán.
Vaskur, ég rökstyð mitt mál, ég get bakkað upp hverja fullyrðingu mína, líka þessa með hegðun geðvillinga, það er þekkt alþjóðleg skilgreining. En vissulega geri ég það ekki í hverjum pistli, en ég á grunnpistla sem taka á öllu því sem ég fjalla um.
Og núna þegar ég segi að þú sért vitleysingur, þá er það að undangenginni rökfærslu þar sem ég tek fyrir rök þín. Að sjálfsögðu getur þú kallað mig það til baka, en jafnvel 5 ára gamalt barn getur notað þau orð.
En 5 ára gamalt barn kann ekki að rökstyðja mál sitt þegar rætt er um efnahagsmál og stjórnmál. Það getur ekki aflað sér upplýsinga, eða sett þær fram á rökrænan hátt. Ekki frekar en þú.
Skoðaðu þróun innslaga þinna, hvernig þú bakkar úr einni holunni í aðra. Sem gefur að skilja gat ég ekki rætt við þig um efnahagsstefnu AGS eftir fyrstu tvö innslögin, ég ræddi það við þig sem þú sagðir á hverjum tíma. Og þú hefur aldrei getað fylgt því eftir, farið í hringi eins og skopparahringla.
Núna getur þú haft vit á að þegja, eða komið með rök gegn því sem ég sagði. Þú getur sýnt mér til dæmis afsökunarbeiðni IFM á stefnu sinni í Argentínu og víðar. Stefnu sem Stiglitz lýsir með þessum orðum;
".. breyttist niðursveifla í samdrátt, sem varð að lokum kreppa".
Þú getur vitnað í hagtölur Argentínu, þróun utanríkisviðskipta landsins, og skuldastöðu, já og hagvaxtartölur. Þú getur bent mér á Rússnesku leiðina, af hverju hún var farin og hvað afleiðingar hún hafði. Þú getur líka rætt við mig um stefnu seðlabanka Chile og Malasíu, kosti þess og galla að ulla framan í skammtíma spáfé.
Þú getur líka peistað á mig hinar meintu skuldbindingar ríkissjóðs sem kröfðust þessa gífurlegu skammtímalántöku, og síðan planið um hvernig menn ætluðu að greiða þessi lán eftir 5 ár.
Það er ofsalega margt sem þú getur gert Vaskur, en passaðu þig að gera þig ekki að algjöru fífli með því að fara einn hringinn enn. Og ekki gera þér upp hálfvita skap eins og þú gerðir í síðasta innslagi; "Ég sagði aldrei að AGS hefði hindrað hrun eða að Olís hafi ekki fengið bensín og fyrirtæki rekstrarvörur", þegar þú ert nýbúinn að segja að án þessa risastóra gjaldeyrisvarasjóðs væri engin utanríkisverslun. "Engin utanríkisverslun" er lýsing á hruni, algjöru hruni án innflutnings, og þegar ég bendi þér á að þessi risalán komu ekki inn í hagkerfið fyrstu 2 árin, þá er svarið ekki að afneita sínum orðum.
Menn sem geta ekki betur í rökræðu, eiga ekki að taka þátt í henni.
Og ég ítreka, að þegar um líf og dauða míns samfélags er að ræða, þá er það geðleysa að sýna mönnum eins og þér þolinmæði. Það er bara of mikið í húfi til þess,.
En rétta leiðin til að lifa, er ekki til, um þær má ræða, og hér á þessu bloggi hef ég átt ágætis spjall við fólk sem hefur aðra sýn á málinu en ég. Það þarf ekki annað en að skoða athugasemdarkerfið til að ganga úr skugga um það. Aðeins þið nafnleysingjarnir, og bjánabelgirnir sem haldið að stóryrði og bömm séu leiðin til að skapa umræður, þið fáið að kynnast mjúku hliðinni, ég er nefnilega svo aumingjagóður að nenna að ala ykkur upp.
En það er aðeins ein leið til að deyja, og hún er að deyja. Um það er ekki rætt sem valkost á þessu bloggi, og sá sem lýgur eða blekkir til að dásama þá leið til heljar sem stjórnvöld í samvinnu við AGS hafa komið þjóð okkar á, hann fær ekki einu sinnu uppeldi.
Hann fær alla þá fyrirlitningu sem ég ræð yfir að tjá.
Og þú ert í þeim hóp.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.11.2010 kl. 11:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.