Var tunnuslátturinn þá gleðitaktur??

 

Þúsundir manna tunnuðu þau Jóhönnu og Steingrím.  

Í sjónvarpinu sást svipur sem síðast sást á andliti Elenu á því örvæntingarfullu augnabliki sem hún gerði sér grein fyrir að uppgjör þjóðarinnar yrði ekki umflúið.

En þjóðin steig ekki næsta skref, þess vegna er Jóhanna Sigurðardóttir ennþá gestgjafi þessarar skrípasamkomu sem hér er haldin.

 

Og eitt er að vera stuðningsmaður fjárkúgunar, og þrælkunar nágranna sinna í ánauð erlendra svívirðufjármálamanna, annað er að vera einfaldur.

Heldur forsætisráðherra Noregs að þegar friðsöm þjóð sem má ekki spé sitt vita, kastar eggjum að æðstu embættismönnum þjóðar sinnar, og mætir síðan með tunnur til að þagga niður í lygum þeirra, að það sé merki um að Ísland sé á réttri leið???

Værum við komin á áfangastað ef við hefðum fjárlægt ríkisstjórnina þetta kvöld????

Hvernig er hægt að bjóða siðuðu fólki upp á svona málflutning???

Er hóglífi þessara barna norrænu velferðarkratanna komið á það stig, að þeir skynja ekki neyð nágranna sinna????

 

Aumt er þetta afsprengi norskra velferðarkrata.

Ógleði fylgir orðum hans.

 

Og það er ljótt að ljúga.

Kveðja að austan.


mbl.is Segir Ísland á réttri leið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meira bullið í þér.

Helgi (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 11:48

2 identicon

Heill og sæll; æfinlega, Ómar Austfirðingur !

Réttmæt; sem sanngjörn lýsing hjá þér, Ómar, á þessum andskotans luðrum.

Helgi ! 

Hvað; vilt þú upp á dekk ? Hefir ekki rænu á, að koma fram, undir fullu nafni, hvað þá, að gera frekari grein fyrir þér.

Hefðir alveg; getað sparað þér innleggið, dreng stauli.

Með byltingarkveðjum góðum; austur á land - úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 12:19

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Verður ekki einhver að segja það sem fólk hugsar, svo lesa menn svona dónaskrif þegar enginn sér.

En skammaðu ekki staulann, lífið er ekki ennþá farið að bíta hann.

Og við gömlu mennirnir fáum líklegast ekki hindrað hin sögulegu svik yfirstéttarinnar, að selja landsmenn í ánauð AGS.

Þegar Þjóðrekur konungur þurfti að selja hluta manna sinna í þrældóm Rómverja sem stríðsskaðabætur, þá gerði hann það í þeirri trú að hann myndi seinna fá burði til að sigra Rómverja.

Talsvert hefur höfðingjanna siður hrakað síðan þá því núna hugsa þeir aðeins um siflursjóði sína en lítt um vegsemd þegnanna.

Og beygja sig og bugta fyrir þeim sem fjármögnuðu þrælasvipu AGS.

En verði það sem verða vill.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.11.2010 kl. 12:37

4 identicon

Oh, það er alltaf svo þægilegt að kenna öðrum um sín eigin mistök -- enda þarf maður þá ekki að læra neitt. Já við eru saklaus fórnarlömb hrottanna í ASG og á Norðurlöndum, sem hafa verið svo svívirðileg að lána okkur fé. Vei þeim fjöndum. Já köllum á tunnurnar og látum þær berja vandann á braut. Ef við berjum nógu fast og öskrum nógu hátt þá munu skuldirnar sunka, atvinnuleysið minnka og blómin taka að spretta í haga -- því að eins og við sáum svo vel hér á árum áður þá vaxa peningar á trjánum.

Pétur (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 13:28

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er nærstum skemmtilega ósvífið, að bjóða Íslendingum upp á svona fullkomnar lygar. Við getum að miklu leyti ››þakkað‹‹ Stoltenberg og Reinfeld fyrir þær hremmingar sem við lentum í.

 

Auðvitað er rétt að Krónan er nokkuð stöðug, enda er hún studd með gjaldeyrishöftum, okurvöxtum og inngripum á gjaldeyrismarkaði. Það síðastanefnda er þó ekki nefnt á nafn opinberlega, vegna þess að inngripin hafa verið notuð til að halda gengi Krónunnar í lágmarki.

 

Hvers vegna er Stoltenberg ekki spurður hvað hann meini með að ››efnahagslífið styrkist‹‹ ? Atvinnulausir Íslendingar hafa ekki orðið varir við þá styrkingu.

 

››Ísland er sannarlega á réttri leið‹‹ sagði Stoltenberg. Er rétta leiðin að Ísland verði Kúba Norðursins, eins og er draumur Vinstri-Grænna ?

 

Reinfeld telur ››mikilvægt fyrir Norðurlöndin að aðstoða Ísland‹‹. Það er auðvitað mikilvægt fyrir Norðurlöndin, að láta líta svo út sem þau hafi veitt Íslendingum aðstoð á erfiðum tímum. Það er mikilvægt fyrir Norðurlöndin að sópa yfir þá staðreynd, að það voru þau sem hindruðu alþjóðlega aðstoð, bæði frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og einstökum ríkjum.

 

Væri ekki ástæða til að tunna þennan Norrænan valda-aðal, sem kemur núna saman á kostnað almennings ? Umræðuefnið er: ››Grænn hagvöxtur - leiðin út úr kreppunni‹‹. Þetta lið kann ekki að skammast sín, fyrir að setja fram svona andskotans bull !

 

http://altice.blogcentral.is/

 

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 2.11.2010 kl. 13:34

6 identicon

Jesús minn, eru menn ekki í lagi! Hremmingar okkar eru Stoltenberg og Reinfelt að kenna!! Hvað næst -- það var Obama að kenna að ég tók bílalán?

Pétur (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 15:06

7 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hefur nokkur sagt þér Pétur, að þú værir heimskur ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 2.11.2010 kl. 15:42

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Loftur, ég hallast að drengurinn sé ekki læs.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.11.2010 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 4501
  • Frá upphafi: 1438535

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 3644
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband