1.11.2010 | 06:52
Fólk skal frekar deyja en að við bregðumst AGS.
Köld eru skilaboð fjármálaráðherra til íbúa á hættusvæðum.
Lítil er virðingin gagnvart nýlegum fórnarlömbum snjóflóða.
En auðmýkt þrælsins er algjör.
En þessi orð Steingríms Joð Sigfússonar staðfesta það ginningargap sem er á milli orða síamstvíburana Gylfa forseta/Villa atvinnurekanda og þess raunveruleika sem þeir kölluðu yfir þjóðina.
Þeir hafa skammað hluta VG blóðugum skömmum yfir að hindra ríkisstjórnina að ganga að fjárkúgun breta í ICEsave. Þá fjárkúgun hafa þeir talið nauðsynlega til að styrkja gengið. Samt er eftirfarandi haft eftir Mark Flanagan fulltrúa AGS að gengið muni ekki styrkjast næstu 10 árin en það er nauðsynleg forsenda svo 160 milljarða afgangur haldist á viðskiptum landsins við útlönd.
Einnig þarf að borga ICEsave svo hér sé hægt að fá lánsfé til stóriðjuframkvæmda.
Núna játar fjármálaráðherra að það megi ekki framkvæma fyrir pening Ofanflóðasjóðs vegna "tilmæla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um samdrátt ríkisútgjalda".
Það má sem sagt ekki framkvæma fyrir þá peninga sem til eru en það þarf að borga fjárkúgun uppá 1,2% af VLF næstu 15 árin svo hægt sé að fara í framkvæmdir.
Eins má benda á vextina sem fara í AGS, til hvers að stærsta gjaldeyrissjóð í heimi og borga af honum gífurlega vexti, svo fjármálamenn geti fíflað krónuna, væri ekki nær að endursenda þessi lán til föðurhúsanna og framkvæma fyrir eitthvað af þeim peningum sem til eru.
Framkvæma fyrir hluta af því sem átti að fara í ICEsave,
framkvæma fyrir hluta af því sem fer í vexti til AGS,
framkvæma fyrir þann pening sem til er í sjóðum.
Framkvæma i eitthvað sem gagnast þjóðinni en ekki erlendum auðhringum.
Þegar allt orðagjálfrið er tekið frá, þá stendur eftir fyrir hvern ráðamenn vinna.
Og það er ekki fyrir þjóð sína.
Hún má éta það sem úti frýs.
Kveðja að austan.
Fé stendur óhreyft | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 484
- Sl. sólarhring: 710
- Sl. viku: 6215
- Frá upphafi: 1399383
Annað
- Innlit í dag: 410
- Innlit sl. viku: 5265
- Gestir í dag: 377
- IP-tölur í dag: 372
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér Ómar. Þetta er eiginlega hneyksli...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 1.11.2010 kl. 07:10
VinstriGlæpir og smáfylkingin unna sér ekki hvíldar fyrr en búið er að rýja þjóðina inn úr skyrtunni og koma öllum peningum sem kunna að finnast í hendurnar á erlendum auðhringjum, AGS, og útrásarvíkinganna sem ekki er litið á sem glæpamenn af hálfu stjórnvalda. Glæpamenn hrunsins eru níu talsins og glæpurinn var mótmæli gegn alþingi fyrir meðferðina á þjóðinni. Þegar þessi níu eru komin bak við lás og slá og þjóðin orðin staurblönk telja VinstriGlæpir og smáfylkingin markmiðum sínum náð. Við þurfum byltingu með handafli til að koma þessu hyski frá völdum.
corvus corax, 1.11.2010 kl. 07:39
Sæl verið þið já byltingu og það nr 2 ekki hægt að lofa lengur að hún sé hættulaus!
Sigurður Haraldsson, 1.11.2010 kl. 08:10
En er verið að fresta einhverjum snjóflóðavörnum? Hvaða garða er ekki verið að gera sem fólk er að bíða eftir?
Armar (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 09:18
Þetta gæti skapað atvinnu. Það virðist vera bannorð í augum AGS. Það er náttúrulega alveg ótækt að atvinnuleysisprósentan skuli vera lægri hér en í ESB, þrátt fyrir hrun, kreppu og allt saman sem því fylgir.
Sigríður Jósefsdóttir, 1.11.2010 kl. 10:55
Takk fyrir innlitið kæra fólk.
Það er svo skrýtið, að ég held að það séu ekki takmörk fyrir hvað stjórnvöld geta lagst í grasið fyrir Óberum AGS, alltaf munu flokkshestar þeirra styðja aumingjaskapinn. Svo ég svari spurningu þinni Armar, þá vantar 2 garða í fallið fyrir ofan mig, og þar af einn sem á að vernda svefnherbergi drengjanna minna, í mínum bæ eru snjóflóð dauðans alvara, þó þau séu léttvæg í augum annarra.
Sigurður, já það er þetta með byltinguna, ég hélt að það hefði dugað að reka þig, að byltingarherinn hefði fengið liðsforingja í staðinn. Sjáum hvað kemur út úr þessu á fimmtudaginn, einhvern seið verður maður að góla þá.
Byltingarkveðjur út um allt land, ekki látum við Óbermin hrekja okkur úr landi, þau eru mun færri, nær að þau fari.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.11.2010 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.