Sjálfstæðismenn út á túni.

 

Vont myndi ekki batna kæmust þeir til valda.

Þeir hafa ekki kjark að leggja til að AGS verði látinn yfirgefa landið með skömm.  Á meðan óráðum sjóðsins er fylgt, þá er tómt mál að tala um endurreisn, heldur hægfara dauði hagkerfisins.

Sönnun, saga sjóðsins.

Endurreisn Argentínu hófst daginn sem sjóðnum var sparkað. 

Það þarf að virða eðlileg efnahagslögmál um einkaneyslu, samneyslu og fjárfestingar til að hagkerfi blómstri.  Skuldahít heimila, fyrirtækja og almannasjóða mun aldrei mynda grunn af hagvexti, þrátt fyrir allt orðagjálfur stjórnmálamanna þar um.

 

Og það er aldrei endurreisn í hagkerfum sem loga af sundurlyndi og bræðravígum.

 

Að neita skuldurum landsins um réttlæti vegna forsendubrests og afglapa fyrri ríkisstjórna Sjálfstæðisflokksins, er ekki aðeins framlenging á fyrri afglöpum, heldur dæmi um algjört siðleysi.

Eitt er að koma þjóðinni í glötun, annað að neita þjóðinni um réttlæti.

Og skuldarar landsins munu ekki láta bjóða sér þó ESB margfaldi mútufé sitt til fjölmiðlamanna svo blekkingarleikurinn "um að ekkert sé hægt að gera" sé spilaður í síbylju.

Skuldarar munu annaðhvort greiða atkvæði með höndunum eða fótunum, annaðhvort munu þeir senda siðspillta stjórnmálamenn út í ystu myrkur, eða þeir munu þegjandi og hljóðalaust yfirgefa skuldir sínar.

Hvor leiðin sem verður valin, þá er ljóst að réttlæti skuldaleiðréttingarinnar verður ekki umflúin.

Það er bara spurningin um "the hard way" eða mjúku leiðina.

 

Blaðamannafundur Bjarna Ben sannar að fjórflokkurinn er bæði ráðalaus og algjörlega siðblindur.  Rannsóknarnefnd Alþingis sannaði svo ekki þarf að rífast um, að bæði varð þjóðin fórnarlamb auðræningja og afglapa stjórnvalda undir forystu formanns Sjálfstæðisflokksins.

Það mátti heimfæra afglöpin uppá óvitaskap, en þegar ljóst er að ekki er vilji til að bæta fórnarlömbum Hrunsins tjón sitt, þá er ljóst að um níðingsskap var að ræða.

 

Aum er endalok Engeyjarættarinnar að láta illan anda Péturs Blöndal, hugmyndafræðing Hrunsins, eyðileggja æru flokksins og svívirða þá mannúð og réttlæti sem ættin hefur alltaf staðið fyrir.

Aumir eru menn sem hafa ekki manndóm til að horfast í augun á sínum eigin mistökum, og bæta úr þeim.

 

Tjaldið er fallið, Sjálfstæðisflokkurinn er samsekur ríkisstjórninni í aðför hennar að þjóðinni.

Munurinn er sá að Steingrímur Joð hafði kjark til illverka, á meðan þróttur flokksins náði aðeins til handþvottar, að því hendur sínar af allri ábyrgð.

 

Og aumir eru stuðningsmenn flokksins sem hafa gagnrýnt núverandi óstjórn og mannvonsku harkalega, og láta þetta yfir sig ganga í nafni flokksins.

Sérstaklega í ljósi þess að helstu fórnarlömb Hrunsins eru kjarni flokksins, millistéttin og smáatvinnurekendur.

 

Í dag hvarf von flokksins um fyrirgefningu þjóðarinnar.  

Kveðja að austan. 

 

 


mbl.is Vilja draga skattahækkanir til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1318297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband