30.10.2010 | 13:12
Pyntingastarfsemi.
Úthringingar ríkisstjórnarinnar er pynting á fólki í neyð.
Vegna þess að hún sviptir því endanlega voninni.
Það eina sem fólki er boðið upp á er skjól greiðsluaðlögunar, sem er nútímaútfærsla á skuldafangelsi Dickens.
Forsendubresturinn, eignaupptakan, er staðfestur. Engar leiðréttingar, engin aðstoð.
Bara að missa allt sitt, og borga meðan heilsa og kraftur endist.
Jafnvel illmenni geta ekki hugsað slíkan djöfulskap.
Þetta er sjálf ómennskan holdi klædd.
Kveðja að austan.
Fleiri sækja um greiðsluaðlögun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 1655
- Frá upphafi: 1412769
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1475
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samála! Mafía að störfum!
Sigurður Haraldsson, 30.10.2010 kl. 13:26
"Illmennið" var búið til af fólki sem almenningur kaus til þess. Enn samtímis voru búnar til reglur sem almenningi finnst "ómóraliskar" enn eru jafnframt löglegar. Það sem fólk getur gert er að nota nákvæmlega sömu aðferðafræði og bankarnir nota. Glistrup í Danmörku gerði þetta með góðum árangri fyrir þúsundir manna. Hann notaði sömu lög fyrir alla. Það þarð að sjálfsögðu ekki vinsælt og fór hann í fangelsi fyrir tæknileg mistök. Enn hann er líka eini maðurinn sem ég veit um sem hefur verið valið á þing meðan hann sat í fangelsi.
Eva Joly sagði að það eina sem ekki væri hægt að plata það væri fólks samtaða og sameiginleg tilfinning fyrir réttlæti. Ég held að hún hafi rétt fyrir sér. Ef fólkætlar að fá leiðréttingu mála sinna, verður það að vera löglegt og leiðin finnst. Fólk kann hana bara ekki enn....
Óskar Arnórsson, 30.10.2010 kl. 13:30
Vandamálið við þennan blekkingavef sem umboðsmaður skuldara er,er að þeir semja við ráðþrota fólk um niðurfellingu hluta af skuldum,sem eru svo innheimtar af hörku hjá ábyrgðamönnum.
Nei það er siðlaust og hreinlega mannvonska að vera með þetta embætti opið meðan ekki er stoppað ábyrgðaþáttinn,því það er eflaust rosalega erfitt að labba innum þessar dyr og biðja um hjálp.
Friðrik Jónsson, 30.10.2010 kl. 14:27
Það er algjör skömm af því hvernig farið er með fólkið í þessu landi,skera niður er það eina sem kemst að í huga ráðamannna,en niðurskurður í heilbrigðisgeiranum er það versta sem hægt er að gera, biðlistar lengjast og almennt heilsufar verður landlægt. Það kemur síðan niður á þjóðfélaginu seinna og veldur því að lækniskostnaður og jafnvel örorka eykst á meðal fólksins, því það eru svo margir sem eru að gefast upp á núverandi aðstæðum vegna bankamafíunnar sem einskis svífst.En varðandi niðurskurð, væri ekki tilvalið að fækka þingmönnum niður í 20 manns,þá yrði minna karpað og kanski eitthvað gert af viti,eftir því sem fleiri kjánar karpa er minna gjört.Alltaf er verið að bera sig við önnur lönd um kostnað af rekstri hins opinbera,en aldrei er gerður samanburður á stjórnsýslu Íslands og annarra landa,er það ekki orðið tímabært,og hvernig væri að skera niður eftirlaunin í opinbera kerfinu,láta þá hafa sömu eftirlaun og öryrkjum og ellilífeyrisþegum er skammtað, með því er hægt að ná í mikla fjármuni. það væri mátulegt á þá fyrir óstjórn undanfarinna ára.
Sigurgeir Árnason. (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 14:34
Ríkisstjórnin fer einsog köttur kringum heitan graut, þar sem vandamál samfélagsins eru. Kjarklaus og huglaus! Hér ríkir stjórnarkreppa og þingið er í upplausnarástandi. Engin forysta er fyrir hendi, sem þing og þjóð gæti fellt sig við. Málin verður að leysa. Það getur ekki ríkisstjórnin og ekki þingið með núverandi stjórn! Valið stendur því milli neyðarstjórnar og kosninga. Síðari kosturinn er raunar ekki kostur í stöðunni miðað við ástand stjórnmálaflokkanna. http://utanthingsstjorn.is/
Auðun Gíslason, 30.10.2010 kl. 15:50
Frelsi! Jafnrétti! Bræðralag!
http://utanthingsstjorn.is/
Jóhannes (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 18:48
Mér finnst siðspilling og glæpur að skuldfæra á fólk gjaldfallnar verðbólgu væntingar [expected inflation] og flytja á skuldarhöfuðstól framtíðarinnar til að auka meinta raunvexti heildarskuldarinnar ef væri verðtryggð jafngreiðsla allan lánstíman.
Júlíus Björnsson, 30.10.2010 kl. 20:10
Hversvegna eru þessi nýfrjálshyggju lánsform bönnuð með lögum til langtíma [lengra en 5 ár] fasteingakaupa í EU og flestum Ríkjum USA?
Í USA er hinsvegar nóg af lánsformum til að velja úr?
Júlíus Björnsson, 30.10.2010 kl. 20:13
Takk fyrir innlitið kæra fólk.
Það er greinilegt að fleiri en ég hafa ímugust á þessari aðferðafræði. Og á meðan fólki ber gæfu til að láta heyra í sér, þá er einhver von um breytingar.
Svo er náttúrlega hægt að tunna þetta lið út, og svo alla sem neita að horfast í augun á hinum gríðarlega vanda sem við er að etja.
Þá fáum við kannski réttlæti, löglegt réttlæti.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.10.2010 kl. 00:23
Það er ekki endilega það sama í hugum fólks það sem kallað er "réttlæti" og það sem eru lög og reglur. Málið er að margir skilja ekki að sumar reglur eru þannig að þær brjóta á móti réttlætiskennds, sem er tilfinning. Þessi réttlætistilfinning stemmir ekki við það sem er leyft samkvæmt lögum. Það eru óteljandi leiðir til fyrir alla úr þessum hremmingum krísunnar ef rétt er að farið. Það sem bankar græða mest á í dag er þekkingarleysi lántakenda.
Óskar Arnórsson, 31.10.2010 kl. 12:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.