29.10.2010 | 14:15
Það er öllum sama.
Það sem fólk vill er réttlæti. Ekki orðagjálfur.
Hrunið varð vegna afglapa stjórnvalda, þjóðin var rænd, og núna neitar flokkurinn að skila ránsfengnum.
Það er kjarni málsins.
Og Jón Ólafsson, heimspekiprófessor, hefur opinberlega logið til stuðnings bretum í ICEsave deilunni. Enginn ærlegur blaðamaður ræðir við hann eftir það.
Ekki nema hugsanlega masókisti sem náði ekki í gegn í tannlæknum og á sér þann draum æðstan að heilbrigðis og velferðarkerfið fari hundrað ár aftur í tímann.
Samfylkingarpésar eins og Jón Ólafsson ætluðu aldrei að greiða bretaskattinn, það áttu breiðu bök þjóðfélagsins að gera. Og það er móðgun við þau bök að yrða á hann orði.
Það er ekki rétt að vinna að hagsmunum erlends valds í glæpsamlegum tilgangi, hvað þá ef sá glæpur felst í að ræna því litla sem eftir var eftir að auðmenn fóru ránshendi um þjóðfélagið og skyldu öll helstu fyrirtæki landsins í rúst.
Hefði bretaskatturinn gengið eftir, þá værum við að ræða um örend þessarar þjóðar.
Stærri glæp er ekki hægt að fremja. Jafnvel sú mannvonska Samfylkingarinnar að neita fólki í erfiðleikum um réttlæti og skuldaleiðréttingu, það er hjóm eitt miðað við hinn endalega glæp, ICEsave.
Gleymum því aldrei.
Kveðja að austan.
Má ekki vera bitlaust snakk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 24
- Sl. sólarhring: 33
- Sl. viku: 2043
- Frá upphafi: 1412742
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 1796
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.