28.10.2010 | 18:00
Almannaveitur hafa ekki fjárhagslega burði til að fjármagna virkjanir.
Þeir sem halda öðru fram eru jafn veruleikafirrtir og þeir sem sögðu að smáþjóð gæti bakkað upp alþjóðlegt bankakerfi.
Og svo kom Hrunið.
Sú heimska, að endurreisa Ísland með erlendu lánsfé, baktryggt af almannavaldi, er meiri, miklu meiri en öll sú heimska sem átti sér stað á árunum 2004-2008.
Þá höfðu menn sér það til afsökunar að þeir vissu ekki betur.
Núna vita menn betur, að skuldir þarf að borga, að tekjur þurfa að duga fyrir kostnaði.
Sjálfstæðisflokkurinn, höfuðsmiður hins íslenska gjaldþrots, hann hefur talið hrekklausu fólki trú um, að ef þjóðin taki hundruð milljarða að láni, til að útvega Kínverjum, Portúgölum eða Tyrkjum vinnu, líkt og gert var við atvinnuuppbygginguna fyrir austan, að þá muni allt blómstra.
Heimskan er algjör, það er þegar búið að skuldsetja orkufyrirtækin út fyrir greiðsluþol þeirra. Og þau þola engin áföll.
Engin.
Eitt er að vera dyggur Sjálfstæðismaður eftir Hrun, annað er að trúa að skuldir skapi hagvöxt, svona í ljósi reynslunnar.
En sú heimska að trúa, að ekkert óvænt geti gerst, til dæmis eldgos sem slátruðu Kröfluvirkjun á sínum tíma, eða heimskreppa sem slátrar álverði, það er engum íhaldsmanni samboðin.
Það felst í orðinu, íhaldsmaður, að trúa ekki á bábiljur, og að leggja allt undir þannig að óvænt áföll leiða beint í gjaldþrot, það er eitthvað sem íhaldsmaður gerir ekki.
Spurning er því, hvað gerðist í heilabúi Sjálfstæðismanna í aðdraganda Hrunsins???
Var það fjarlægt, veðsett erlendum kröfuhöfum????
Allavega þá eru lausnir þeirra verri en núverandi óstjórn. Það er í eðli óstjórnar, að hana má bæta, en hin endanlega skuldsetning, sem engin ræður við í ólgusjó raunveruleikans, hún er endir alls. Endalok sjálfstæðis, endalok nútíma lífskjara.
Hún er sjálft tómið.
Þeir sem vilja virkja, þeir gera það fyrir sitt eigið fé, ekki almannafé.
Stalín er dauður, vofur hans eiga ekki að móta stjórnmálaumræðu 21. aldar á Íslandi.
Lífskjör byggjast á athafnasemi einstaklingsins og fyrirtækja hans, ekki á ríkistryggðum stórvirkjunum.
Sovétið féll ekki til þess að Sjálfstæðisflokkurinn endurreisti það á Íslandi.
Menn hljóta að hafa lært eitthvað á Hruninu, jafnvel Sjálfstæðismenn.
Reyknesingar, í guðanna bænum hættið að treysta á ríkisforsjá.
Bjargið ykkur sjálfir.
Kveðja að austan.
Hafa horft á of marga vestra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 218
- Sl. sólarhring: 668
- Sl. viku: 5802
- Frá upphafi: 1399741
Annað
- Innlit í dag: 188
- Innlit sl. viku: 4952
- Gestir í dag: 184
- IP-tölur í dag: 184
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það þarf ekki að koma neinum á óvart, þótt Steingrímur vilji fremur ræða um kúrekamyndir en atvinnusköpun. Vinstri – Grænir eru almennt á því þroskastigi að vilja hafna raunveruleikanum.
Er ekki líka miklu skemmtilegra að spjalla um kúrekamyndir og fjallagrös, en álver og sjúkrahús – þegar líka hvort tveggja er þjónusta við fólk vestan hafs ? Ef Evrópuríkið ætti hlut að máli, væri auðvitað önnur staða uppi. Skúffu-fyrirtæki – fjandinn forði oss frá slíku (er haft eftir Steingrími) !
Loftur Altice Þorsteinsson, 28.10.2010 kl. 21:09
Það er nú það Loftur, það er nú það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.10.2010 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.