Ærlegur maður mætti á fund.

En verkfæri ómennskunnar földu sig í kompum og kjöllurum stjórnarráðsins, dauðhrædd við að vera tunnuð út.

Munum, að í landi þar sem er gnægð matar, öll mið full af fiski, feitar hjarðir skríða tún, og ylhús full af hollu fóðri, að í landi þar sem er næstum því hús á kjaft,

að í því landi á enginn að svelta, enginn að líða kulda og trekk berangursins.

Slíkt er ómennska. Slíkt ástand er aðeins vegna þess að siðblint fólk ræður málum og hindrar allt bjargræði.

Þess vegna er svo mikilvægt að forseti Íslands mætti á fund Bótar, og með nærveru sinni gaf hann málflutningi skynseminnar og mennskunnar vigt og þunga þeirra kröfu, að svona eigi þetta ekki að vera.

Það er ekkert náttúrulögmál að fólk líði skort og búi á vergangi.

Allt sem er verið að gera þjóðinni í dag er mannanna verk.

Og þau verk þarf að stöðva.

Kveðja að austan.


mbl.is Fjörugar umræður í Salnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg  Hrafnsdóttir

HEYR!
HEYR!

Tunnum öll inn nýtt samfelag !

Guðbjörg Hrafnsdóttir, 26.10.2010 kl. 22:48

2 Smámynd: Elle_

Ómar, já, verkfærin földu sig eins og við var að búast.  Verst fyrir þau að getum spúlað skúmaskotin.

Elle_, 26.10.2010 kl. 23:21

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Tunnum uns gröftur samfélagsins vellur út úr skúmaskotum! Ögmundur og Ólafur fá hrós.

Sigurður Haraldsson, 27.10.2010 kl. 00:51

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Minning tunnunnar verðu heiðruð á þessu bloggi þar til hún hefur raust sína á ný.  

Lognið núna er aðeins ómur stormsins sem mun skella á Leppum AGS og hrekja þá frá völdum og áhrifum.

Aum er aumingjastjórn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.10.2010 kl. 06:34

5 identicon

Heyr heyr !!!  þurfum fleira svona fólk, og tunnunum þarf að fjölga.

Frábær skrif frá þér.

kveðja frá Spáni.

Kalla Lóa Karlsdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 12:21

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir ágætan pistil Ómar.

Sjálfbærni, atvinnufrelsi og gæfa komandi kynslóða þarf að vera leiðarljós við gerð nýrrar stjórnarskrár.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.10.2010 kl. 12:33

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk stöllur.

Kalla, tek undir þörfina á tunnufjölgun, og þá mun ég slá minn takt, hér í bloggheimum.

Jakobína, vissulega getur skynsamt fólk, margt lagt gott til breytingar á stjórnarskránni, og það á allan minn stuðning.

En sveltandi maður borðar hvorki kökur (þess vegna missti María hausinn fyrir þá speki) sem og hitt að hann borðar ekki pappír, jafnvel þó vel sé meintur.

Bylting okkar er því bylting aðgerða, ekki málþings.  Tími stéttaþinga koma ekki aftur, svo vel er yfirstéttin vopnuð með Spegla og Agla þessa lands sér til varnar þannig að öll umbótaviðleitni er kæfð í endalausu málæði.

Og á meðan sveltur fólk og missir húsnæði sitt.

Það vantar byltingu fólksins, og hún er þarna úti.  Það eina sem vantar er byltingarfáninn og lúðraþeytarinn.  Svo lítið en nóg samt ef vantar.

Líkt og bifreið án lykils, án sviss (eða heitir það ræsihnappur???).

Þau eru ekki meiri skilin á milli feigs og ófeigs, á meðan lafa Lepparnir, og á meðan er þjóðin sundruð, villiráfandi hjörð.

Og trúir að Pétur Blöndal sé lausnin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.10.2010 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 289
  • Sl. sólarhring: 912
  • Sl. viku: 5497
  • Frá upphafi: 1328310

Annað

  • Innlit í dag: 253
  • Innlit sl. viku: 4925
  • Gestir í dag: 249
  • IP-tölur í dag: 246

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband