26.10.2010 | 14:19
Hverjar eru ykkar tillögur???
Væl??? Nei, skæl.
Skæl yfir afleiðingum þess að þið buðuð AGS í heimsókn. Og fenguð það sem sjóðurinn er þekktur fyrir, dýpri kreppur, meiri samdrátt.
Það eina sem ekki gekk eftir, var ICEsave svikin, þá ætti þjóðin sér ekki viðreisnar von. Og þau svik voru í ykkar boði enda áttu breiðu bök þjóðfélagsins að borga þá fjárkúgun, aldraðir, öryrkjar, þeir sem á einhvern hátt þurfa á samhjálp að halda. En burgeisar eins og þið, áttuð enga krónu að borga.
Það eina sem þarf að gera til að starta efnahagslífi þjóðarinnar, eins og þið bendið réttilega á, er að takast á við skuldavanda heimila og fyrirtækja. Hinar séríslensku aðstæður, verð og gengistrygging, setti hengingaról á þessar grunnstoðir þjóðfélagsins, og hægfara dauði efnahagslífsins blasir við.
Og hverjar eru þá ykkar tillögur????
Svona fyrir utan væl og skæl, jú að skuldsetja þjóðina lengra en til andskotans svo hægt sé að byggja virkjanir, þó hafið þið ekki hugmynd hvers lensk þau fyrirtæki verða sem fá þau verk. En háir, seigdrepandi vextir eru öruggir til að herða ennþá að hengingaról efnahagslífsins.
Þið hafið ekki kjark til að styðja almenna skuldaleiðréttingu, sem er skynsamlegasta leiðin til að lágmarka tjón ríkis og lífeyrissjóða. Þið hafi ekki kjark til þess vegna þess að AGS er á móti slíku enda ekki hans hlutverk að leysa innlenda kreppu, hann er jú handrukkari erlendra fjármagnseiganda sem eru guðir í ykkar huga.
Þið lifið alltaf í voninni um nýtt lánafyllerí þar sem hvaða meðal hálfviti gat rekið fyrirtæki út árið án gjaldþrots enda alltaf hægt að fá lán. Þess vegna má ekki styggja AGS.
Þess vegna má ekki gera neitt sem leysir vanda þjóðarinnar.
En það má væla og skæla, og kenna öðrum um sínar hrakfarir.
Og bulla svo út í eitt.
Kveðja að austan.
Pólitískur skotgrafarhernaður á kostnað heimilanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 8
- Sl. sólarhring: 60
- Sl. viku: 2648
- Frá upphafi: 1412706
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 2312
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kæri Ómar þú ert úti á túni nú sem endranær. Hvað er þetta eiginlega með ykkur þarna fyrir austan, er þetta eitthvað í matnum hjá ykkur, loftslagið eða hvað ?
Ísland var svo gott sem gjaldþrota haustið 2008. Það sem meira er ENGIN þjóð nema vinir okkar færeyingar vildu lána okkur nauðsynlegt fjármagn til að halda grunnstoðum þjóðfélagsins gangandi nema við gengjumst undir prógramm AGS. Ef menn halda öðru fram þá er það einfaldlega lýgi. Hvað sem menn segja um AGS sem ég er ekkert alltof hrifinn af, þá var farið í samstarf við þá af illri nayðsyn. ÞAÐ VORU EINFALDLEGA ENGIR AÐRIR KOSTIR Í BOÐI ÓMAR,,,,EÐA GETUR ÞÚ BENT Á ÞÁ ?
Óskar, 26.10.2010 kl. 15:18
Það er sem betur fer enginn með fullu viti sem krefst almennrar skuldaniðurfærslu. Það er löngu löngu búið að sína fram á það að það er líklega það vitlausasta sem hægt er að gera.
Ólafur Guðmundsson, 26.10.2010 kl. 15:46
Með því að gera fólki kleift að borga eitthvað af skuldum heimilanna, Að láta borga sömu upphæð og var fyrir hrun meðan verið væri að skoða hvað mikill þjófnaðurinn var hjá bankamafíunni væri flæði fjármagns markfalt á við það sem er í dag en það má ekki því það gæti komið þjóðinni til góða. Nei Jóhanna og steingrímur með A.G.S.í broddi fylkingar eru verri en bankaþjófa mafían. SVO MIKIÐ ER VÍST
Jón Sveinsson, 26.10.2010 kl. 16:37
Jón, það er akkúrat eitt af mörgum úrræðum ríkisstjórnarinnar að borga ekki meira en það sem fólk borgaði fyrir hrun. Í sumum tilfellum hefur greiðslubyrðin verið færð niður í núll.
Ólafur Guðmundsson, 26.10.2010 kl. 16:43
Blessaður Óskar.
Það er ótrúlegt með ykkur kommana, loksins þegar ég tek upp hanskann fyrir ríkisstjórnina, og skamma burgeisa í afneitun, þá hafið þið áhyggjur af mataræði mínu.
Þér til upplýsingar þá borðum við Austfirðingar hákarl og feitt kjet, með viðbiti og harðfiski, helst feitum. En vissulega sást pasta og pizzur hér á borðum, jafnvel á þorrablótum. Og í kjölfarið sást til fólks flagga fyrir amerískum auðhringum, en slíkt má alfarið rekja til ruslfæðis.
Og hér er alltaf ferskt loft, nema á Reyðarfirði, það er álblandað, algjör ólykt miðað við blessaða peningalyktina.
En það er þetta með AGS, þú rærð ennþá í sömu knérum, held jafnvel að þú peistir innlegg þín, svona mér til mæðu og angurs, því lítt er gaman að endurtaka það augljósa.
Og þar sem ég nenni því ekki, þá vil ég kurteislega spyrja þig, hvað hrundi haustið 2008???
Útflutningurinn????? Innflutningurinn?????
Og gettu nú.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.10.2010 kl. 18:32
Blessaður Ólafur.
Mig setti hljóðan þegar ég las innslag þitt. Þarf þó mikið til að gera mig kjaftstopp. Ég ákvað að rýna í myndina sem fylgir blogginu, getur það verið að þú takir mig fyrir heimskari bróðir Hómers, og mætir því með staðleysur handa auðtrúa sál???
Ef ekki, hvað þá???
Ég hef hugsað málið í allan dag, reynt að finna flöt á því sem þú ert að segja. Og án flatar, er erfitt að svara, það er stilla af svarið.
Er hugsun þín úr ranni þeirra menntamanna sem allt fram á tíunda áratuginn dásömuðu miðstýrðan áætlunarbúskap kommúnista því þeir höfðu minni en engan skilning á forsendum og gangverki efnahagslífsins???
Eða er hún ættuð frá hinum pól mannlegrar forheimsku, hinnar siðlausu græðgi sem blóðmjólkar umhverfi sitt og samfélag án þess að skeyta nokkuð um vöxt þess og viðgang???
Og þar sem ég er engu nær, þá ætla ég að láta mér nægja að benda þér á mannkynssöguna, þar getur þú lesið þér til um skynsemi skuldaleiðréttinga, þú mátt byrja á hámenningu Mesópótamíu, færa þig síðan í gríska sögu og rómverska, og ágætt er að enda í Bandaríkjunum í kreppunni miklu, lestu og athugaðu síðan hvort þú viljir rífast við söguna.
Í framhaldinu þá máttu fara uppá háskólabókasafn, og athuga hvort þeir eigi ekki ennþá eintakið af þjóðhagfræði sem Gylfi Þ. kenndi í 50 ár í almennri þjóðhagfræði. Ég man þetta ekki alveg, en á blaðsíðu eitt eða tvö grunnur efnahagslífsins tekinn fyrir.
Einkaneysla, samneysla, fjárfesting. Og samspil þessa þátta í öflugu efnahagslífi.
Gylfi sagði að skiptingin milli þessa grunnþátta væri huglæg þegar kæmi að því að hámarka útkomuna, það er stærð efnahagslífsins, það væri pólitík. En ekkert efnahagskerfi kæmist af án einhvers af þessum grunnþáttum.
Það væri staðreynd, sem ekki væri hægt að rífast um.
En reyndar gerðu kommar það, og í því var feigð þeirra fólgin, þeir skyldu ekki þetta með einka...
Og svo er það Ísland árið 2010.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.10.2010 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.