15.10.2010 | 11:02
Skynsamlega umræða er forsenda sáttar.
Hafið þið Moggamenn þökk fyrir hana.
Munum að rökin fyrir skynsemi skuldaleiðréttingar á tímum eins og þessum var svarað fyrir um 2.500 árum í Aþenu af stjórnvitringnum Sólon.
Hann benti einfaldlega á að kostnaðurinn við að gera ekki skuldaleiðréttingu, væri meiri en sá sem félli til við að framkvæma hana. Og ef yfirstéttin gerði það ekki sjálfviljug, þá gæti hann allavega ekki ábyrgst að hún héldi höfði sínu í hinu óhjákvæmilega uppgjöri.
Eina svigrúmið í rökræðunni er hvernig á að standa að verki.
Og það er gert í þessari fréttaskýringu.
En þolinmæði skuldara er á þrotum. Þeir eru i meirihluta og þar sem það er lýðræði, þá munu þeir sækja rétt sinn með illu, gerist það ekki með góðu.
Og þá er heldur ekki hægt að ábyrgjast höfuð. Til dæmis munu allir stjórnarmenn lífeyrissjóða verða reknir fyrir afglöp og mannhatur.
Það er oft skynsamara að vinna með fólki en á móti.
Það töpuðust fjármunir í kreppunni, skynsamt stjórnvald leitar leiða til að dreifa því jafnt á ólíka hópa þjóðfélagsins.
Sáttin felst í að allir beri byrðarnar á sanngjarnan hátt.
Ósáttin felst í að einum hópi sé það ætlað. Þess vegna þurfa skuldarar líka að hlusta á sjónarmið lífeyrisþega, því hlustun er forsenda sáttar.
Sáttar allra sem málin varðar.
En það er engin sátt um núverandi stefnu.
Engin, og þess vegna er tími uppgjörs framundan.
Er mikil stjórnviska fólgin i því???
Kveðja að austan og takk fyrir mig.
Leita þarf varanlegra lausna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 7
- Sl. sólarhring: 69
- Sl. viku: 2647
- Frá upphafi: 1412705
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2311
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég benti á þessa leið að lækka vexti af lánunum fyrir einu og hálfu ári,. Sendi tölvupósta til félagsmálaráðherra , formann fjárlaganefndar, blaðamanna, og hagsmunasamtaka heimilanna.
Hver voru viðbrögðin þá. ENGIN.
Þarna er eitt og hálft ár farið fyrir ekkerty.
Hamarinn, 15.10.2010 kl. 11:13
Uppgjörið nálgast hratt ef lausn þessara mála verður ekki sanngjörn
Hreinn Sigurðsson, 15.10.2010 kl. 11:20
Takk félagar.
Sátt er aldrei of seint á ferð, á meðan einhver lifir. En æskilegra væri að sem flestir lifðu.
Sveinn, það er ekki hlustað á pöbulinn, ekki nema hann sameinist.
Þessi leið gæti verið flötur, en ég vil almenna niðurfellingu, hún stendur. Vöxtum verður breitt aftur um leið og menn fara að heyja og veiða fisk. Þannig hafa flestar bændauppreisnir endað, nema þær sem strax í upphafi náðu varanlegum árangri.
En umræðan er góð, og ég fer ekki að vega manna og annan, ef ég er sá eini sem er ósáttur.
En ég mun segja eins og svo oft áður í þessari umræðu, "sagði ég ekki", og ólíkt miðlinum eftir Heimaeyjargosið, þá sá ég fyrir, ekki eftir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.10.2010 kl. 11:43
Flatur niðurskurður gangast best þeim sem ekki þurfa á honum að halda. Og hverjir borga? Ég , sem skulda engum neitt og á ekkert.
Þetta er algerlega glórulaus leið, enda var hún sleginn af strax eftir kosningar, þannig að ég skil ekki alveg hvers vegna hún er enn og aftur komin upp á borðið.
Hamarinn, 15.10.2010 kl. 11:56
Dropinn holar steininn !
Er handviss um að þessar tillögur væru ekki á borðinu nema fyrir óbilgjörn skrif og þáttöku fólks eins og þín Ómar, ásamt með auðvitað tunnuslætti og öðrum mótmælum, þó deila megi um smáatriðin um framkvæmd vaxtabreytinga og verðtryggingarvægis ofl, er í þessari frétt einmitt að koma í ljós sú hugarfarsbreyting sem almenningur er á góðri leið með að ganga í gegn um, en hefur verið (veruleika) víðsfjarri hjá þeim sem hafa völdin og verkfærin til að gera réttu hlutina.
Eftir stendur að sjá hvort hugrekkið til að standa "upp í hárinu" á AGS, sem væntanlega setur sig upp á móti þeirri réttlátu dreifingu tapsins vegna hruns, sem í þessu liggur.
En þá er bara að muna: EKKI HALDA KJAFTI !!
það eru "litlu" sigrarnir sem vinna stríðið fyrir rest, munið það.
Hér tillaga að nýjum baráttusöng, séstaklega líkar mér "hvatningin" í lokatextanum:
"So now you´d better stop
And rebuild all your ruins,
for peace and trust can win the day
Despite of all your losing"
MBKV að utan en með hugann heima
KH
Kristján Hilmarsson, 15.10.2010 kl. 12:19
HÉR er linkurinn beint á "baráttusönginn" Sorry !
Kristján Hilmarsson, 15.10.2010 kl. 12:21
Blessaðir félagar.
Hamar, það er vegna þess að annars tapar þú miklu meira, þú ert ekki eyland.
Til dæmis snertir hrun á fasteignamarkaði alla, sem og minni skatttekjur ríkissjóðs, skortur á vinnuafli menntaðs fólks sem flýr land skuldaþrældómsins, skortur á umönnun á sjúkra og öldrunardeildum, hrun húsbréfakerfisins, og fleira og fleira.
Kristján, takk fyrir þitt innlegg.
Það er ekki vandinn að tækla AGS, en vissulega eiga heybrækur erfiðara með það. En um þær hefur enginn sungið. Hef aldrei hugsað textann í þessu samhengi áður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.10.2010 kl. 13:25
Leiðin að lækka vexti, skilar miklu betri árangri, og hún virkar strax.
Hamarinn, 15.10.2010 kl. 13:40
Í hvað langan tíma???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.10.2010 kl. 13:54
"Leiðin að lækka vexti, skilar miklu betri árangri, og hún virkar strax." segir "Hamar" og Ómar tilbaka "Í hvað langann tíma?" og báðir tveir hafa rétt fyrir sér, að lækka vexti með réttum aðferðum er besta hraðlausnin og virkar strax, en er gagnslaus til lengdar ef ekki er fylgt eftir aðgerðum sem gera íslenska hagkerfið minna viðkvæmt fyrir sveiflum í alþjóðafjármálum, sem Ísland auðvitað verður samt aldrei alveg óháð, svo mikið ætti þetta gengdarlausa frelsi án ábyrgðar sem útrásarvíkingarnir fengu, hafa kennt okkur, en við sem einstaklingar ættum einnig að hafa lært það að halda að ríkjandi valdhafar hverju sinni séu ætíð að gera rétta hluti fyir þá sem kusu þá, er "illusion" í besta falli, heldur taka virkann þátt í samfélaginu og gefa kjörnum fulltrúum stöðugt aðhald, opnara samfélag er líka einn af fleiri lykilþáttur að sátt og betra samfélagi í framtíðinni.
MBKV að utan en með hugann heima
KH
Kristján Hilmarsson, 15.10.2010 kl. 14:20
"lykilþáttum að sátt og betra..." Sorry !
KH
Kristján Hilmarsson, 15.10.2010 kl. 14:22
Takk Kristján, er að mestu hættur að spá í dag, þó Gylfi forseti hafi fengið smá, loka loka pílu.
En það sem ég átti við er að vöxtunum er hægt að breyta með einu pennastriki til baka. Hin hitt gengur ekki til baka, nema með blóðugri uppreisn.
En flott umræða hjá þér, en þú fyrirgefur að ég er bara í hótfyndninni það sem eftir er dags. Er að fara í fimmtugs afmæli til alþýðuhetju sem hefur meira vit í tánni en stjórnin til samans.
Hann er nefnilega með stórt hjarta, og þar með hjartavit.
Og eitt að lokum, þó ég vegi ekki mann og annan, þá mun ég grafa undan vaxtasátt. Því ég tek ekki stjórnvöld í sátt fyrr en þau viðurkenna sína ábyrgð á Hruninu, og aflétti Hrunskuldum af landsmönnum.
Og ég er dálitið góður að grafa, hef til dæmis meðan bakið var í lagi, handgrafið sundlaug sem er næstum því 25 á lengd, auk margs annars.
Bið að heilsa út til Norge.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 15.10.2010 kl. 14:36
Góða Skemmtun !!
Kristján Hilmarsson, 15.10.2010 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.