Af hverju að fara yfir lækinn að ná í vatn???

 

Hafa menn ekki heyrt um Útburðinn????

Ekki það að þrælabörn á Indlandi eigi ekki allan minn stuðning.

En það hlýtur að vera fyrsta skrefið að hindra þá ánauð sem íslensk yfirstétt er að þvinga upp á þjóð sína.

Af hverju hefur biskup Íslands ekki lýst yfir stuðningi við almenna niðurfellingu reiknaðra skulda????

Það eina sem frá honum hefur komið um þau mál sem brenna á Íslendingum, snýr að kynhvöt presta.  Vissulega mál sem þarf að vera í lagi, en valda ekki straumhvörfum í þjóðfélaginu, líkt og IcEsave þrældómurinn hefði gert.

Og svar hans við skuldaþrældómi foreldra íslenskra barna er ráðstefna sem fjallar um afleiðingar sambærilegrar löggjafar á Indlandi, þar sem heilu kynslóðirnar erfa skuldir og eru látnar þræla myrkvanna á milli án þess að sjá nokkurn tímann fram úr upphaflegu skuldinni.

Ég hélt að það dygði að lesa DV um sambærileg íslensk dæmi.

En það er sjálfsagt ekki nógu fínt fyrir kjaftastéttirnar að fjalla um vandamál náunga síns.  Ekki ef hann á heima á Íslandi.

Seint verður reisn borin upp á embætti biskups Íslands.

Kveðja að austan.


mbl.is Markmiðið að frelsa þrælabörn úr ánauð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara ekki líkja þessu saman, þrælabörn myndu líta á það sem himnaríki að búa hér á landi. Við eigum erfitt en við höfum fullt af aðilum (og stofnunum) sem styrkja þá sem illa eru staddir og að líkja þessu saman er að gera lítið úr öllu því hjálparstarfi sem unnið er í landinu! Við skulum vona að aldrei verði eins illa komið fyrir okkur og þrælabörnum þriðja heimsins.

mamma (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 14:06

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Hvað veist þú um hvað verður eftir 25 ár, gangi AGS pakkinn eftir????

Það var ekki alltaf fátækt á Indlandi, á 17. öld var þar velmegun.  En fátæktin byrjaði.

Allt byrjar, og sá sem sér ekki eymdina heima hjá sér, hann sér hana ekki annars staðar.  En hann hreykir sér eins og páfuglinn,  það er önnur saga.

En ég tók það skýrt fram í upphafi að það er gott mál að hafa áhyggjur af þrælabörnum á Indlandi, en síðan var efni pistilsins samfeld gagnrýni á þá tvöfeldni sem einkennir kirkjuna.  Stofnun sem styður ekki sína eigin landsmenn á tímum þrælkunar og kúgunar, hún er dauð stofnun.

Kirkjan ætti að vera þakklát að einhver skuli hafa fyrir því að benda henni á það.

Kveðja, sonur og faðir.

Ómar Geirsson, 15.10.2010 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 18
  • Sl. sólarhring: 340
  • Sl. viku: 3861
  • Frá upphafi: 1329392

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 3387
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband