14.10.2010 | 11:28
Fólk skilur þetta bara ekki.
Ég er frábær, tillögur mínar eru frábærar, en skuldarar drolla bara, segir Árni Páll ef maður þýðir orð hans yfir á mannmál.
Til dæmis er ekkert mál að semja um skuldir sínar, ef menn fara út í banka, og ræna hann, og koma svo og biðja um skuldaniðurfellingu.
Síðan er það æra og kýr manna í kerfinu að tefja og drolla, í stað þess að leysa vanda fólks.
En vilji löggjafans er kristalskýr, og það er ekki honum að kenna að 20% af öllum heimilum landsins stefni í gjaldþrot.
O nei, það er þeim að kenna sem drolla og tefja.
Nú er það bara spurningin hvort Árni vilji ekki nafngreina þessa menn og þessa aðila sem svona haga sér, svo næst þegar þúsundir streyma út á götunnar, svo mannfjöldinn sé ekki að ónáða alþingismenn sem hafa gert sitt, það er ekki þeirra vandi að enginn skilji þá, heldur ónáði drollarana og tafarana.
Mikil er ógæfa Árna Páls að tilheyra svona heimskri þjóð sem skilur ekki snilld hans.
En það er þó bót í máli að Árni skilur hana sjálfur.
Mikil bót.
Kveðja að austan.
Byrja að tefja mál og drolla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 16
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 2035
- Frá upphafi: 1412734
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 1788
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.