12.10.2010 | 07:03
Kynnum okkur lærdóm sögunnar.
Einu sinni var Khan sem fékk heimsókn gamals manns sem spurði Khaninn hvort eitthvað vit væri í að slátra innfæddum og hirða eigur þeirra og geta síðan ekki komið aftur og aftur, eins og forfeður Kahnsins höfðu gert i gegnum aldir, og rænt gulli og silfri og innheimt skatta. "Dauðir menn borga nefnilega ekki skatta eða grafa eftir gulli eða safna auðlegð með framleiðslu og viðskiptum. Dauðir menn eru bara dauðir".
Þar sem Khaninn var ekki geðvillingur, heldur skynsemisvera, þá sagði hann "Þú segir nokk, það er ekkert vit i þessu. Sko málið er að við höfum aldrei unnið landið áður, og það er einu sinni okkar siður að drepa allt kvikt þegar við rænum og ruplum, en sá siður á líklegast ekki við þar sem allt landið féll".
Svo fyrirskipaði Khaninn mönnum sínum að hætta drápum og í stað þess áttu þeir að skipa innfæddum að fara að vinna og framleiða, svo hægt væri að innheimta af þeim skatt. En láta þá hafa nóg eftir svo framleiðsla gæti dafnað og vaxið og skilað ríkulegum skattgreiðslum í hirslur hirðingjanna."
Þessi saga er sönn þó hún sé sögð með mínum orðum. Gamli maðurinn er kínverski stjórnvitringurinn Yelü Chucai og Khaninn var sjálfur Gengis, voldugasti hirðingjaforingi sem sögur fara að. Svo ég vitni beint í sögubækur þá segir:
"Yelü Chucai tókst að sannfæra Djengis Khan um að hagkvæmara væri að skattleggja Norður Kínverja en að útrýma þeim og gera akra þeirra að beitilöndum"
Þessi saga að viðskiptum stjórnvitrings og leiðtogans er þekktasta dæmi mannkynssögunnar um að blóðugt arðrán borgar sig ekki. Þessi viska sem vitur leiðtogi skyldi, bjargaði kínversku þjóðinni frá miklum hörmungum og óvíst er að ef þessi stjórnvitringur hefði ekki komið fram á neyðarstundu, þá hefði þessi mikla menningarþjóð eins og við þekkjum hana í dag, ekki verið til.
Í henni er fólgin mikil viska sem segir að besta leiðin til að fá arð úr hagkerfi er að leyfa því að blómstra og dafna en hugsun arðráns gefur mikinn skammtímagróða en svo þornar hann út. Þetta er eins og með bankaræningjann, hann verður aðeins ríkur af fyrsta ráninu, komi hann aftur í sama banka, þá eru fjárhirslurnar tómar. Vissulega getur hann fundið sér nýja og nýja banka, en ef það er aðeins einn í bænum, og hann á ekki heimangengt, þá verður hann að taka upp aðra iðju þegar gróðinn af ráninu er uppurinn.
Það sama gildir með erlenda kröfuhafa bankanna, þeir eiga kröfur á hendur íslenskri þjóð, og þeir geta ekki millifært þær kröfur á aðra ef íslenska þjóðin borgar ekki. Það er því þeirra hagur að hagkerfið blómstri og skili sem mestu upp í upprunalegu kröfu þeirra. Þeir hafa engan hag á að blóðmjólka hagkerfið því það einfaldlega dregur úr endurheimtum þeirra.
Og þeir hafa engan hag af því að tugþúsunda heimila fari á hliðina með tilheyrandi samfélaglegum hörmungum ásamt því að fáir verða eftir til að vinna uppí kröfur þeirra.
Þeir skilja speki þessara dæmisögu, vegna þess að skilningurinn á henni mælist beint í fjárhirslur þeirra.
Vandi íslensku þjóðarinnar er sá að hún á engan stjórnvitringinn sem útskýrir þessi sannindi fyrir þjóð sinni og fyrir ráðamönnum. Þess vegna skilja menn ekki gildi þess að mannlíf fái hér að dafna og blómstra með tilheyrandi vexti hagkerfisins.
Það er engin sem hefur þá visku að útskýra á mæltu máli að kostnaðurinn við að gera ekki það sem Hagsmunasamtök heimilanna leggja til, að hann er margfaldur á við þann sem menn ræða að fylgi tillögum samtakanna. Og það hefur engin bent á að það er hægt að finna leið sem samræmir hagsmuni hinna ólíku hópa, þeirra sem eiga kröfurnar og þeirra sem þurfa að borga þær.
Það er nefnilega eðli vits að það gagnast báðum.
Og það er tími til kominn að fólk skilji það.
Kveðja að austan.
Afskrifa þyrfti 220 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 7
- Sl. sólarhring: 62
- Sl. viku: 2647
- Frá upphafi: 1412705
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2311
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk f. tetta.
Tu ert nu farinn ad verda helv. godur a lyklabordid.
Meira svona takk.
Larus (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 07:39
Takk Larus, þessi pistill minn var svanasöngur minn. Átti aðeins eftir að móta hann, núna ætla ég aðeins að ræða um vitskortinn sem hrjáir hina ýmsa hópa samfélagsins sem halda að þeir geti eyðilagt fyrir hinum án þess að hinir eyðileggja fyrir þeim. Kannski dreg ég líka saman smá yfirlit yfir skrif mín, svona til að taka hugsunina saman.
Og þá hef ég eiginlega ekki meira um málið að segja. Í mínum huga liggur bæði vandinn og lausnin fyrir. Það þjónar því engum tilgangi meir að hamra á því, fólk leitar lausna átaka og uppgjörs. Þó ég vilji þessa ríkisstjórn frá, þá er það samt ekki mín leið.
Og það hvarfla ekki að mér að ganga um með vélbyssu og neyða fólk til að skilja samhengi hlutanna. Við höfum neitað að horfast í augun á þeim í 2 ár, og þess vegna er allt hér í upplausn.
Við eigum nefnilega engan Yelü Chucai hvað þá að leiðtogar þjóðarinnar hafi vitið hans Gengis, enda hann leiðtogi heimsveldis, en þeir geta ekki einu sinni haldið saman 300 þúsund manna þjóð.
Verði það sem verður, ef ég væri í Reykjavík þá myndi ég mæta í hvert skipti sem aðgerðarsinnar boða til mótmæla, núna er boltinn í mínum huga hjá þeim.
Þessi stjórn þarf að víkja.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.10.2010 kl. 09:00
Ef bóndi á vetrarforða sem dugar rétt fyrir hans fjölskyldu og bóndinn á næsta bæ á ekkert. Er skinsamlegt að hjálpa bóndanum á næsta bæ og drepast svo báðir saman í Janúar?
Hverju erum við bættari ef það að bjarga einum í dag kostar björgun tveggja á morgun? Ef einhverjir halda húsum sínum en þúsundir missa vinnuna?
Til lengri tíma litið getur verið betra að skera fótinn af frekar en að reyna björgun og missa síðan sjúklinginn.
"Étum útsæðið og pissum í skóinn. Leysum málið í dag og hugsum ekkert um framhaldið. Þetta reddast." Lausn íslendings á vandamálum.
Það hafa margir þá visku að sjá að kostnaðurinn við að gera ekki það sem Hagsmunasamtök heimilanna leggja til leggst ekki nema að litlu leiti á þá sem ætlast er til að beri allan kostnaðinn af aðgerðunum. Þeim sem ætlað er að beri kostnaðinn er ætlað að leggja meira fram en hugsanlegt tap þeirra getur annars orðið.
Nasreddin (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 09:57
Nasereddin, á svona tímum, þá hlustar maður ekki á svona heimsku.
Hugarfar þitt er sjúkt, og það er andstætt allri þeirri siðmenningu sem hefur þróast.
Jú, menn reyna að hjálpa, það hefur verið undirstaða samfélags okkar í gegnum tíðina. Aðeins í hörðustu hallærum þá hefur enginn getað neitt. En menn reyna samt.
Það eru böndin sem halda samfélögum okkar saman.
Og þeir sem hafa ekki siðferðisþroska til að skilja af hverju maður hjálpar, þá eru köld rök á baki við hugarfar samhjálpar, þeir sem missa allt sitt, þeir eiga það til að segja skilið við reglur samfélagsins og sækja bónbjörgina hjá þeim sem á.
Að öðru leyti lýsir innslag þitt fullkominni heimsku og algjöru skilningsleysi á því ástandi sem hér er í dag. Og það sorglega við það ástand sem hér er í dag, er að það er til fólk sem hlustar á ykkur siðlausu fíflin sem höfðið til lægstu hvata manneskjunnar, og hindrar þar með sína eigin bjögun.
Því það tapa allir á sundrungunni, líka þið lægstu í mannlegri hugsun.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.10.2010 kl. 11:19
Þú vilt semsagt frekar vera "góði gæinn" og fórna framtíð barna okkar, skerða lífsgæði lífeyrisþega, auka atvinnuleysi og fresta kreppulokum um nokkur ár til að geta veitt nokkrum skuldurum stundar frið frá kröfuhöfum. Sá sem bjargar kettlingnum meðan barnið drukknar, setur plástur á rispurnar meðan skurðirnir fossa blóði. "Góði gæinn" sem lætur ekki heilbrigða skynsemi vera að þvælast fyrir sér. Étum útsæðið, pissum í skóinn, leysum málið í dag og hugsum ekkert um framhaldið, þetta reddast gæinn.
Vegurinn til glötunar er varðaður góðum ásetningi.
Nasreddin (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 12:55
Naxreddin, þú ert ekki bara siðblindur, heldur ert þú hreinræktað fífl. Þú ert eins og níðingurinn sem réttlætir níðingsverk sín með því að þau hafi öll verð í fórnarlambsins þágu.
Það sem þú ert að tala um að gerist, er að gerast og endar í samfélagslegu hruni. Og á það hafa mætustu hagfræðingar bent, það eru jú forsendur fyrir hagvexti, sem heita mannlíf og neysla, bæði samfélags sem og einstaklinga.
Að leggja skuldahlekki á þjóðir er leið glötunar.
Og í pistli mínum bendi ég á sönnun sögunnar, Argentínu sem gekk í gegnum það sama. Á elleftu stundu snéri yfirstéttin þar við blaðinu eftir gífurleg mótmæli almennings, og tók efnahagsmálin í sínar hendur.
Það sama þarf að gerast hér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.10.2010 kl. 13:46
Það sem er að gerast eru fjöldauppsagnir á sjúkrahúsum. Og þú vilt frekar redda lánþegum. Lækkanir á framlögum til skóla. Og þú vilt frekar redda lánþegum. Fækkanir lögregluþjóna. Samt vilt þú frekar redda lánþegum. o.s.frv.
Og hvað kostar að redda lánþegum? Lækkanir á lífeyrisgreiðslum. En þér hlýtur að þykja þær rausnarlegar núna fyrst þú vilt lækka þær. Hærri skattar og meiri uppsagnir þegar ríkið þarf að leggja Íbúðalánasjóði til fjármagn til að standa við skuldbindingar sínar. Aftur hærri skattar og uppsagnir ef ríkið kemur sjálft beint að niðurfærslunni. Nokkur þúsund atvinnulausir og lokanir á skólum og sjúkrahúsum er víst ekkert tiltökumál í þínum heimi, bara ef lánþegar fá einhverja eftirgjöf. Reddum þessum í dag og við höfum örugglega margfalt fleiri á vonarvöl á morgun. Björgum ekki því sem hægt er að bjarga, reynum frekar að bjarga öllum svo allt tapist.
Nasreddin (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 15:15
Nasreddin, hefur þú ekki lesið orð að því sem ég var að skrifa áður en þú kemur hér inn og níðir niður bæði siðferði og heilbrigða skynsemi.
Lánþegar eru þjóðin, gefist þeir upp, þá er þjóðin búin, engar endurgreiðslur lána, engir skattar, ekkert. Vissulega gerist það ekki á sama tímapunkti, þess vegna er talað um dýpkun á kreppu, samdrátt í hagkerfinu þegar neysla dregst saman, samdrátt vegna minnkaðra fjárfestinga, samdrátt vegna aukins atvinnuleysis.
Og afleiðingin á fjárhag ríkisins eru þær að í stað þess að vera með 60% greiðsluhlutfall, þá fer það í 70%, síðan 80% því hinar meintu skuldir sem á það eru settar, þær minnka ekki þó tekjurnar dragist saman. Að lokum hið endanlega hrun. Þegar Argentína gafst upp, þá krafðist AGS ennþá meiri niðurskurðar þó skuldahlutfallið væri komið upp í 70%, þá gerði þjóðin uppreisn, eins og þrautpíndur lýður hefur gert á öllum tímum þegar hann er orðinn of aðþrengdur.
Rök þín væru rétt ef ríkissjóður tæki 220 milljarða úr vasa sínum og léti kröfuhafa fá þá hér og nú. Það er bara enginn að tala um það nema þeir sem eru að ljúga skuldum uppá íslenska ríkið og vilja að skatttekjur þess fari í þær skuldir, en ekki til að rétta hagkerfið af.
Ríkið fjármagnar eigið fé Seðlabanka og eigið fé bankanna með útgáfu skuldabréfs og það er ekki til greiðslu á morgun eða hinn. Eins er það með viðbótarframlag vegna skuldaleiðréttingar, það er ekki fé sem fer úr kassanum á morgun.
En áhrifin á hagkerfið koma strax fram með aukinni veltu og tekjuaukningu ríkissjóðs.
Og sjúklegast við það hugarfar sem þú hefur annaðhvort trúað, eða finnst bara alveg rétt, að áætlaðar vaxtagreiðslur ríkissjóðs fyrir þetta ár voru 160 milljarðar. Fannst þér það alltílagi, að á einu ári væru reiknaðar á landsmenn 160 milljarðar, en landið fellur ef 220 milljarðar falla á ríkissjóð á nokkrum áratugum?'
Hvað er að hugarfarinu þínu að vilja slíkar hamfarir fyrir alla landsmenn en nota vit þitt til að blekkja og dreifa út lygum og rangfærslum???
Skilur þú ekki hvað stöðvun hagkerfisins þýðir?????
Heitir þú kannski krónubréfaeigandi????
Ekkert annað í veröldinni getur útskýrt málflutning þinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.10.2010 kl. 15:46
Ef þú þolir ekki að fólk sé ósammála óraunhæfum og heimskum skrifum þínum. Þvælunni og draumórnum sem vella fram í einhverskonar bjartsýnis fáfræði vímu. Ættirðu bara að loka á svarmöguleikan og halda áfram að blogga með sólheimaglott, sæll í þeirri fullvissu að allir séu þér sammála.
Afsakaðu innlitið, kemur ekki fyrir aftur.
Nasreddin (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 16:25
Blessaðir Nasreddín.
Hvaðan kemur þér sú speki að ég þoli ekki ósammála fólk. Ég hef alltaf umborið fávita á meðan þeir reyna ekki að valda öðrum tjóni, yfirleitt hefur sú hegðun verið fylgikvilli mikillar áfengisneyslu eða annars sem breytir annars skynsömu fólki í fábjána.
Og það eru ekki skoðanir þínar sem stimpla þig einn slíkan, það er hvernig þú tjáir þær á tímum þar sem dauðans alvara brennur á fólki. Og svo ert þú sár þó það sé bent á að stóryrðum þínum fylgja ekki nokkrar röksemdir.
Og þú lætur eins og litlu nasistagreyin sem nota svipaðan rökstíl, og svipaða sönnunarfærslu um að Auschwich hafi verið sumarleyfisbúðir, þeir sáu sko skiltið á mynd um að vinna geri fólk frjálst, að þú verður bara fúll að enginn taki mark á þér eða sýni skoðunum þínum virðingu. Eins og það sé skylda fullorðins fólks að sýna óvitum í fávitaleik, virðingu.
En litlu greyin mega þó eiga að þau þora að koma fram undir nafni, ólíkt þér sem ert líklega tölvuforrit spunakokka, sem hefur fengið þá forritunarvillu að vera móðgað. Og ert sendur út á örkina að ónáða fólk sem er ekki sama um eyðingu þjóðfélagsins.
En þú þarft ekki að afsaka, ekki mig allavega, en þú mættir hafa manndóm til að biðja almenning afsökunar, en það er kannski of flókið fyrir skapara þinn.
Og flott bömmering, sólheimaglott, lýsir þroska, ert kannski nagli innst inni.
Já, nokkuð flott hjá þér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.10.2010 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.