11.10.2010 | 16:12
Hættið þessu væli.
Stjórnvöld hlusta ekki á svona grát, menn sem leggja fram þessar tillögur um byggðaeyðingu, þeir hafa fyrir löngu glatað öllu mannlegu úr sálu sinni.
Verjist eins og fólk. Verjist eins og Skagfirðingar.
Þeir riðu yfir heiðar af minna tilefni í gamla daga.
Skipið því sjómönnum ykkar í landi, látið unglingana um mjaltir á morgun.
Drífið ykkur suður og stöðvið byggðaeyðinguna.
Hver gerir það ef ekki þið???
Alþingismenn, ríkisstjórnin???
Til hvers lögðu þeir fram þessar tillögur upphaflega???
Til að hrista upp í samfélaginu, þjappa fólki saman??? Fá það til að mæta á annað en karlakóra og hrossaskemmtanir????
Hver ver framtíð barna ykkar ef ekki þið??
Reykvíkingar????
Nei, núna er ögurstund þjóðarinnar og hún verður sigruð ef allir sitja úti sínu horni og væla, og skæla.
Vælandi skælandi fólk er alltaf fórnarlömb.
Látið ekki bjóða ykkur þetta, þið eruð þjóðin.
Við erum þjóðin.
En AGS er innrásarlið.
Berum því leppa þeirra út af þingi.
Útburðurinn hefst á morgun.
Kveðja að austan.
Ofboðsleg skerðing á lífsgæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 10
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 2650
- Frá upphafi: 1412708
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 2314
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Enginn er eymdartónninn í þér, Ómar, frekar en fyrri daginn.
En er búið að boða til útifundar í Reykjavík á morgun?
Jón Valur Jensson, 11.10.2010 kl. 17:11
Ahh, Jón Valur, nú komst þú við veikan punkt hjá mér.
Það hefur farið rosalega lítið fyrir því í fjölmiðlum. En ég las það á blogginu hennar Rakelar um að menn ætluðu að fara sofa þarna aftur.
En af litlum neista kviknar bál. Eigum við ekki að segja að ég sé að bera sprek á köstinn, en kveikjari er ég ekki.
Er ekki í aðstöðu til þess, en vona að einhver hugsanatengsl kvikni hjá þeim sem lesa. Var þetta ekki einhvern veginn svona: "Sameinaðir stöndum við, sundraðir föllum vér".
En eins og þú veist þá stend ég fyrir einsmanns byltingu Jón þannig að ég veit ekki meir.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 11.10.2010 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.